Print Friendly, PDF & Email

App sem berst gegn matarsóun

Too Good To Go þróar app sem hjálpar neytendum að nálgast mat sem annars hefði verið hent sem sparar neytendum peninga og er gott fyrir umhverfið. Verslanir og veitingastaðir fá nú greitt fyrir mat sem áður var hent og sem er stórt framlag til minni matarsóunar. Fyrirtækið valdi Uniconta til að halda utan um reksturinn þar sem kerfið er sveigjanlegt og styður vel við vaxandi fyrirtæki.

„Við þurfum oft að breyta því hvernig við gerum hlutina til að yfirstíga ófyrirséðar hindranir. Uniconta er mjög sveigjanlegt, tæknilega og fjárhagslega. Það er auðvelt aðlaga kerfið og það er mun ódýrara en flest önnur kerfi sem ég hef unnið með.“

Frá hugmynd til ákvarðanatöku

Í byrjun sá bókhaldsstofa um að færa bókhald fyrirtækisins í Nav og þegar Christina hóf störf hélt hún áfram að nota Nav bókhaldskerfið. „Kerfið var hins vegar ekki sniðið okkar þörfum og við vorum alltaf leita viðbótarlausnum. Þá var okkur bent á Uniconta. Við heyrðum af fyrirtæki með svipaðar þarfir sem hafði innleitt Uniconta og höfðum samband við þau.

Í samvinnu við þjónustuaðila hefur fyrirtækið hannað lausn les pantanir úr appi yfir í Uniconta. Einnig var hönnuð greiðslulausn fyrir verslanir og veitingastaði.

”Við fáum greiðslukortaupplýsingar viðskiptavina í gegnum app. Velta hverrar verslunar er svo færð yfir í Uniconta. Samtímis útbýr kerfið sölupantanir og reikningar eru sendir úr Uniconta til verslana. Greiðslulausnin sem við þróuðum með þjónustuaðila millifærir það sem við skuldum beint í gegnum banka.”

Alþjóðavöxtur

Too Good To Go starfar í nokkrum löndum og stækkar ört. Það er ótvíræður kostur að geta hannað reikningssniðmát fyrir hvert land. Bókhald erlendra dótturfyrirtækja er einnig fært í Uniconta.

Einfalt í notkun

”Í upphafi vorum við bara tvö sem notuðum Uniconta. Í dag erum við fimm. Þrátt fyrir það höfum við ekki þurft mikla kennslu fyrir utan það sem við fengum í upphafi og leiðbeininga í Unipedia og því sem við fáum með þjónustusamningi við söluaðilann.”

Aðspurð um helsta kost Uniconta, segir Christina:

“Uniconta er einfalt og þægilegt í notkun. Við erum ungt fyrirtæki og þarfir okkar eru síbreytilegar. Við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir um hvernig draga má úr matarsóun. Þess vegna er mikilvægt að vera með sveigjanlegt kerfi sem tengist öðrum lausnum á einfaldan hátt. Við ráðu illa við að greiða mikið af rándýrum ráðgjafartímum sem er fylgifiskur þess að vera með tæknilega flókið bókhaldskerfi.”

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!