Print Friendly, PDF & Email

Lostæti með bókhaldslegu ívafi

Delidrengene er sælkeraverslun sem selur bæði eigin framleiðslu og gæðavörur frá öðrum framleiðendum. Fyrirtækið leggur áherslu á framúrskarandi gæði auk skapandi og nýstárlegrar framsetningar. Fyrirtæki gerir ekki málamiðlanir vildu ekki gera undantekningu þegar leitin að nýju bókhaldskerfi hófst. Uniconta varð fyrir valinu.

Fyrirtækið er fyrst og fremst smásala en rekur einnig veitingastaði og mötuneyti. Árleg velta þeirra er um hálfur milljarður króna starfsmenn eru 15. Eftir því sem fyrirtækið óx jukust kröfur stjórnenda um upplýsingagjöf.

Kostnaðar- og birgðastjórnun

“Við þurftum aukinn sveigjanleika í fjármálastjórn og skilvirkari birgðastjórnun. Birgðakerfið í Uniconta leysir okkar mál. Við erum til dæmis með sænskt dótturfyrirtæki sem geymir vörur í okkar danska vöruhúsinu. Þetta fór allt í rugl í gamla kerfinu okkar en leysist með Uniconta,” segir Morten Rasmussen, einn af eigendum fyrirtækisins sem var stofnað fyrir sjö árum. “Það er líka mun auðveldara að skrá pantanir í Uniconta,” heldur hann áfram.

Skýrslur sem stjórntæki

Aðaláherslan er hins vegar reksturinn þar greiðan aðgang að stöðunni hverju sinni. “Vissulega er mikilvægt fyrir mig að vita hvað erum græða og hvernig við erum að græða. Ég þarf að fylgjast með hvernig reksturinn er að þróast og auka skilvirkni í öllum ferlum,” segir hann.

“Við keyrum fullt af skýrslum sem veita okkur yfirsýn yfir reksturinn. Uniconta er frábært því það er svo einfalt í notkun. Við getum skoðað öll gögn út frá mörgum sjónarhornum og skoðað hvern krók og kima í rekstrinum og sjáum þar mynstur sem annars væri erfitt að finna.”

Tími = peningar

Smásala er harður bransi. Til að standast þjónustumarkmið þarf hraða á öllum vígstöðvum. Innleiðing Uniconta var engin undantekning.

“Við tókum eitt námskeið og byrjuðum svo að nota Uniconta. Að sjálfsögðu komu upp spurningar en við lifðum fyrsta daginn af og erum að þrauka í gegnum annan daginn,” hlær Morten og viðurkennir vera óþolinmóður og metnaðargjarn að upplagi.

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!