Fjárhagur

Fjárhagur | Veitir heildaryfirsýn á fjármál fyrirtækisins

Fjárhagskerfi Uniconta er tól til að fylgjast með og greina frá fjárhagsstöðu fyrirtækisins

Fjárhagskerfið er þróaðasta kerfiseining Uniconta. Fjárhagskerfi Uniconta gerir notendum okkar kleift að hafa heildaryfirsýn yfir rekstur og efnahag.

Fjárhagskerfið stendur öllum fyrirtækjum, stéttarfélögum, samtökum og stofnunum til boða; stórum og smáum, flóknum sem einföldum. Kerfið inniheldur allt sem þú þarft til að færa viðskiptin til bókar, gera skýrslur og fylgjast með stöðunni.

Allar aðgerðir styðja við skýrslugerð og heildstæða yfirsýn yfir fjármálin.

 

Hermun

Hægt er að herma bókun dagbóka og sjá hvernig áhrif færslurnar hafa á bókhaldið áður en dagbókin er uppfærð.

Þannig geta notendur verið vissir um að allt sé rétt sett upp áður en endanleg bókun er gerð.
Ef bókun lítur ekki rétt út, þá geta notendur aðlagað bókun og prófað aftur. Þetta gefur notendum heildaryfirsýn yfir fjárhag og forðar þeim frá hvimleiðum villum.

Mörg fjárhagsár

Hægt er að bóka færslur á mörg fjárhagsár samtímis. Hægt er að loka einstökum fjárhagsárum og mánuðum innan þeirra.

Þannig getur notandi tryggt að ekki sé fært á rangt tímabil, t.d. eftir skil virðisaukaskattsskýrslu eða ársuppgjörs.

Bókhaldslykill

Bókhaldslykillinn inniheldur allar nauðsynlegar gerðir lykla og tegundir. Hann sýnir einnig stöðu lykils, millisamtölur fyrir lyklasett ásamt því að reikna út stöður og hlutföll eins og framlegð og EBITDA.

Bókhaldslykilinn sýnir stöður tveggja ára samhliða. Þannig fá notendur yfirlit yfir alla lykla sem nauðsynlegt fyrir virka stýring fjárhags.

5 víddir

Hægt er að setja upp allt að fimm víddir í Uniconta, sem tengjast færslum í kerfinu og ótakmarkaðan fjölda kóða undir hverri vídd.

Uniconta Report Generator birtir einnig víddir. Víddir og undirvíddir eru textareitir sem notandi getur stýrt að vild, t.d. deild, verkefni, bifreiðar, tilgangur, fasteignir).

Skönnuð fylgiskjöl og dagbækur

Hægt er að tengja skönnuð skjöl á hvaða sniði sem er við allar færslur í Uniconta. Þau má senda með tölvupósti inn í kerfið eða hlaða inn fyrir, á meðan eða jafnvel eftir bókun.

Notendur geta valið staðlaða uppsetningu Uniconta og stofnað einstaka lykla í fjárhag. Þetta gildir um öll fyrirtæki sem notandinn hefur aðgang að. Uniconta býður upp á ótakmarkaðan fjölda dagbóka fyrir hvern viðskiptavin.

Fjárhagsskýrslur

Þú getur sett upp sérsniðnar fjárhagsskýrslur í Uniconta. Það er einfalt að setja upp nýjar skýrslur og breyta þeim skýrslum sem fyrir eru í kerfinu. Hægt er að birta 12 tímabil samhliða í fjárhagsskýrslu og sundurliða eftir víddum.

Uniconta er sveigjanlegt bókhaldskerfi sem lagast að þínum þörfum og þannig getur þú útbúið fjárhagsskýrslur sem gefa rétta og góða mynd af þínum rekstri.

Stafræn fylgiskjöl

Möppur í innhólfi

Notendur geta dregið stafræn fylgiskjöl úr innhólfi í möppur áður en þau eru bókuð í dagbækurnar (og fjarlægð úr innhólfinu).
Notendur geta falið og birt möppur með því að smella á hnapp í tækjaslá.

Samþykktakerfi í starfsmannatöflu

Hægt er að samþykkja stafræn fylgiskjöl í valmynd starfsmannatöflu. Ef notandi samþykkir fylgiskjal annars notanda verður kenni starfsmanns tilgreint sem samþykkjandi.

Samþykktir fylgiskjala

Starfsmaður getur "samþykkt", "hafnað" eða sett fylgiskjal á "bið". Fylgiskjalið færist þá í viðeigandi möppu í innhólfinu. Þannig getur bókarinn fylgst með stöðu samþykkta.
Stafræn fylgiskjöl merkjast með tímastimpli samþykktar. Einnig getur samþykkjandi skrifað "athugasemdir".

Samþykkja með tölvupósti

Hægt er að láta kerfið senda starfsmönnum beiðni um samþykkt í tölvupósti. Ef sú aðgerð er virk og viðkomandi starfsmaður er merktur sem samþykkjandi fylgiskjals fær hann sjálfkrafa tölvupóst.

Tölvupósturinn inniheldur hnappa til að "samþykkja", "hafna" eða setja fylgiskjal "í bið" sem og hnapp til að birta fylgiskjalið. Þannig að starfsmaðurinn þarf ekki einu sinni að opna Uniconta.

Aðgerðir í fjárhagskerfi

Hægt er að setja Uniconta upp með sjálfgefnum stillingum sem og sérsniðnum innan sömu færslubókar. Þetta gildir um öll fyrirtæki sem notandinn hefur aðgang að. Auk þess leyfir Uniconta ótakmarkaðan fjölda dagbók fyrir hvern viðskiptavin.

Notendur hafa því svigrúm til aðlaga Uniconta að þörfum fyrirtækis síns.

Í stafrænum fylgiskjölum er nú hægt að sameina tvö PDF skjöl. Þetta er gert með því að setja eitt PDF inn í hitt. Þar sem aðeins er hægt að tengja skrá við eitt færsluskjal er hægt að nota þennan eiginleika til að sameina PDF skjöl í eina skrá svo hægt sé að tengja mörg PDF skjöl..
 
Í stafrænum fylgiskjölum undir skýrslur, er hægt að skipta út stafrænu fylgiskjali. Hér er hægt að hlaða inn nýju stafrænu fylgiskjali ef rangt fylgiskjal hefur óvart verið hengt við færslu þótt allar aðrar upplýsingar eru réttar.
 
Oft geta komið óæskileg viðhengi með tölvupóstinum t.d. logo eða „txt“ skrá.  Ef það er pdf-skjal innifalið í tölvupóstinum, verður öllum skrám öðrum en pdf-skjalinu eytt þannig að þær komist ekki í innhólfið.
Uniconta getur reiknað út og fært gengisbreytingar á tilteknu tímabili. Mælt er með að gengisuppreikningurinn sé reiknaður út á síðasta degi tímabilsins. Fyrir viðskiptavina- og lánardrottnafærslur er gengisleiðréttingin reiknuð á síðasta degi tímabilsins og er færð til baka daginn eftir. Fjárhagsfærslur eru ekki færðar til baka.
 
