Heildarstjórnun á Fastafjármunum

Auðveldlega hægt að fylgjast með og stjórna fastafjármunum allan líftíma þeirra.

Fastafjármunum er ætlað að veita fyrirtækjum yfirsýn yfir eignir sínar og auðvelda eftirlit og umsjón með eignunum allan líftíma þeirra.

Eignakerfið er samþætt við færslubækurnar, þannig að eignaskráin uppfærist sjálfkrafa með kostnaðarvirði, afskriftum, tapi, hagnaði og söluvirði þegar þessar upphæðir eru bókaðar í fjárhagsfærslurnar.

Virkni

Útreikningur afskrifta

Hægt er að stofna afskriftir beint úr yfirlitinu þannig að forðast megi að gera þær handvirkt á hverri eign fyrir sig. Á sama tíma eru línur stofnaðar sjálfkrafa í færslubókinni svo hægt sé að sjá hvaða afskriftir eru tilbúnar til bókar. Þegar færslubókin er bókuð eru afskriftirnar skráðar á einstakar eignir og heildar afskriftarvirðið í yfirlitinu er uppfært.

Forðast að færa handvirkt af Excel-blöðum

Í dagbókina er hægt að færa inn hvaða eign og hvers konar bókun er verið að fást við. Þegar innkaup eru bókuð er yfirlitið í kerfiseiningunni uppfært sjálfkrafa þannig að alltaf er hægt að uppfæra yfirlit yfir bókanir, innkaupadagsetningu og virði eigna.

Yfirlit yfir vátryggingargildi

Í Vátryggingargildi er hægt að skilgreina mismunandi vátryggingarupplýsingar fyrir einstakar eignir. Ef fært er inn vátryggingargildi er hægt að sjá samtölur allra eigna neðst í yfirlitinu. Þannig hefur þú skjótan aðgang að réttum vátryggingaupplýsingum og reglulega er hægt að ganga úr skugga um að eignirnar séu rétt tryggðar.

Heildaryfirlit
Fastafjármuna

Þú hefur alltaf yfirlit yfir eignir þínar, þar á meðal virði og dagsetningu innkaupa, afskriftir, bókfært virði, hrakvirði, líftíma, afskriftaraðferð og eignaflokka. Ef starfsmaður segir upp hefur notandi kost á að afmarka, þannig að hægt er að sjá og fylgjast með hvaða eignir starfsmaðurinn þarf að afhenda.

Kerfismyndað yfirlit eigna

Í kerfiseiningunni er hægt að mynda uppgjör fyrir tiltekið tímabil. Í þessu yfirliti er hægt að skoða eignir fyrir valið tímabil, opnunarstöðu, hækkun, afskráningu, afskriftir, bókaðar afskriftir og bókfært virði.

Fróðleikur um Fastafjármuni

Skráðu þig fyrir ókeypis prófun

Prófaðu Uniconta ókeypis í 30 daga til að kynnast öllum kerfiseiningum og virkni. Eftir 30 daga ákveður þú hvort þú viljir gerast áskrifandi að Uniconta eða ekki.

Sögur viðskiptavina

Lestu meira um hvernig viðskiptavinir okkar njóta góðs af því að nota Uniconta í daglegum viðskiptum sínum.

Uniconta-verðlisti

Uniconta er nútíma ERP kerfi í skýinu á sanngjörnu verði.

Upplýsingar um kerfiseiningar Uniconta

indholdsikoner_u-bg_Oekonomi
Vörustýring
Viðskiptavinur
Verkbókhald
Lánardrottnar
Viðskiptatengsl (CRM)
Birgðir
Mælaborð

EKKI ENN KOMINN Í UNICONTA?

Ef þú ert fastur/föst í fortíðinni eru umboðsaðilar Uniconta til taks að hjálpa þér við innleiðingu og notkun Uniconta. Þannig tryggir þú þér greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu ef þú þarft aðstoð í Uniconta.

Ef þú ert ekki nú þegar í sambandi við einn af umboðsaðilum okkar – ekki hika við að hafa samband strax.

Við mælum alltaf með því að þú ráðfærir þig við einn af Uniconta umboðsaðilum okkar ef þú vilt:

  • Flytja gögn úr öðru bókhaldskerfi inn í Uniconta
  • Laga Uniconta að þínum þörfum
  • Fá samþættingu við önnur kerfi sem þú notar
  • Gera allt sjálf/ur en vantar kennslu eða ráðgjöf

Hafðu samband við Uniconta umboðsaðila

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar