UM OKKUR

Erik Damgaard er hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Uniconta. Á ferli sem spannar yfir 30 ár hefur hann skapað bókhaldskerfi eins og Dynamics AX – flaggskip Microsoft þegar kemur að viðskiptalausnum og Dynamics C5 sem er í notkun hjá tugum þúsunda fyrirtækja. Erik án efa einn fremsti sérfræðingur okkar tíma á sviði bókhald- og viðskiptalausna. Microsoft keypti hugbúnaðarlausnir hans árið 2002 og frá þeim tíma hafa þær verið þungamiðjan í vöruframboði hugbúnaðarrisans þegar kemur að bókhalds- og viðskiptalausnum. Erik hefur haft það að leiðarljósi að hanna hugbúnað sem er í senn aðgengilegur og einfaldur í notkun án þess að fórna virkni eða tæknilegum möguleikum. Uniconta byggir á einföldum grunni en svarar jafnframt ítrustu kröfum um sem gerðar eru bókhaldskerfa. Uniconta er byggt á nýjustu fram- og bakendalausnum Microsoft. Hárbeitt blanda tækniþróunar og víðtæks skilnings á viðskiptaumhverfi fyrirtækja gerir Uniconta að byltingarkenndri nýjung á sviði bókhalds- og viðskiptalausna. Uniconta á Íslandi var stofnað árið 2016 og hefur einkarétt á dreifingu og þjónustu Uniconta á Íslandi. Framkvæmdastjóri félagsins er Ingvaldur Thor Einarsson en hann hefur starfað við rekstur og uppbyggingu fyrirtækja í upplýsingatækni og hugverkaréttindum í yfir 20 ár.
Top