Opin samþætting og velþróuð verkfærakista

Uniconta er hannað til að lagast að þínum þörfum
og restina af upplýsingatækni umhverfinu þínu.

Frá aðgangstjórnun til skýrsluhönnunar, þróunar kerfisviðbóta sem og tengdra lausna.

Forrit Erik Damgaard hafa alltaf einkennst af vel þróuðum verkfærakistum. Uniconta er engin undantekning.
Þess vegna geta viðskiptavinir notið góðs af viðbótar- og samþættingarlausnum sem samstarfsaðilar okkar bjóða upp á í Uniconta. Það er meginregla okkar að við þróum staðlaða fjármálalausn, vegna þess að við erum góðir í henni. Síðan látum við það undir samstarfsaðila okkar að bjóða lausnir í kringum Uniconta sem eru aðlagaðar að einstökum atvinnugreinum, starfssvæðum og sérlausnum.

Sérsniðin valkostur með Uniconta

Skýrsluhönnuður (Report Generator)

Uniconta inniheldur mikið magn af skýrslum. Ef þú þarft sérstækar skýrslur getur þú með einföldum hætti stofnað þær í skýrsluhönnuðarforriti Uniconta - Report Generator.

Nú er hægt að láta skýrsluhönnuðinn stofna hvaða skýrslu sem er, eins og þú getur nú gert í gegnum viðbótina, búið til þinn eigin C # klasa með gögnum og látið síðan skýrsluhönnuðinn nota þennan klasa til að gera skýrsluna.

Lesa meira: Sérsniðnar skýrslugerðir

Hver hefur aðgang að gögnunum mínum?

Hafðu stjórn á því hver hefur aðgang að þínum gögnum með því að stjórna aðgangi endurskoðanda, þjónustuaðila og starfsmanna. Aðgangsstýringu notenda hefur aðgang að skilgreindum kerfseiningum í fyrirtækinu. Þetta tekur til endurskoðanda, þjónustuaðila og þjónustudeildar Uniconta.

Uniconta kerfisviðbætur

Uniconta Plugin er snjöll leið til að útfæra nýja virkni í Uniconta. Í stað þess að smíða hugbúnað útbúa notendur DLL. Uniconta hleður svo þessu DLL og keyrir. Þar sem að Uniconta notar einnig Uniconta API og notandinn er innskráður keyrir DLL á sama session.

Uniconta API

Uniconta API er fullkomið API til að samþætta eða þróa lausnir sem vinna með Uniconta. Hægt er að skrifa lítil forrit sem keyra á Uniconta grunninum Innlestrartólið okkar er gott dæmi um slíka lausn þar sem að notendur fá aukinn sveigjanleika. Þjónustuaðilar okkar geta hjálpað þér af stað með Uniconta API.

Sérskriftir

Öll forrit sem þú setur í tækjaslána keyra áfram þó skipt sé á milli fyrirtækja. Þannig virkjast kóðinn í hverju fyrirtæki við innskráningu.

Aðrar aðgerðir

 • Möguleiki á að velja reiti frá fleiri töflum í formi
 • Hægt er að birta heimilisfang í Google Maps
 • Sjálfvirk númering viðskiptavina, lánardrottna, vara, verka og eigin taflna
 • Meðhöndlar margar skjalategundir í viðhengjum og stafrænum viðhengjum
 • Sameining afmarkaðra gilda í formum
 • Læsa einum eða fleirum dálkum í formum
 • Bein uppfletting á erlendum CVR númerum
 • Sniðmát hafa reitinn „sjálfgefið“ þannig að ef þú bætir við skjámynd er hann fylltur út með sjálfgefinni uppsetningu
  Skjámyndin er vistuð sjálfkrafa þegar henni er lokað
 • Sýnir alla reiti í sér lista
 • Afrita/líma með uppfærslu annaðhvort línu fyrir línu eða með lyklum
 • Hægt er að samnýta sérsniðnar skrár til annarra fyrirtækja
 • Sending tölvupósts getur valið á milli tveggja sjálfgefinna veitna: Microsoft og emailManager.com
 • Uniconta getur keyrt í mörgum gluggum
 • Uniconta prentar gögn úr veltitöflum
 • Flýtilyklar í öllum skjámyndum
 • Ítarlega töflusíun í öllum töfluvalmyndum
 • ’Data aware export’ þegar veltitölfur er færðar í Excel. Þannig er mörg skjöl gagnvirk í Excel
 • Hægt að bæta fleiri reitum í veltitöflur Þannig er hægt að stofna fjölda vídda
 • Margar töflur eru með „viðhengi“. T.d. verðlistar Þannig má hengja verðlista birgja sem viðhengi á ný verð í verðlista
 • Senda tölvupóst frá starfsmanni
 • Gengi gjaldmiðla vistast með 5 aukastöfum
 • Tilkynningar um birgðabreytingar
 • Viðhengi opna vefsíðu
 • „Frumbreytur“ á eigin valmyndaratriðum
 • Hannaðu þína eigin aðalvalmynd
 • Nú er hægt að stækka og minnka listamyndir með því að halda niðri Ctrl takkanum og nota síðan hjólið á músinni
 • Stjörnu hefur verið bætt við efstu stikuna sem inniheldur eigin valmyndir notandans. Ef þú ert í valmyndaratriði í aðalvalmyndinni geturðu hægrismellt og valið „bæta við uppáhalds“. Í verkfæravalmyndinni, undir „Valmynd“ geturðu breytt uppáhaldsvalmyndinni og búið til undirvalmyndir. Uppáhaldsvalmyndin er vistuð fyrir hvern notanda og er sú sama í öllum fyrirtækjum
 • Sérsniðnir reitir hafa marglínu stuðning
 • Sérsniðnar töflur er hægt að nota sem undirtöflur
 • Sjálfgefin gildi fyrir reiti og svarglugga
 • Skilgreining á breidd í „mínum reitum“ Ef textinn er of langur myndast ný lína.
 • Þegar þú býrð til sérsniðinn reit geturðu kveikt á „fjölval“. Síðan er hægt að úthluta reitnum fleiri gildum af listanum, eins og þú þekkir það af áhugamál og vöru í CRM einingunni
 • Hraði leitar í SQL fer eftir því hvort reitur er með index eða ekki. Við höfum nú stofnað nýja undirliggjandi SQL töflu fyrir sérsniðnar töflur, þar sem við höfum fyrirfram skilgreindan reit – „Dagsetning“, sem er innifalinn í indexnum. Þegar þú býrð til sérsniðna töflu geturðu valið „Grunntöflutegund“, og hér höfum við „Sjálfgefið“ og „Færsla“. „Færsla“ er sú nýja sem hefur index á „MasterRow, Dagsetning“. Ef þú ert nú þegar með töflu með gögnum sem eru „Sjálfgefið“ og vilt skipta yfir í „Færsla“, þá verður þú að flytja út gögnin þín, eyða öllum línum, breyta töflugerðinni og flytja síðan inn aftur
 • Venjulega er sérsniðin reitur af gerðinni „bool“ gátmerki. Nú er hægt að setja inn tvo texta í staðinn. Þetta er gert með því að slá textann í reitinn „Snið“, t.d. Nei;Já, Svart;Hvítt, Byrja/Enda, Hafnað;Samþykkt o.s.frv.
 • Það er komin röðun á eigin reitum. Í töfluvalmyndum birtast þeir þá í réttri röð í „spjöldum“ birtast þeir í réttri röð undir viðkomandi flokki. Birta í töfluvalmynd“ hefur verið bætt við. Ef slökkt er á því birtist reiturinn ekki í töfluvalmynd heldur eingöngu á spjaldi.
 • Sía virkar undir hverjum dálki, þannig að undir hverjum dálki er hægt að búa til röð ítarlegra sía með> < , , !=, > =, = = <
 • „Skilyrt snið“ á reitum og línum
 • Word skrár er hægt að búa til frá skjánum annað hvort beint eða með því að afrita / líma í Word
 • Reitaval fyrir snið hefur lista sem sýnir valið og ekki valið
 • Í sniði/ „samsettur reitur“ er hægt að sækja reiti úr fyrirtækjaskránni
 • Hægt er að breyta nöfnum titla fyrir einstök fyrirtæki í Verkfæri. Ef nafn titils er til í Uniconta er nýja nafnið notað. Þannig getur notandi breytt nöfnum titla án vandkvæða Nöfnin eru lesin í gegnum API í ’Open company’ og því hægt að nota þau í API forritun
 • Hægt er að útbúa „blokk“ í aðalvalmynd Blokk. Það er eins og „Fjárhagur“ og „Birgðir“
 • Þú getur haft nokkra gagnagjafa/skrár í sömu skýrslu í skýrsluhönnuðinum. Á við um skýrslurnar þar sem hægt er að velja skrár
 • Þú getur valið hvort eigi að útbúa skýrslu með stofngögnum þó engar færslur séu skráðar. Á SQL máli þýðir „inner join“ að grunngögn eru ekki sótt ef engar færslur eru til staðar. ‘Outer join’ leyfir þér hins vegar útbúa skýrslu þó engar færslur séu skráðar.
 • Tungumál í eigin skýrslum
 • Nota @labels í eigin skýrslum
 • Innflutningstólið hefur val á dagsetningarsniðinu í kommaskránni
 • Í verkfærum má velja að flytja aðeins út reiti sem hægt er að lesa inn aftur
 • Við innlestur reikninga má skilgreina árafjölda
 • Innflutningstólið getur þekkt SKR, NKR og DKR sem gjaldmiðil og breytt þeim í SEK, NOK og DKK
 • Innflutningsverkfærið getur flutt inn þýska e-conomic
 • Hægt er að stilla DLL samstarfsaðila til að eiga aðeins við tiltekið fyrirtæki
 • Forskrift í skjámyndum
 • API aðgerð til að búa til PDF skrár af öllum skjölum
 • Global Script: Ef þú býrð til skrift í aðalvalmyndastýringunni verður það keyrt í hvert skipti sem þú skiptir um fyrirtæki
 • Deila kerfisviðbót með mörgum fyrirtækjum
 • Nota C# í gagnastjórnun

Viltu vita meira?

Ef þú vilt meiri upplýsingar um Uniconta og hvernig þú skiptir yfir, hafðu samband við okkur.
Við svörum um hæl.

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar