Heildaryfirsýn eignasafns þíns

Auðvelt er að fylgjast með og stjórna eignum í gegnum
allan lífsferil þeirra með eignakerfiseiningu Uniconta

Uniconta eignakerfið er hannað til að veita fyrirtækjum yfirsýn yfir fastafjármuni og auðvelda utanumhald og stýringu fastafjármuna yfir líftíma þeirra.

Eignakerfið er samþáttað við fjárhagsdagbækur eignir uppfærast sjálfkrafa með með kaupvirði, rmatsbreytingum, afskriftum og söluvirði þegar þær eru bókaðar í dagbók.

Þegar fastafjármunir eru seldir býr Uniconta til færslurnar í dagbók sem síðan er hægt að bóka.

Þú getur stofnað afskriftir beint úr yfirlitinu, og þannig forðast að gera það handvirkt á hverri eign fyrir sig.

Í færslubókina er hægt að færa beint inn hvaða eign og tegund eignafærslna er verið að eiga við. Þegar innkaup eru bókuð uppfærist listinn í eignakerfinu sjálfkrafa þannig að það er alltaf uppfært yfirlit yfir færslur,

Heildaryfirlit yfir eignir með kaupdegi og virði, afskriftum, bókfærðu verði, hrakvirði, líftíma, afskriftaraðferðum og eignaflokkum

Í eignaspjaldinu er hægt að setja upp mismunandi vátryggingarupplýsingar fyrir hverja eign. Ef vátryggingavirði er fært inn er hægt að sjá samtölu vátrygginga allra eigna neðst á listanum.

Í eignakerfinu er hægt að búa til skrá fyrir tiltekið tímabil. Í þessu yfirliti er hægt að skoða eignir fyrir valið tímabil, upphafsgildi, innhreyfingu, úthreyfingu, afskriftagrunn, bókfærðar afskriftir, hrakvirði og bókfært virði.

5 kostir Uniconta eignakerfis

Losaðu þig við Excel skjölin og upplifðu kosti Uniconta eignakerfisins. Hér færð þú yfirlit yfir eignir og vátryggingar, sjálfvirka útreikninga á afskriftum og eignauppgjör.

Skoða myndbönd: Uniconta myndbandasafn

Viltu vita meira?

Ef þú vilt vita meira um eignakerfi Uniconta, vinsamlegast hafðu samband við okkur.
Við svörum um hæl.

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar