KERFISEININGAR

KERFISEININGAR | Fullkomin skýjalausn sem lagast að þínum þörfum

Hvað er UNICONTA?

UNICONTA er fullkomið bókhaldskerfi (ERP) í skýinu. Kerfið lagast að þínum þörfum og styður við stafræna verkferla.

Uniconta byggir á nýjustu tækni frá Microsoft og tengist auðveldlega öðrum hugbúnaði. Kerfið smellpassar þannig inn í skýjalausnamengi íslenskra fyrirtækja.

Uniconta má setja upp með stöðluðum hætti en fyrir stærri fyrirtæki má auðveldlega virkja kerfiseiningar sem uppfylla þarfir þeirra kröfuhörðustu. Einfalt er að bæta reitum og töflum inn í Uniconta og aðlaga skjámyndir til að auka framleiðni.

Þannig sveigist og beygist Uniconta að þínum þörfum.

Play Video

Upplýsingar um kerfiseiningar Uniconta

Aðlögun Uniconta

Uniconta kerfisviðbætur

Uniconta kerfisviðbætur (e. Plugin) er snjöll leið til þess að bæta aðgerðum inn í Uniconta. Í stað þess að hanna nýjan hugbúnað er útbúin DLL sem hægt er að keyra í Uniconta biðlaranum. Þannig má spara tíma og peninga með því að útbúa lítil forrit sem keyra staðlaðar vinnslur.

Uniconta API

Uniconta API er fullkominn skilflötur til að samþætta eða þróa lausnir sem vinna með Uniconta. Hægt er að skrifa lítil forrit sem skrá notandann inn og keyra. Innlestrartólið okkar er gott dæmi um slíka lausn þar sem að notendur fá aukinn sveigjanleika. Þjónustuaðilar okkar geta hjálpað þér af stað með Uniconta API.

Sérskriftir

Öll forrit sem þú setur í tækjaslánna keyra áfram þó skipt sé á milli fyrirtækja. Þannig virkjast kóðinn í hverju fyrirtæki við innskráningu.

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar