Uniconta Assistant App

Uniconta Assistant tryggir skilvirka stjórnun verka og fylgiskjala, svo þú getur þjónað viðskiptavinum þínum á ferðinni.

Uniconta Assistant App

Uniconta Assistant tryggir skilvirka stjórnun verka og fylgiskjala, svo þú getur þjónað viðskiptavinum þínum á ferðinni.

Fullur aðgangur að viðskiptavinum og birgjum í farsímanum

Með Uniconta Assistant hefurðu fullan aðgang að viðskiptavinum þínum og birgjum úr símanum. Hægt er að lagfæra og stofna viðskiptamenn og lánardrottna, stofna reikninga og sölupantanir og færa inn viðhengi og athugasemdir við viðskiptamenn, pantanir og lánardrottna.

Stjórnun stafrænna fylgiskjala

Einnig er hægt að nota Uniconta Assistant fyrir stafræn fylgiskjöl þar sem hægt er að senda fylgiskjöl til samþykktar. Einnig má bæta við víddum, samþykkja fylgiskjöl með eða án athugasemda, hafna, setja á bið eða færa á annan samþykkjanda.

ERP kerfiseiningar Uniconta app

Allt skráist samstundis í Uniconta. Ef þú ert ekki með netaðgang færast skráningar í Uniconta um leið og þú tengist aftur netinu.

Verkskráning í símann

Uniconta Assistant veitir aðgang að skráningum í Uniconta fyrir alla sem vinna að verkum og/eða skrá fylgiskjöl sín við framkvæmd vinnu sinnar.

Forritið Uniconta Assistant býður upp á margs konar aðgerðir sem starfsmenn þurfa að nota. Hægt er að skrá vörunotkun, tíma, akstur og viðhengi/kostnað á verk, sem og möguleika á að setja athugasemdir við verk.

Start/stop

Forritið býður upp á Start/Stop virkni þar sem eitt eða fleiri verk eru ræst og stöðvuð sjálfstætt. Þetta þýðir að símtöl, akstur og tímanotkun má telja með því að ýta á Start/Stop. Þetta gerir skráningu auðvelda og skilvirka.
Eftir að allt er bókað í Uniconta, má reikningsfæra kostnað, akstur, tíma og efnisnotkun til viðskiptavinar í gegnum Uniconta. Fyrir reikningsfærslu má yfirfara og aðlaga, magn, verð og vörur og bæta við reikningslínum.

Skilyrði!
Uniconta Assistant gerir ráð fyrir að þú hafir virkan Uniconta notanda í áskrift.

Uniconta Upload er hins vegar forrit sem þarfnast ekki sérstakrar innskráningar, en getur verið notað af hverjum sem er. Forritið er aðeins notað við meðhöndlun stafrænna fylgiskjala, þar á meðal til að hlaða skjölum í Uniconta Stafræn fylgiskjöl, Innhólf. Lesa meira hér.

Eftirfarandi er hægt að skrá með aðstoð Uniconta Assistant

Klukkustundir og kílómetrar

Dagsetningar, Athugasemdir, Magn,
Verk, Tegund og
Verkefni

Efni

Dagsetningar, Athugasemdir, Magn, Vörur, Lánardrottnar, Verk,
Tegund og Verkefni

Útgjöld og útlagðan kostnað

Dagsetning, Athugasemd, Magn, Verk, Gerð, Verkefni og Myndir

Athugasemdir og viðhengi

Hægt er að hengja við skrár sem tengjast Verkum, Viðskiptavinum og Lánardrottnum

Uniconta Assistant er hægt að sækja á Google Play og Apple Store

Sækja á Google Play

Sækja á Apple Store

Langar þig að fá Uniconta í símann?

Ef þú vilt vita meira um Uniconta, hvernig þú getur látið Uniconta vinna fyrir þig, vinsamlegast hafðu samband við okkur.
Við svörum um hæl.

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar