BIRGÐIR

BIRGÐIR | Birgðastýring í Uniconta

Í Uniconta getur þú stofnað, keypt og selt vörur. Þú getur séð birgðir til ráðstöfunar eftir birgðageymslu, vöruafbrigðum og lotu- eða raðnúmerum.

Þú getur selt vöru staka eða sem hluta af uppskrift. Frátektir og birgðir til ráðstöfunar má skoða með reglubundnum hætti. Birgðakerfið færir bæði magn og kostnaðarverð á birgðir og heldur utan um kostnaðarverð birgða í fjárhag.

Lengdar vörulýsingar

Vörulýsing má vera allt að 60 stafir. Ef þú þarft lengri vörulýsingu eða vörulýsingu á öðru tungumáli má setja inn lengda texta í vörunafnaflokk í birgðum. Vörulýsing getur þá verið allt að 1.000 stafir. Einnig má setja inn vörunúmer viðskiptavinar þannig að það birtist á reikningum og öðrum skjölum.

Söluverð og verðlistar

Hægt er að setja inn þrjú mismunandi söluverð í vöruspjald og velja í hvaða gjaldmiðli þau eru. Ef þú þarft fleiri en þrjú söluverð getur þú notað verðlista. Í verðlistum getur þú sett upp sérverð, afslætti, tímabundin tilboð, verð með fastri framlegð, magnafslætti o.fl. Verðlistinn er svo tengdur við viðskiptavini sem hans eiga að njóta. Einnig má setja upp verðlista birgja.

Vöruspjald

Innihald uppskriftar (BOM) er sett upp í vöruspjaldi. Vöruspjald sýnir birgðastöðu, tungumál, vörulýsingu, verðlista, lotu- og raðnúmer, vöruafbrigði og birgðir til ráðstöfunar. Talnangögn vöru og viðskiptavinar eru sýnd á vöruspjaldi, þ.e. hver keypti og hver framlegðin var. Á sama hátt má skoða frá hvaða birgjum var keypt og hvaða magn var keypt frá hverjum birgja.

Skilvirk birgðastjórnun

Einn af mikilvægastu eiginleikum bókhaldskerfa er styðja skilvirka birgðastjórnun. Birgðastaða hefur mikil áhrif á rekstur fyrirtækj og því mikilvægt að hafa allar birgðaupplýsingar innan seilingar, hvort sem um er að ræða staðsetningu vöru, frátektir eða pantanir.

Uppsetning uppskrifta (BOM)

Uppskriftir (BOM) eru samansafn vara sem seldar eru í einu lagi. Aðgerðin "bóka tilbúið" heldur utan um hverja vöru, raðnúmer, staðsetningu o.s.frv.  Þegar uppskrift er bókun tilbúin færast vörurnar sem hún inniheldur út af lager.

Vöruhúsakerfi

Einn af lykilkostum birgðakerfis Uniconta er vöruhúsakerfið. Þannig færð þú gott yfirlit yfir birgðaverðmæti og staðsetningar auk þess að geta selt, keypt og fært vörur á milli staðsetninga. Sjálfvirk birgðaskýrsla myndast sem sýnir birgðahreyfingar og áhrif þeirra á birgðaverðmæti.

Hnífskörp birgðastýring

Birgðastýring er samtölueining í Uniconta bókhaldskerfinu og almennt notað til að hafa yfirlit yfir magn, staðsetningar og birgðaverðmæti. Kerfið veitir gott yfirlit yfir birgðir til ráðstöfunar, vörur í frátektum og innakupum eftir staðsetningu og kostnaðarverði hverrar vöru.

Þú getur uppfært afhendingarseðla og séð vörur sem eru mótteknar. Notendur geta þá afhent og reikningsfært vöru þó að innkaupareikningur hafi ekki verið bókaður.

Svo fullkomnar aðgerðir eru sjaldan nýttar til að halda utan um ódýrar vörur. Birgðakerfið dugir þar til og er innifalið í grunnáskriftinni þinni.

Aðgerðir í birgðum

Grunngögn

 • Handvirk eða sjálfvirk úthlutun vörunúmera eftir númeraseríu
 • Allt að 40 stafir í vörunúmeri
 • 4 gerðir vöru – vara, forði, uppskrift (BOM) og framleiðsluuppskrift
 • Kostnaðarverð í grunngjaldmiðli og innkaupsverð í erlendum gjaldmiðli
 • Vöruflokkar sem stýra bókunum í fjárhag og úthlutun vörunúmera og upprunalands
 • Allt að 10 aukastafir í magneiningu vöru
 • Val aðalbirgja sem verður fyrir valinu þegar endurpöntun er stofnuð
 • Strikamerkjareitur sem nota má til að prenta hillumiða eða límmiða
 • Staðsetning vöru innan vöruhúss – t.d. vöruhús og númer rekka
 • Kostnaðarverðsreglur – fast kostnaðarverð, meðalkostnaðarverð eða FIFO
 • Lotu- og raðnúmerastýring
 • Lokaafsláttarstýring – ákvarðar hvort afsláttur viðskiptavinar reiknast af vöru
 • Fela vöru í innkaupum og sölu – stjórna hvort vara eiga að birtast í sölu- eða innakaupapöntunum
 • Vörur til ráðstöfunar – birgðastaða, frátektið magn, magn í innkaupum og magn til ráðstöðunar
 • Umfang vöru – þyngd, ummál og pakkning
 • Vörumerki – t.d. Adidas eða Nike – leit og síun
 • Sjálfvirkar pantanatillögur – lágmark, hámark, innkaupamagn og sjálfgefið sölumagn
 • Staðkvæmdarvörur – leggur til aðra vöru eða varan er ekki til ráðstöfunar
 • Tollanúmer og upprunaland
 • Afbrigði – velja staðalafbrigði t.d. stærð og lit
 • Viðhengi og minnispunktar með vörum t.d. teikningar, leiðbeiningar og myndir sem prenta má á tilboð, reikninga og pantanir
 • Ef víddir eru í notkun má forstilla víddir eins og deild, málefni og tilgang
 • Allt að fimm vöruafbrigði
 • Margir birgjar og mörgu strikamerki á hverri vöru
 • Víddir á birgðafærslum
 • Vörulýsing allt að 150 stöfum
 • Söluverð 1, 2 og 3 t.d. í mismunandi gjaldmiðlum

Skýrslur

 • Hreyfingayfirlit birgða – færslur viðskiptavina og lánardrottna
 • Færslur – allar færlur á vörum
 • Birgðastaða vöru – birgðaverðmæti á gefinni dagsetningu
 • Birgðir til ráðstöfunar – til ráðstöfunar, frátekið og pantað eftir afbrigðum og vöruhúsum
 • Endurpöntunarlisti – reiknar innkaupamagn og stofnar innkaupapantanir
 • Talningarlisti – fyrir vörutalningar og til að slá inn talið magn
 • Valin afbrigði – birgðir eftir afbrigðum
 • Lotu-/raðnúmer – birgðir, selt magn, innkaupadagur og gildislokadagur
 • Bókaðar birgðabækur
 • Talnagögn um vöru / viðskiptavin
 • Talnagögn um sölumann / viðskiptavin
 • Uniconta veltitöflur – birta talnagögn úr frá völdum gildum eftir mánuðum, fjórðungum eða árum

Uppfærslur – nýjir reitir, listar, aðgerðir og skýrslur

 • Verkfærakista fylgir áskriftinni
 • Nýjir dálkar í sölupöntun
 • Nýjar skýrslur í lista

Upplýsingar um aðrar kerfiseiningar