AÐLÖGUN

AÐLÖGUN | Uniconta lagast að þínum þörfum

Uniconta er hannað til að lagast að þínum þörfum. Frá aðgangstjórnun til skýrsluhönnunar, þróunar kerfisviðbóta sem og tengdra lausna.

Hver hefur aðgang að gögnunum?

Hafðu stjórn á því hver hefur aðgang að þínum gögnum með því að stjórna aðgangi endurskoðanda, þjónustuaðila og starfsmanna. Ef þú stofnar fyrirtæki í Uniconta ert þú eigandi og hefur fulla stjórn á því hver hefur aðgang að þínum gögnum, starfsmenn, endurskoðendur, þjónustuaðilar og þjónustudeild Uniconta.

Report Generator

Uniconta inniheldur mikið magn af skýrslum. Ef þú þarft sérstækar skýrslur getur þú með einföldum hætti útbúið þær skýrslugerðaforriti Uniconta - Report Generator.

Skýrslur með "outer join"

Þú getur valið hvort eigi að útbúa skýrslu með stofngögnum þó engar færslur séu skráðar. Á SQL máli þýðir "inner join" að grunngögn eru ekki sótt ef engar færslur eru til staðar. ‘Outer join’ leyfir þér hins vegar útbúa skýrslu þó engar færslur séu skráðar.

Uniconta Plugin, API og SCRIPT

Uniconta kerfisviðbætur

Uniconta kerfisviðbætur (e. Plugin) er snjöll leið til þess að bæta aðgerðum inn í Uniconta. Í stað þess að hanna nýjan hugbúnað er útbúin DLL sem hægt er að keyra í Uniconta biðlaranum. Þannig má spara tíma og peninga með því að útbúa lítil forrit sem keyra staðlaðar vinnslur.

Uniconta API

Uniconta API er fullkominn skilflötur til að samþætta eða þróa lausnir sem vinna með Uniconta. Hægt er að skrifa lítil forrit sem skrá notandann inn og keyra. Innlestrartólið okkar er gott dæmi um slíka lausn þar sem að notendur fá aukinn sveigjanleika. Þjónustuaðilar okkar geta hjálpað þér af stað með Uniconta API.

Sérskriftir

Öll forrit sem þú setur í tækjaslánna keyra áfram þó skipt sé á milli fyrirtækja. Þannig virkjast kóðinn í hverju fyrirtæki við innskráningu.

Aðrar aðgerðir

Þegar þú þarft að færa gögn úr Excel í gegnum valmyndina efst í hægra horninu getur þú valið að “uppfæra” gögn.

Það þýðir að nýjar línur stofnast ekki heldur eru línurnar uppfærðar með gögnunum í Excel skjalinu. Þú getur þá vistað og gögnum uppfærast úr Excel.

Hér eru tveir valmöguleikar: “Uppfæra línu fyrir línu” hentar ef þú ert með opna valmynd í Uniconta og hefur afritað allar línur yfir í Excel og gert breytingar á gögnunum þar. Þú getur svo afritað uppfærðu gögnin í valmyndina í Uniconta sem inniheldur þær línur sem þú afritaðir upphaflega í Excel. Uniconta ráðgerir að fyrsta línan í valmyndinni samsvari fyrstu línu í Excel og svo koll af kolli.

“Uppfæra eftir lykilgildum” gerir ráð fyrir að einn eða fleiri reitir séu einkvæmt kenni línu. Í aðalvalmyndum er þetta lykillinn (viðskiptavinur, vara o.s.frv.). Lykilgildin geta verið valin í öðrum valmyndum. Í dagbókum er línunúmer einkvæmt gildi og birta þarf þann dálk í dagbókinni og afrita hann yfir í Excel.

Þegar gögnin eru færð aftur í Uniconta notar kerfið þennan reit til að skilgreina hvaða gildi á að uppfæra úr Excel. Verðlistar nota nokkur lykilgildi til að ákvarða einkvæmt línunúmer (vörunúmer, vöruflokk, afsláttarflokk og magn).

 • Opna nýtt forrit með öðru fyrirtæki
 • Deila skjámyndum á milli fyrirtækja
 • Hámarksauramismunur við færslujöfnun
 • “Mínir reitir” í flestum töflum
 • XML gagnaútflutningur
 • Afritun á færslu
 • Skilaboð á reikninga þurfa að vera sjálfgefin til að birtast
 • Hægt er að velja sjálfgefna prentara í notendastillingum
 • Við gagnaútflutning má velja að flytja aðeins út reiti sem hægt er að lesa inn aftur
 • Hægt að deila “partner plugin” út á mörg fyrirtæki
 • Sending tölvupósts í gegnum eigin póstþjón
 • Gagnastjórnun með C#
 • Sami notandi getur keyrt Uniconta í mörgum gluggum samtímis

Upplýsingar um kerfiseiningar Uniconta

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!