Árangursrík vöru- og birgðastýring
Skilvirk stjórnun birgða og uppskrifta
Vörustjórnunarkerfið í Uniconta er öflug viðbót við Fjárhags- og Birgðakerfi og býður upp á fjölda möguleika. Hægt er að virkja þessa möguleika eftir þörfum rekstrarins hverju sinni.
Með Vörustýringu nærðu fullri stjórn á birgðum og getur m.a. haldið utan um lotur og reiknað raunvirði innkaupa og sölu.
Fimm kostir við Uniconta Vörustjórnun
- Uppskriftir (BOM)
Vörustjórnun má nota til að útbúa uppskriftir (BOM) og framleiðsluuppskriftir. Uppskriftir má nota til að bæta gjöldum, eins og áfengisgjaldi, á vöru.
Þegar uppskrift er bókuð færast vörur og forðar sem uppskriftin inniheldur út af lager. Framleiðslupantanir og framleiðsluuppskriftir eru hluti af framleiðslukerfi Uniconta.
- Lotu- og raðnúmer
Birgðir má sjá og geyma í vöruhúsum og á staðsetningum, á afbrigðum sem og raðnúmerum og lotunúmerum.
Stýring á lotunúmerum á vel við um t.d. matvörur sem hafa tiltekna gildislokadagssetningu með athugasemdum.
Stýring á raðnúmerum henta svo vel til að halda utan um dýrar vörur sem gætu þurft ábyrgðarþjónustu.
- Vöruspjaldið
Ef stofnuð er uppskrift er innihald uppskriftar sett upp í gegnum vöruspjaldið.
Hvert vöruspjald birtir birgðastöðu, tungumál og lengda vörulýsingu, verðlista sem eru virkir, lotu- og raðnúmer, afbrigði og birgðir til ráðstöfunar.
Tölfræði vöru og viðskiptavinar má nálgast í vöruspjaldinu, þ.e. hver hefur keypt vöruna og hverjar tekjur, framlegð og framlegðarhlutfall eru. Einnig má sjá birgja vörunnar og hversu margar einingar voru keyptar af hverjum birgja.
Umreikningur eininga
Hægt er að kaupa og selja í valkvæðum einingum í tengslum við eininguna sem birgðirnar eru reiknuð út í. Fyrst þarf að setja upp flokk eða klasa fyrir umreikning. Undir flokkinn færir þú svo inn línur þar sem stuðlar umreiknings eru tilgreindir.
Ekki þarf að slá inn umreikning á milli rúmfræðilegra eininga eins og metra og sentimetra þar sem að þessi hlutfall eru til í kerfinu. Aðeins þarf að setja upp stuðla til að reikna t.d. á milli kassa og eininga. Einnig er hægt að tilgreina sjálfgefna sölu- og innkaupaeiningu á vöruspjaldinu.
Einnig má skilgreina einingar í verðlistum undir Birgðir/Viðhald Þegar reikningur er bókaður birtast allar reikningslínur með þeirri einingu sem skráð er í vöruspjaldi. Þegar reikningur er endurprentaður endurreiknar Uniconta út frá einingakóða og birtir sölu- eða innkaupsverð á reikningnum. Þannig eru engar breytingar á birgðaskýrslum þar sem allt magn er tilgreint í grunneiningu vörunnar.
Tolla- og vörugjaldakerfi
Vörugjöld má reikna sem „Fasta fjárhæð“, ,“Upphæð á einingu“, „Hlutfall af kostnaðarvirði“ eða sem „Hlutfall af nettóupphæð“. Síðan er settur inn þáttur sem fer eftir vali annaðhvort upphæð eða prósentu.
Gjöldin eru sett upp í gjaldflokka sem síðan má tengja við vöru. Þú getur ákveðið hvernig gjaldið birtist á reikningnum.
Það eru 3 möguleikar:
- ”Pöntunarlína” stofnar nýja pantanlínu sem birtir vörugjaldið.
- ”Innif. í einingarverði” hækkar einingaverðið um „Stuðul“ en bókar það ekki sem tekjur. Þrátt fyrir einingaverðið sé hækkað um í bókast vörugjaldið sérstaklega. Salan er bókuð eins og hún væri án gjald og gjaldið er bókað á sérstakan „Gjaldalykil“ og „Mótlykil
- ”Fela” þýðir að gjaldið hefur áhrif á fjárhag en ekki á sölureikning. Þessu svipar til þess að nota „Innif. í einingarverði“ aðferðina nema að viðskiptavinurinn greiðir ekki gjaldið. Það mun ekki breyta neinu á reikningnum.
