Viðskiptatengsl (CRM)

CRM | Náðu árangri í sölu- og markaðsstarfi með Uniconta CRM

Náðu tökum að viðföngum og tækifærum með Uniconta CRM kerfinu. Kerfið býður upp á frábær verkfæri til að halda utan um tækifæri og umbreyta þeim í sölu. Þú getur tengt allskyns upplýsingar við núverandi og tilvonandi viðskiptavini og sniðið samskiptin að þörfum og áhuga viðskiptavina.

Náðu árangri í sölu með Uniconta CRM kerfinu.

Virkni

Utanumhald viðfangsefna

Þegar þú hefur stofnað viðföng (tilvonandi viðskiptavini) í CRM kerfinu viltu fara að bæta við upplýsingum. Þannig getur þú tengt sölutilboð við viðföng, skráð inn tengiliði og eftirfylgni auk þess að hengja við skjöl og skrá minnispunkta. Þegar þú lokar sölunni getur þú breytt viðfangi í viðskiptavin og allar upplýsingar flytjast með yfir á viðskiptavinaspjaldið.

Áhugamál og vörur

Í CRM kerfinu getur þú útbúið lista til að flokka viðskiptavini, viðföng og tengiliði eftir áhugamálum og vörum. Þannig getur þú klæðskerasniðið sölu- og markaðsaðgerðir að þörfum viðkomandi aðila og útbúið skilaboð sem falla að viðsfangsefninu. Þegar þú setur upp póstlista getur þú síað eftir vörum og áhugamálum.

Herferðir

Herferðir geta stutt við áhugamál og vörur. Hér getur þú vistað sérsniðna tölvupóstlista, fylgt þeim eftir og fært minnispunkta inn á viðföng. Herferð getur tekið til viðskiptavina, viðfanga sem og tengiliða.

fyrir sölumanninn sem er á ferðinni

Uniconta WebPortal er tilvalin lausn fyrir sölumenn sem eru á ferðinni.

Sölumenn geta útbúið nýjar pantanir á leifturhraða og skoðað upplýsingar um stöðu og veltu viðskiptavinar, birgðastöðu o.fl.

Allt er uppfært í skýinu þannig að staðan er alltaf rétt.

Með Uniconta WebPortal getur þú útbúið sölupantanir, innkaupapantanir, lánardrottna, viðskiptavini og síðast en ekki síst tekið myndir og skannað fylgiskjöl beint inn í Uniconta.

Hvað getur CRM kerfið okkar?

 • Færa inn viðhengi og minnispunkta
 • Tengja tilboð við viðföng
 • Viðföng (tilvonandi viðskiptavinir)
 • Merkja “Viðskiptavinaflokk” á viðföng
 • Eftirfylgni sölutækifæra
 • Leit í fyrirtækja- og þjóðskrá
 • Sölu- og markaðsherferðir á skilgreinda hópa viðskiptavina, viðfanga og tengiliða
 • Sníða herferðir eftir áhugamálum og vörum
 • Útbúa lista til að flokka viðskiptavini og viðföng eftir áhugamálum og vörum
 • Útbúa tölvupóstlista til að senda út markpóst
 • Halda utan um tengiliði hjá viðföngum
 • Síun eftir áhugamálum og vörum við uppsetningu tölvupóstlista
 • Hægt að bæta lánardrottnum á tölvupóstlista
 • Sjálfvirk eftirfylgni með öllum viðföngum í leit
 • Sameiginleg yfirsýn viðskiptavina og viðfanga í CRM kerfinu
 • Hægt að bæta við reitum og töflum eftir þínum þörfum
 • Eftirfylgni sýnir pöntunarnúmer ásamt síðustu aðgerð

Hvað er CRM?

CRM stendur fyrir Customer Relationship Management eða viðskiptatengslastjórnun. CRM eru því hönnuð til að hjálpa fyrirtækjum að halda utan um tengsl við viðskiptavini og gögn sem tengjast viðskiptavinum og viðföngum.

Lykilástæður fyrir notkun CRM:

 • Góður aðgangur að gögnum allra viðskiptavina
 • Senda tilboð á viðskiptavini og viðföng
 • Bæta tengiliðum inn á viðföng og viðskiptavini
 • Setja upp reglulega eftirfylgni með tækifærum
 • Hengja við skjöl og skrá minnispunkta

Skilvirk stjórnendasýn

Uniconta er með innbyggt CRM kerfi. Öll gögn tengjast í CRM kerfið til að fá heildstætt yfirlit yfir viðskiptavininn og sölusögu. Kerfið sækir upplýsingar úr fyrirtækjaskrá og getur einnig sótt upplýsingar úr erlendum fyrirtækjaskrám og þjóðskrá.

Þú getur flokkað viðskiptavini eftir gerð, áhugamálum og vörum og klæðskerasniðið sölu- og markaðsaðgerðum að þörfum hvers viðskiptavinar þannig að skilaboðin þín eru líklegri til að hitta í mark.

Samþáttaðar herferðir

Í Uniconta getur þú sett upp markaðsherferðir í formi tölvupóstlista og send tölvupóst á tiltekin hóp með fljótlegum og einföldum hætti.

Tölvupóstlistarnir eru að fullu samþáttaðir við CRM kerfið, viðskiptavini og tengiliði. Þannig þarftu ekki að vinna í þremur kerfiseiningum til að útbúa póstlista.

Bókhaldskerfi sem fellur að þínum þörfum

Eins og aðrar kerfiseiningar Uniconta er CRM kerfið mjög sveigjanlegt. Margar leiðir eru til að skrá, flokka og sía upplýsingar. Við vitum hversu mikilvægt það er að bókhaldskerfið er sérsniðið að þínum þörfum og uppfylli þannig þarfir þíns rekstrar. Ef þú þarft að breyta að bæta við í framtíðinni er einfalt að gera aðlaga kerfið frekar.

Upplýsingar um aðrar kerfiseiningar

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!