Uniconta Útgáfa 90

Útgáfudagur: 12. mars, 2023

Smelltu á hverja kerfiseiningu til skoða uppfærslur

indholdsikoner_u-bg_Oekonomi

Fjárhagur

Í skjámyndinni „Færslur fylgiskjals“ eru margar vinsælar aðgerðir til að breyta röngum færslum og leiðrétta mistök með einföldum hætti. Nú er komin ný aðgerð til breyta upphæð fylgiskjals. Aðeins er hægt að breyta upphæð í fylgiskjals sem inniheldur tvær færslur.

Opnað hefur verið fyrir aðgerð sem leyfir notendum að „eyða“ bókuðum færslum á opnu fjárhagstímabili. Færslunum er ekki eytt heldur eru þær færðar yfir í aðra töflu en þaðan má finna færslurnar og senda aftur á dagbók til bókunar. ATH! Aðeins notendur sem hafa fullan aðgang að Fjárhagsár geta  eytt bókuðum færslum

Nýr reitur í fjárhagsfærslum fyllist út við sjálfvirka færslubókun í fjárhag. Reiturinn inniheldur texta sem segir til um uppruna færslunnar. Þannig er aukinn rekjanleiki tryggður þar sem ekki eingöngu lykill kemur fram, heldur einnig hvaðan færslan kemur.

Þegar fjárhagshreyfingayfirlit er keyrt út í pdf, birtist nú bréfaklemma fyrir stafræn fylgiskjöl. Þú getur þá smellt á bréfaklemmuna í pdf skjalinu til að birta stafræna fylgiskjalið. Þetta er sama tækni og er notuð í hreyfingayfirliti viðskiptavina.

Nú er hægt að eyða notaðri dagbók úr yfirliti dagbóka. Færslurnar sem vísuðu í þá dagbók fá sjálfkrafa vísun í aðra dagbók.

Efst á skjánum í Uniconta við (vinstra megin við stjörnuna) er tákn sem hægt er að draga stafræn fylgiskjöl af tölvunni og sleppa til að vista. Ný aðgerð er komin þar „Vista og flytja á dagbók“ sem bæði vistar skjalið og flytur það í fjárhagsdagbók.

Uppgjörsvinnslur færsluhirða

Í fjárhagsdagbók er nýr hnappur til að sækja uppgjör frá SaltPay og stofnar sjálfkrafa dagbókarlínur fyrir hvert uppgjör. Einnig er hægt sækja allar færslur með sömu aðgerð.

RSK 1.04

Uniconta getur nú útbúið RSK 1.04 textaskrá til innlestrar á þjónustuvef Skattsins sem einfaldar framtalsgerð. Skýrslan er aðgengileg undir fjárhagsskýrslum og leggur saman færslur lykla fyrir hvern „Reit á skattframtali“ í bókhaldslykli.

Nýir kerfislyklar fyrir opinber gjöld

6 nýjum kerfislyklum hefur nú verið bætt inn til að aðgreina opinber gjöld.

Tveir nýjir kerfislyklar fyrir handfærðan VSK

Tveir nýir kerfislyklar eru komnir fyrir handfærðan innskatt og handfærðan útskatt. Samtölur þess sem bókað er á þessa lykla verður bætt við VSK skýrslu tímabilsins.

Í Uniconta er hægt að skrá magn í dagbókarlínu sem skráist í fjárhagsfærslu við bókun þaðan sem hægt er að vinna frekar með gögnin. Þetta krefst þess að magn í dagbókum sé virkjað á fyrirtækinu. Uniconta færir þá magn úr reikningslínum og skráir á fjárhagsfærsluna. Þetta gildir bæði fyrir innkaupa- og sölureikninga.

Ef bankareikningur er settur upp í erlendum gjaldmiðli birtir reiturinn „Upphæð í gjaldmiðli“ í bókhaldslyklatöflu nú rétta gjaldmiðilsupphæð. Hingað til hefur þessi upphæð verið reiknuð stærð sem deilir upphæð í grunngjaldmiðli félagsins með gengi dagsins. Ef lykill sem er erlendur bankalykill er settur upp sem rakningslykill í dagbók birtist rakningsupphæðin í gjaldmiðli lykilsins í dagbókarlínum.