Fitness Heildsala hefur hagrætt í sínum rekstri
Fitness Heildsala hefur sparað mikinn tíma og eyðir sínum tíma á skilvirkari hátt í að hagræða í rekstrinum
Horfa á fleiri myndbönd: Uniconta myndbandasafn
Lesa meira um Vörustjórnun
Vörulýsingar
Vörulýsing í Uniconta getur verið að allt að 60 stafir. Ef þú þarft lengri vörulýsingu eða vörulýsingu á erlendu tungumáli þarftu að virkja vörustjórnun í Uniconta og nota vörunafnaflokk. Í vörunafnaflokki getur þú sett upp vörulýsingu sem er allt að 1.000 stafa löng.
Verðlistar viðskiptavina
- Settu upp verðlista viðskiptavina og tengdu við afslætti og tilboðsverð.
- Verð eru notuð í sölupöntunum og sölureikningum
Verðlistar lánardrottna
- Settu upp verðlista lánardrottna og tengdu við afslætti
- Verðin eru notuð í innkaupapöntunum sem ráðlagt innkaupsverð.
EAN (strikamerki) á verðlistum
- Verðlistar innihalda strikamerki. Þegar strikamerki er fært inn í pantanalínu, tilboð og innkaupapantanir leitar Uniconta að strikamerki vörunnar og leitar svo í verðlista. Ef strikamerki finnst færir Uniconta inn vörunúmer, verð, upphæð og afslátt úr verðlistanum. Sama vara getur því haft mörg strikamerki.
Vörunúmer viðskiptavina
- Vörunúmer viðskiptavina má skrá undir vörunafnaflokkum.
- Vörunúmer viðskiptavina má birta á skjölum eins og tilboðum og reikningum
- Vöruheiti getur nú verið 150 bókstafir
- Fjöldi birgja og EAN númer á hvert vörunúmer
Vörustjórnun
- Virkja má Vörustjórnun ef þú vilt nákvæmt yfirlit yfir stöðu birgða
- Birgðayfirlit yfir vöruna – raunbirgðir, frátekið, pantað, fáanlegt, til staðar fyrir pöntun
- Vörustýring sýnir magn til ráðstöfunar, frátektir, pantað magn og sent magn
- Birgðafærsla í gegnum birgðabók inniheldur nú færslu á milli vídda
- Uppskriftir með afsláttum í pantanalínum
- Lyklar fyrir rýrnun og úreldingu er kerfislyklar í fjárhag sem einnig má stýra í gegnum vöruflokka
- Hægt er að lesa talningarlista út sem .csv og opna í Excel.
- Hægt er að leita að vörum eftir strikamerki (EAN) í talningalista
- Hægt er að setja viðhengi við línur í uppskriftum
- Uppskriftir innihalda reit ’Birta á tiltektarseðli’
- Þyngd, Ummál og Pakkningar má nú færa inn í uppskrift
- Útvíkkun uppskrifta
- Hægt er að bæta við bæði tveimur vöruhúsum og/eða tveimur staðsetningum
- Þegar slegið er í pöntunarlínur er valið að tengja lotu, hægt að sjá öll vöruhús þar sem lotan er staðsett og síðan valið vöruhúsið sem á að nota
- Hægt er að hengja ljósmynd við afbrigðið í gegnum upplýsingar um afbrigði. Ef aðalvaran er ekki með mynd, þá kannar Uniconta ekki hvort afbrigðið hafi mynd
- Í verðlista er gátmerki sem ákvarðar hvort Uniconta eigi að leita í afsláttarflokkum fyrir vöruflokk
- Þarfagreining í birgðum getur séð „Per Vöruhús“, eins og hægt er á endurpöntunarlistanum.
- Í uppsetningunni er hægt að ákveða hvort neikvæðar birgðir eigi aðeins að virka á vörunúmer eða á vörunúmer/vöruhús. Neikvæðar birgðir eru nú einnig skoðaðar frá birgðabókinni. Það hefur því verið uppsetning á dagbók þar sem hægt er að slökkva á því hvort athugað sé fyrir neikvæðar birgðir fyrir viðkomandi dagbók.
Allar vörur
- Vörustjórnun má virkja fyrir einstakar vörur eða allar í einu
- Ef „Allar vörur“ eru valdar virkjast vörustjórnun fyrir allar vörur af gerðinni „Vara“
- Vörur af gerðinni „Forði“ nota ekki vörustjórnun
- 4 vörutegundir: Vara, Þjónusta, uppskrift og framleiðsluuppskrift
- Birgðastig fyrir stýringu innkaupa og sölu – lágmark, hámark, innkaupamagn og sölumagn
- Gjaldaflokkur á vöruflokkinn
- Verðlisti notar allt að 5 afbrigði
- Verðlistar geta verið með sérsniðna reiti
- Afhendingardagsetning í frátektum
- Afmörkun á endurpöntunarlistanum
- Á pöntunarlínunum er hægt að slá inn í leitarreit þar sem þú getur slegið inn vörunúmer viðskiptavinarins. Síðan leitar Uniconta í „vörunafnaflokknum“ til að finna þetta vörunúmer sem vörunúmer viðskiptavinarins
- Möguleiki á að gjald komi aðeins fram einu sinni í pöntuninni, jafnvel þó að nokkrar vörur hafi þetta gjald
- Velja birgðafærslur
Vöruhús
- Hægt að stækka með Vöruhúsi og annarri Staðsetningu, þannig að það er algjör stjórnun á því hvar varan er staðsett.
- Vörustjórnun er hægt að nota fyrir „Vöruhús“ t.d. verslun eða verkstæði og eftir t.d. borg og landi, bifreiðum o.s.frv.
- Vöruhús og staðsetning á Uppskriftum
- Staðsetning starfsmanns vöruhúss er sjálfkrafa lagt til þegar pöntun er stofnuð
- Breyting á Vöruhús/Staðsetningu birgðafærslna er hægt að gera fyrir lista yfir færslur
- Hægt er að uppfæra kostnaðarverð á Verkfærslum. Endurreikning er hægt að gera fyrir hvert Vöruhús, Vöruhús/Staðsetning eða eingöngu á vörunúmeri.
Staðsetning
- Staðsetning er viðbót við vöruhús sem skilgreinir t.d. gang, hillu eða tiltekið svæði innan vöruhúss
Vöruafbrigði
- Allt að 5 afbrigði á birgðum
- Afbrigði – Staðlað afbrigði fyrir afbrigðastýringu t.d. stærð og lit
- Vörustjórnun vöruvíddasamsetninga – hámark 5 afbrigði
- Hægt er að skrá strikamerki og kostnaðarverð á afbrigði
- Hægt er að velja allar afbirgðissamsetningar með einum smelli
- Uppskriftir vöruafbrigða
Lotu- og raðnúmer
- Upplýsingar um hvort stjórna eigi rað- eða lotunúmerum
- Þegar reikningur sem er með skráð rað- eða lotunúmer mun Uniconta nú merkja sölufærsluna gagnvart merktri innkaupafærslunni og tryggja þannig að kostnaðarverð sé rétt
- Þegar rað-/lotunúmer er stofnað er hægt að færa inn „magn“. Nú er fært inn í reitinn „Upphafsmagn“. „Upphafsmagn“ er talan sem þú vilt að lotu- og raðnúmer hefjist
- Talningalisti með raðnúmerum / lotunúmerum
- Lotu- og raðnúmer verða að vera einkvæm fyrir hverja vöru
- Undirspjald fyrir lotunúmer, svo þú getir fylgst með hvort lotunúmer sé á nokkrum stöðum
- Framleiðsla hefur „gildislokadagsetningu“ sem er fluttur yfir á lotunúmerið
Skýrslur
- Birgðastaða vöru – reikningar birgðir m.v. gefna dagsetningu
- Til ráðstöfunar – birtir birgðir til ráðstöfunar eftir vöruhúsi og afbrigði
– leit í sölupöntunum – innkaupapantanalínum - Birgðir – á lager, tiltækar, fráteknar, pantaðar, í afbrigðum, í vöruhúsum
- Endurpöntunarlisti – útreikningur á innkaupatillögum miðað við sölupöntun, innkaupapöntun, uppskrift
- Endurpöntun – reiknar pantanatillögur út frá gefnum gildum
- Frátektir birgða sýna hvað er frátekið, pantað og afhent úr öllum kerfiseiningum þannig að einfalt er að glöggva sig á stöðunni
- Frátekt uppskrifta, býður upp á niðurbrot uppskrifta í endurpöntunarlista eftir innihaldi uppskriftar
- Birgðaskýrslur sem birta uppskriftir
- Uppskriftarskýrsla, svo hægt sé að fá alla uppskriftina útvíkkaða til að sjá allt sem er innifalið í henni
- Valin afbrigði – birgðir skv. afbrigðum
- Lotunúmer / raðnúmer – birgðir, sölumagn, innkaupadagur, gildisdagur
Viltu vita meira?
Ef þú vilt vita meira um skilvirka vörustjórnun með Uniconta, vinsamlegast hafðu samband við okkur.
Við svörum um hæl.