Print Friendly, PDF & Email

Uniconta heldur utan um fjárhag og vélmenni

Lítið vélmenni sem hannað er fyrir skóla hjálpar börnum að takast á við áskoranir framtíðar. Vélmennið heitir Fable og kemur úr smiðju Shape Robotics. Það samanstendur af hundruðum íhluta sem fluttur eru víða frá. Vélmennið er sett saman í verksmiðju fyrirtækisins fyrir utan Kaupmannahöfn. Til að halda utan um framleiðsluna valdi fyrirtækið Uniconta.

Ævintýrið hófst sem hluti af doktorsverkefni árið 2011 og með opinberum styrkjum var fyrirtæki stofnað utan um hugmyndina fjórum árum síðar. Nemendur geta sett Fable saman á mismunandi hátt og forritað hann með Blockly eða Python. Í dag starfa 20 manns hjá fyrirtækinu sem hefur gert sig gildandi á alþjóðamarkaði.

Aukið flækjustig – auknar kröfur

„Í upphafi notuðum við einfalt bókhaldskerfi á netinu til að halda utan um reksturinn. Kerfið hélt ekki utan um birgðir og pantanir þannig að við skráðum mikið af upplýsingum í Excel,“ segir André Fehrn, fjármálastjóri Shape Robotics.

„Eftir því sem salan jókst og vörum fjölgaði varð þetta utanumhald erfiðara. Við þurftum að færa alla vörukostnað í rekstrarreikning og vorum því að telja mánaðarlega og gjaldfæra þær vörur sem höfðu verið seldar. Við sáum aldrei framlegð af vörusölu og höfðum enga yfirsýn yfir birgðirnar.“

Leitin að nýju bókhaldskerfi var hafin. Í fyrsta lagi var krafa um að hægt væri að innleiða kerfið án þess að kaupa mörg hundruð tíma af ráðgjöfum. Í öðru lagi þurfti að vera hægt að tengja annan hugbúnað við kerfið og síðast enn ekki síst þurfti kerfið að halda utan um íhluti, framleiðslu og tilbúnar vörur. Uniconta tikkaði í öll boxin.

Við leit að nýju bókhaldkerfi var horft til nokkurra lykilþátta. Í fyrsta lagi þurfti að vera hægt að innleiða kerfið án þess að kaupa hundruðir rágjafatíma. Í öðru lagi þurfti að vera hægt að samþátta kerfið við annan hugbúnað. Síðast en ekki síst þurfti kerfið að halda utan um íhluti, framleiðslu og tilbúnar vörur. Uniconta tikkaði í öll boxin.

Stjórn á birgðum

„Við þurftum ekki bara að geta bókað lista af íhlutum heldur að bóka lista af íhlutum sem tilbúna söluvöru. Við notum mikið endurpöntunarlista eða stofnum innkaupapantanir út frá sölupöntunum viðskiptavina. Þannig höfum við náð góðum tökum á birgðunum okkar,“ segir André.

Hægt er að stofna, kaupa og selja vörur í Uniconta, skoða frátektir og birgðastöðu. Kerfið heldur vel utan um magn til ráðstöfunar, þ.e. birgðir að fráteknu pöntuðu magni og viðbættu magni í innkaupum auk þess að birgðastaða er alltaf rétt í fjárhag.

Óvæntir kostir

Með Odata tengingu Uniconta getur André unnið með öll gögn úr Uniconta í Excel, útbúið greiningar og unnið útreikninga. „Þegar búið er að setja upp skýrslu þarf bara að smella einu sinni til að uppfæra hana. Það tekur ekki nema nokkrar mínútur að útbúa rekstraruppgjör fyrir hvern mánuð,“ segir André brosandi. Hann er að jafnaði með 10 glærur með lykiltölum sem hann kynnir eftir uppgjör hvers mánaðar.

„Það er svona einföld viðskiptagreind sem gerir það að verkum að það er meiri tími til að rýna í gögnin frekar en vera langt fram eftir að útbúa þau,“ segir hann.

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!