 • Opnar færslur innihalda nú pöntunarnúmer
 • Dagbækur innihalda nú reitinn „Starfsmaður“ sem færist yfir í Verkbókhald
 • Lokareikningur hefur nýjan valmöguleika: „Sleppa tómum lyklum”
 • Lokareikningur birtir nú „Magn”, ef það er virkt á fyrirtæki
 • Í Lokareikningi er nú hægt að skoða „Stafræn fylgiskjöl”
 • Í samtöluyfirliti lokareiknings er hægt að birta samtölur fyrir „kóða” sem þú getur skilgreint
 • Aðgerðin „Keyra opnunarfærslur” biður um að „Lykil rekstarniðurstöðu” sé sleginn inn ef hann er ekki settur upp sem kerfislykill
 • Ef nýtt fjárhagsár sem hefst innan sex mánaða frá því að það er stofnað er spyr Uniconta hvort keyra eigi opnunarfærslur
 • Fjárhagsár sem eru eldri en tveggja ára lokast sjálfkrafa
 • Ekki er lengur hægt að skipta út stafrænu fylgiskjali færslu ef fjárhagstímabili hefur verið lokað
 • Lykill viðskiptavinar/lánardrottins birtist nú í Afhendingarseðlatöflu
 • Þegar Uniconta kannar upphæð staðgreiðsluafsláttar er mismunur einnig kannaður
 • Ef „Til dags” í Fjárhagskýrslum er á undan „Frá dags” verður reiturinn rauður
 • Heiti bókhaldslykils tekur nú 150 teikn
 • Hægt er að skrá allt að 4 aukastafi í VSK hlutfallsreitinn
uniconta_ikoner_u-bg_bank

Bankalausnir

Með útgáfu 90 kemur samþáttun við Aiia. Þessi samþáttun sækir sjálfkrafa allar hreyfingar bankareikninga inn í bankaafstemmingu.

Lestu meira: https://www.aiia.eu/products/aiia-data

Í afstemmingu banka er nú mögulegt að vista tengiupplýsingar fyrir marga bankareikninga í sama banka. Setja þarf upp sérstakt skrársnið fyrir hvern bankareikning til að vista tengiupplýsingar rétt.

Í lánadrottnakerfi verða greiðslusnið fyrir Landsbanka, Arion og Íslandsbanka aðgengilegt. Þannig má setja upp greiðslusnið, velja opnar færslur til greiðslu, sameina og útbúa greiðsluskrá. Greiðsluskránni er svo hlaðið inn í banka og hún staðfest þar.

Algengt vandamál er að kennitölur viðskiptavina í Uniconta innihaldi bandstrik eða bil. Þegar kröfuskrá er stofnuð kannar Uniconta þetta og lagar og því minni hætta á að kröfuskrá falli við innlestur í banka. Vinnslan sem skrifar kröfuskránna hefur einnig verið endurbætt.

indholdsikoner_Debitor

Viðskiptavinir og Lánardrottnar

Fastur texti er nú aðgengilegur í viðskiptavinatöflu og er skráður sem færslutexti og við stafræn fylgiskjöl. Sama virkni er komin í Lánardrottnakerfi.

Uniconta birtir nú „Tilvísun“ í færslum viðskiptavina og lánardrottna. Þetta frjáls reitur þar sem notandi getur skráð tilvísun í dagbókarfærslu og/eða pöntun. Pöntunarnúmer birtist nú einnig í opnum færslum og þá hægt að sækja tengda reiti er pöntunum. Þetta kemur að góðum notum í hreyfingayfirlitum.

Í gjaldaflokkum er nú hægt að setja upp sérstaka undanþágulista sem tilgreina þá viðskiptavini sem eru undanþegnir gjaldi.

indholdsikoner_u-bg_Ordre

Viðskiptavinir og Pantanir

Í útgáfu 89 kom nýjung sem gerir það mögulegt að fjöldauppfæra heiti, heimilisföng og VSK númer viðskiptavina og lánadrottna úr Fyrirtækjaskrá. Fjöldauppfærsla viðskiptavina kannar nú einnig hvaða viðskiptavinir geta móttekið rafræna reikninga þannig að einfalt er að uppfæra hvaða viðskiptavinir eiga að fá rafræna reikninga.

Nú vistar Uniconta „síðustu innheimtuvörun“ á færslu og þegar þú keyrir nýja viðvörun fær hún sjálfkrafa „næsta innheimtuviðvörun“. Nýja gildið birtist í nýjum reit: „Ný viðvörun“ sem gefur til kynna hver næsta viðvörun er.

Þetta virkar þannig aðeins færslur með gildi í „Næsta viðvörun“ verða færðar.

Við höfum einnig útbúið kladda fyrir innheimtubréf þar sem hægt er að endurprenta viðvörun. Undir „Val kerfiseininga“ er hægt að afvirkja vexti og gjöld þar sem kerfiseiningin er orðin stærri og viðameiri. Kladdinn uppfærist í hvert skipti sem þú sendir eða prentar innheimtuviðvörun.

Þrír nýir reitir eru nú á afhendingarstöðum á pöntunum og reikningum: Afhendingartengiliður, Sími og Tölvupóstur.

Þegar Uniconta skrifar pdf reikning í fyrsta skipti vistast pdf skjalið á gagnaþjóni og birting eða sending reiknings vísar nú alltaf til þessarar frumútgáfu reiknings. Í reikningatölfu eru nú tveir hnappar í tækjaslá til að birta reikning: „Birta frumrit reiknings“ og „Birta reikning“.

„Birta reikning” hefur sömu virkni og áður, sækir gögn af þjóni og endurskapar pdf skjalið. Þetta skjal vistast hins vegar ekki í grunni. Ef upplýsingum á reikningi er breytt eftir að frumrit er keyrt þarf að nota þessa aðgerð til að útbúa nýtt pdf skjal og senda það handvirkt. Með þessu tryggjum við að frumrit sé varðveitt í sinni upprunalegu mynd.

Við sendingu á rafrænum reikningum fær móttakandi þar hlekk á pdf reikninginn í Uniconta. Þannig er hægt að tryggja að upplýsingar sem eru ekki hluti af staðli fyrir rafræna reikninga berist nú til kaupanda.

Þetta getur átt við samtölur á tímaskýrslum, strikamerki eða annað sem þú vilt að kaupandi geti séð.

 • Í tilboði er nú hægt að tilgreina „Tengilið“ eins og í sölupöntun
 • Þegar tilboði er breytt í pöntun er hægt að fara beint í pantanalínur
 • Ekki er lengur hægt að eyða eða breyta vörunúmeri á sölu- og innkaupapöntun sem hefur verið afhent.
indholdsikoner_u-bg_Indkoeb

Innkaup og Birgðir

Í tolla- og gjaldauppsetningu er nýr möguleiki „Fella inn í kostnaðarverð“. Ef þetta er valið færist gjald hverrar innkaupalínu inn í kostnaðarverð vörunnar og eignfærist við bókun.

Ef mörg innkaupagjöld eru á sama vörunúmeri má nú bóka hvert gjald á sérstakan bókhaldslykil. Áður voru bókuðust öll gjöldin á sama lykil. Á reikningslínum lánardrottna er nýr reitur „Innkaupagjöld“ sem sýnir hvaða innkaupagjöld hafa verið bókuð.

Þegar innkaupareikningur er bókaður má í sprettivalmynd velja hvaða fylgiskjal í innhólfinu á að tengjast fjárhagsfærslunni.

Þetta auðveldar vinnslur þar sem að mörg fylgiskjöl í innhólfinu tengjast sömu innkaupum.

Logistics icon

Birgðir og Vörustjórnun

Ný aðgerð við birtingu gjalda er „Aðeins einu sinni (samtala)“. Ef þessi birting er valin leggur Uniconta saman gjöld af sömu tegund fyrir allar vörur og birtir þau sem eina línu neðst á reikningi.

Í verðlistavalmynd viðskiptavina eru nú komið „Greiðslugjald reiknings“. Það má að nota til að bæta ýmsum gjöldum eins og seðil-, sendingar og tilkynningargjöldum neðst á sölureikninga. Einnig má nota sömu virkni til að gefa afslætti með því að setja upp neikvætt gjald. Gjaldið getur verið föst upphæð eða hlutfall af upphæð reiknings.

Nota má vörunúmer í stað fjárhagslykils og þá stýrir bókunarstýring vöruflokks fjárhagsfærslu.

Tveir möguleikar eru nú á innlestri talningarlista.

Gamla „Flytja inn“ leiðin byggir á því að þú hafir flutt út gögnin, lokað skjámyndinni og opnað aftur og viljir nú lesa inn töfluna með þeim breytingum sem hafa orðið.

Nýja leiðin „Uppfæra talið“ les aðeins dálkinn „Talið“ í skjámyndina. Skráin sem þú flytur inn þarf þá eingöngu að innihalda dálkana „Vörunúmer“ og „Talið“ (auk Vöruhúss og Staðsetningar ef við á). Efsta línan í innlestrarskránni þarf að innihalda dálkaheiti.

Endurreikningur kostnaðarverðs endurreiknar kostnaðarverð úttekta af vöruhúsi á meðan allar innlagnir eru á föstu kostnaðarverði. Þetta getur skapað vandamál við uppfærslu kostnaðarverðs á kreditreikningum. Undir Viðskiptavinir/Skýrslur/Reikningar og Reikningslínur má nú leiðrétta kostnaðarvirði línu á kreditreikningi. Ef kostnaðarvirði er breytt uppfærist það samtímis í fjárhag og birgðum. Einnig má nú breyta kostnaðarvirði á innkaupareikningslínum.

Í birgðastöðuskýrslunni er hægt að keyra birgðastöðu fyrir hvert vöruhús og staðsetningu.

 • GLN númer birtast nú í töflunni „Fyrri aðsetur”
 • Nýjar einingar í birgðum: „Hálft ár“, „Röð“, Tomma“ og „Fet“
 • Nýr reitur í vörulista „Tiltækt til frátektar”
 • Hægt að setja birgðabókarlínur „Á bið“
 • Hægt er að breyta kostnaðarverði við birgðaflutning
 • Innkaupareikningur hefur nú tilvísun í stafrænt fylgiskjal sem er tengt við innkaupapöntun
 • Tölvupóstreitir hafa nú 200 bil og hægt að setja inn mörg póstföng aðskilin með semíkommu
 • Bókunarlykill“ sem er skráður í pantanalínur færist nú á reikningslínur
indholdsikoner_u-bg_Projekt

Verkbókhald

Stefnan er að hægt sé að gera verkáætlanir, tilboð og frátektir á vörum fyrir verk í gegnum verkáætlunarkerfið.

Þessari skjámynd svipar til endurpöntunarlista í birgðum. Hér má draga vörur inn á verk, stofna innkaupa- og framleiðslupantanir og hafa fullkomna yfirsýn yfir vörustjórnun vegna verkbókhalds.

Við höfum útbúið skjámynd með verktré sem hentar til að stilla upp útreikningum og tilboðum í verk. Engin takmörk eru á því hversu djúpt verktréð getur verið. Fyrst útbúum við hausfærslu sem birtir þá samtölu þeirra liða sem undir hana falla. Ef hausfærsla er óvirkjuð þá óvirkjast allar línur sem henni tilheyra.

Nú er hægt að útbúa tilboð í verk úr verkáætlunarlínum.

Þegar „verk í vinnslu“ er reikningsfært bakfærast „verk í vinnslu“ færslurnar í fjárhag. Nú má tilgreina aðra bókhaldslykla fyrir bakfærsluna undir Verkflokki. Ef þessir lyklar eru ekki skilgreindir þá bakfærist „verk í vinnslu“ á sömu lykla og áður.

Hægt er að setja upp lykla fyrir verk í vinnslu á verktegundir. Ef ekkert er valið notar kerfið lyklana sem eru tilgreindir á verkflokki.

 • • Hægt er að tengja „Verðlista” við hvert verk eins og í sölupöntunum
 • • Tveir nýir reitir í Verk „Stofnað þann” og „Tengiliður” eins og í pöntunum
 • Texti úr tímaskráningu er nú afritaður til samræmist við skráningu aksturs
uniconta_ikoner_u-bg_fabrik

Framleiðsla

Taflan „Tilbúnar vörur“ hefur nú reitinn „Framleiðsla stofnuð“ sem sýnir hvenær framleiðslan var stofnuð.

 • Tilbúnar vörur hafa einnig reitina: „Fjöldi lína” og „Virði”
 • Framleiðslupantanir hafa nú „Dags tilbúið” sem færist við hlutabókun framleiðslu
uniconta_ikoner_u-bg_tandhjul

Almennt

Mikið af stofngögnum eru merkt „Lokuð“ og margir óskað eftir því að ekki sé hægt að velja lokaða lykla. Færslur merktar „Lokað“ birtast ekki lengur í listum en hægt að slá inn lokaðan lykil. Þannig er hægt að gera tilboð til viðskiptavinar sem er lokaður, en lokaður viðskiptavinur birtist ekki í fellilista viðskiptavina.

Notendaréttindi í töflum

Í aðgangsstýringum notenda undir Fyrirtæki mitt er nú hægt að stýra aðgangi notanda niður á einstakar töflur. Ef aðgangsstýring notenda er sett upp með þessum hætti hefur hún forgang yfir almennu aðgangsstýringuna niður á kerfiseiningar.

Notendaréttindi fyrir aðgerðir

lestar aðgerðir sem eru gerðir í Uniconta eru sendar frá biðlara yfir á gagnaþjón til vinnslu. Nú er hægt að loka aðgangi notanda að tilgreindum aðgerðum. Þannig má t.d. loka fyrir að notandi geti bókað fjárhagsdagbók eða bókað framleiðslu tilbúna.

Notendaréttindi eftir hlutverkum

Í hlutverkamiðstöð hefur hingað til verið hægt að tilgreina þær skjámyndir sem notandahlutverk hefur aðgang að. Þessi aðgangsstýring hefur nú verið útvíkkuð með sömu nýjungum og aðgangsstýring notenda. Skilgreina má hlutverk með tilgreindum töfluréttindum og aðgerðum sem má eða má ekki gera.

Hver notandi er síðan tengdur við eitt eða fleiri hlutverk. Hlutverkin innihalda nú aðgangsstýringu niður á töflu og aðgerðir.

Síun í skjámyndum

Ef gagnaþjónssíun er virk í töflu (trekt í valmyndinni) birtist sían nú með frábrugðnum lit. Ef þú hefur vistað tiltekið snið með gagnaþjónsíu og hleður sniðun skiptar sían einnig um lit.

Síun – Valið gildi

Í netþjónasíunni okkar er tákn með trekt fyrir hverja línu. Ef þú smellir á trektina birtir Uniconta fellilistann sem við þekkjum úr „Nálinni“ (sem er í raun líka trekt) í dálkafyrirsögnum og þú getur valið gildin sem þú vilt sía eftir.

Síun í staðalsniðmáti

Undanfarið höfum við ekki vistað gagnaþjónssíur í stöðluðu sniði þar notendur gleymdu gjarnan að þeir hefðu vistað snið með síun og óskuðu eftir þjónustu þar sem gögn voru „horfin“. Nú hefur aftur verið opnað fyrir vistun gagnaþjónssíu í staðalsniði en virkja þarf þetta sérstaklega í stillingum notenda.

Ný valmynd undir Fyrirtæki er til að vista skjöl fyrirtækis. Þar má stofna mismunandi möppur fyrir mismunandi skjalaflokka. T.d. „Stjórnarfundargerðir“, „opinber bréf“, „Samningar“ o.s.frv.

Uniconta uppfærsla 90 keyrir sömu útgáfu DevExpress og uppfærsla 89. 21.2.7.

Tveimur nýjum aðferðum hefur verið bætt við CrudAPI. Insert(), sem tekur master og details. Þannig er t.d. hægt að setja inn pöntun og pantanalínur í einu kalli þar sem þjóninn sjálfur kallar SetMaster() á línur þegar Master hefur verið settur inn.

„Create invoice“ skila nú „InvoiceGuid“ svo þú getur sent slóð reikning til viðskiptavinar, eins og við þekkjum frá hreyfingayfirliti viðskiptavina.

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar