Uppsetning Uniconta

Uniconta biðlari

Smelltu á hnappinn hér til hægri til að prófa Uniconta frítt í 30 daga.

Þegar þú skráir þig inn getur þú skoðað sýndarfyrirtæki, sótt um aðgang að fyrirtæki eða stofnað nýtt fyrirtæki. Þú getur einnig lesið inn gögn úr Dynamics C5 þegar þú stofnar nýtt fyrirtæki.

Uniconta forritið er sett upp á tölvunni þinni og öll gögnin eru vistuð í skýinu. Þannig hefur þú aðgang að þeim úr öllum tölvum sem eru með uppsettum Uniconta biðlara.

Skráður notandi

Ef þú ert skráður notandi en þarft að setja Uniconta upp á nýrri tölvu skaltu skoða þessa síðu skráður notandi

Handvirkt uppsetning

Sum stórfyrirtæk vilja ekki að hver notandi keyri sína útgáfu. Þess vegna höfum við hannað uppsetningarham sem nýtir InstallShield og setur Uniconta biðlara upp á þeim stað sem óskað er.
Þessi uppsetning sækir ekki sjálfkrafa uppfærslur og því þarf kerfisstjóri sjálfur að uppfæra biðlarann. Þó að við uppfærum Uniconta gagnaþjóninn keyra eldri biðlaraútgáfur og vefþjónustur á móti nýja gagnaþjóninum en ekki er hægt að sjá viðbætur eða keyra nýjustu aðgerðirnar.

Uniconta biðlari

Settu Uniconta upp og prófaðu frítt í 30 daga eða settu upp nýtt fyrirtæki. Uniconta keyrir aðeins í Safari og krefst þess að Silverlight sé uppsett. Af þeim sökum veitum við ekki stuðning eða þjónustu vegna notkunar Uniconta á Mac.

Hægt er að velja þjónustuaðila ef þess er óskað en það er ekki nauðsynlegt til að klára skráningu.

Silverlight

Nauðsynlegt er að setja þennan rekil upp til að keyra Uniconta á Mac.

Virkar aðeins í Windows

Eftirfarandi aðgerðir virka aðeins í Windows og ekki á Mac.:

  • Uniconta skýrslugerðartól
  • Uniconta Mælaborð
  • Uniconta Innlestrartól fyrir Dynamics C5
  • Out of Browser (OOB) útgáfur virka ekki vegna öryggiskrafna í nýjustu útgáfum Mac stýrikerfisins

Uniconta Mælaborð

Uniconta Mælaborð er viðskiptagreindarlausn þar sem þú getur útbúið sveigjanlegar gagnvirkar skýrslur, stöðumyndir og töflur með stjórnendaupplýsingum.

Uniconta Mælaborð er sérhannað til að greina gögn í rauntíma, veita góða yfirsýn og stuðla þannig að bættri ákvarðanatöku.
Setja þarf upp notandaaðgang í Uniconta til að fá aðgang að Uniconta Mælaborðinu.

Innlestur gagna

Uniconta býður upp á endurgjaldslausan innlestur gagna úr Microsoft Dynamics C5 sem tryggir öruggan og einfaldan gagnaflutning inn í Uniconta.

Innlestrartólið er hluti af Uniconta Windows biðlaranum þannig þegar fyrirtæki er sett upp Uniconta er hægt að velja um að setja upp nýtt fyrirtæki eða flytja gögn úr fyrir í C5.

Ef lesa á inn gögn úr C5 þarf fyrsta að keyra gagnaflutning úr C5 þannig að öll gögn verði klár til innlestrar. Þegar gögn eru lesin inn í Uniconta þarf að vísa á skránna úr C5.

Forkröfur

Innlestur úr Microsoft Dynamics C5 krefst þess að búið að sé að stofna notandaaðgang og setja Uniconta biðlarann upp í Windows.

Innlesturinn styður

  • Innlestur úr C5 útgáfu 1.6 eða nýrri með fjárhags-, viðskiptavina- og lánardrottnafærslum ásamt birgðauppsetningu
  C5 E-conomic
Fjárhagsár, VSK uppsetningu, bókhaldslykil og kerfislykla

Fjárhagsfærslur

Grunngögn viðskiptavina, færslur, viðskiptavinaflokka, greiðsluskilmála og tengiliði

Grunngögn lánardrottna, færslur, lánardrottnaflokka, greiðsluskilmála og tengiliði

Grunngögn birgða og vöruflokka

Uppskriftir, birgðaverðflokka og birgðaverð

 
Sölupantanir og pantanalínur

Innkaupapantanir og pantanalínur

 
Starfsmenn

 
Víddir: Deild, Byrður og Málefni

 
Stafræn fylgiskjöl  
Breytingar á innlestri
Við höfum breytt innlestrarferlinum á viðskiptavina- og lánardrottnafærslum til að fá réttari niðurstöðu.
Uniconta flytur nú fyrst allar færslur inn án þess að jafna. Að innflutningi loknum jafnar Uniconta færslum sjálfvirkt.
Gengismunur úr C5 kemur nú á viðskiptavina- og lánardrottnafærslur og er ekki lengur sérstök færsla.
Minnismiðar viðskiptavina og lánardrottna flytjast nú með úr C5.
Top