Aðeins þarf að fylla út lykla þar sem gengisuppreiknings er krafist, t.d. ef ekki er útfyllt fyrir viðskiptavin, mun viðskiptavinur ekki vera uppreiknaður. Ef aðeins á að leiðrétta fjárhag, þá er aðeins fyllt út „mótlykill fyrir fjárhagslykla“. Ef lánardrottnar eiga að vera leiðréttir þarf aðeins að fylla út lyklana fyrir lánardrottna. 
Fjárhagslyklar eru aðlagaðir á lyklum sem hafa gjaldmiðilskóða. 
 • Lotun áskriftartekna
 • Fjárhæðir í ársreikningum og fjárhagsáætlunum
 • Stofna Excel-skrá úr fjárhagsskýrslum
 • Uppsafnanir og aðrar úthlutanir
 • Árslokavinnslur fyrir endurskoðanda
 • Afstemming banka
 • Copy/Paste virkni
 • Flýtiuppsetningu
 • Prenta út stöðulista
 • Fljótlegar og auðveldar leiðréttingar
 • Hægt að raða línum í dagbókum
 • Tveir nýir eiginleikar í dagbókinni eru „úthluta dagsetningu“ og „úthluta texta“
 • Skipta um formerki í fjárhagsskýrslur er einfalt, t.d. ef prenta á út skýrslu sem að sýnir tekjur sem jákvæðar tölu og útgjöld sem neikvæða tölu
 • Nú er hægt að bakfæra VSK vegna eftirágefinna staðgreiðsluafslátta þegar afslátturinn er fenginn. (Þetta þarf að setja upp í greiðsluskilmála)
 • Skipta PDF í mörg PDFs í stafrænum fylgiskjölum (Innhólf)
 • Hengja starfræn fylgiskjöl við í dagbókum
 • Notendur geta tilgreint hvort færa á óinnleystan VSK
 • Fjárhagurinn sýnir fjölda lína í yfirlitinu
 • Víddum bætt við stafræn fylgiskjöl (innhólf)
 • Þjónustuaðilar geta eytt færslum úr kerfinu ef innlestur á gögnum var rangur.
 • Hermdar færslur í fjárhagsskýrslum
 • Loka má vídd svo að ekki sé hægt að bóka á hana
 • Innlestur hreyfinga bankareikninga fyrir tiltekin dagsetningabil
 • Hægt er að sameina tvö stafræn fylgiskjöl. Þetta er gert með því að bæta einu PDF við annað
 • Notendur geta skipt út stafrænu fylgiskjali ef rangt stafrænt fylgiskjal var tengt upphaflega
 • Þegar fluttar eru inn hreyfingar banka geta notendur nú „sett línur í bið“
 • Útfluttar hreyfingar halda utan um hvað hefur verið flutt út þannig að sömu færslur skila sér ekki tvisvar inn í kerfið. Þannig geta notendur sent gögn til endurskoðanda
 • „Afturkalla eyðingu“ í dagbókum. Virkar ef notandinn hefur ekki smellt á „Vista“ áður.
 • Ný fylgiskjalsnúmer í dagbókarlínum
 • Sýna dagsetningabil í færslubókum
 • Hægt er að breyta texta í bankaafstemmingu
 • Sérsniðnar möppur í stafrænum fylgiskjölum (innhólf)
 • Bankaafstemming inniheldur allar almennar dagbókarlínur
 • Færa/afrita í stafrænum fylgiskjölum (innhólf)
 • F7 opnar og lokar yfirliti yfir stafræn fylgiskjöl
 • Eyða vídd
 • Táknið í efstu stikunni til að draga og sleppa stafrænum fylgiskjölum
 • Sýna upphæð færslu í fjárhagsskýrslu
 • VSK í uppsentingu dagbóka
 • Gjaldmiðlar bankahreyfinga
 • Bæta víddum í „Samþykkt fylgiskjals“
 • Óviðeigandi viðhengi með tölvupóstum eru fjarlægð
 • Hægt að eyða út fjárhagsárum án þess að athuga hvort þau sé 7 ár eða eldra 15 dögum eftir að bókhaldinu hefur verið umbreytt
 • Hægt er að sækja stöður frá öðru fyrirtæki
 • Þegar notað er F8 í dagbók eða bankaafstemmingu, er hægt að breyta opinni færslu
 • Ef notað er eigin númeraröð fylgiskjala í dagbók og fylgiskjalið stemmir ekki, mun það birtast rautt í hermun
 • Með jöfnunareiginleikanum er hægt að jafna nokkrar opnar færslur í einu
 • Uniconta sendir sjálfkrafa tölvupóst til þeirra sem hafa ekki samþykkt fylgiskjöl sín. Tölvupósturinn inniheldur lista yfir þau fylgiskjöl sem ekki hafa verið samþykkt, svo og hlekk á þau. Hægt er að setja upp hvaða vikudag eða daga Uniconta á að senda starfsmönnum áminningu
 • Endurskipuleggja víddir sem umbreyta hverri samsetningu víddar í aðra víddarsamsetningu
 • Í stöðulista, þar sem frá-dagsetning er sú sama og upphaf reikningsárs er hægt að velja að taka opnunarstöður með
 • Listi bókaðra reikninga hefur sendingadagsetningar í gegnum tölvupóst eða rafrænt sem og gátmerki fyrir „Villu í sendingu“
 • Virðisaukaskattsskýrsla sýnir VSK kóða frá bókhaldslyklum, þannig að auðveldlega er hægt að sjá hvort það er misræmi
 • Greiðsluskilmálar hafa hlaupandi mánuð í staðgreiðsluafslætti

Fjármálastjórn er hugtak sem nær yfir aðferð við að skrásetja fjárhagsupplýsingar fyrirtækisins.

Í heildina fjallar fjármálastjórn um fjögur meginsvið:

 – Skráning tekna, fjárfestinga, kostnaðar og gjalda

 – Stefnumörkun fyrirtækisins með meginmarkmið á hvatningu starfsmanna

 – Stjórnun á ferlum og framleiðni

 – Skýrslugerð yfir niðurstöður og ferlum sem tengjast ársfjórðungsskýrslu eða svipuðu.

Til að hjálpa þeim sem bera ábyrgð á fjármálastjórnun eru ýmis tæki og aðferðir notaðar til að tryggja að nálgunin sé straumlínulöguð þvert á fyrirtækið.

Kostnaðarúthlutun er miðlægur hluti fjármálastjórnunar þar sem dreifa þarf sameiginlegum útgjöldum fyrirtækisins til allra deilda fyrirtækisins.

Þetta á einnig við um deildir sem mynda ekki veltu í sjálfu sér, til dæmis bókhald og mannauðsstjórnun.

Annað verkfæri fjármálastjórnunar er samhæft árangursmat. Aðferðin er notuð til að hámarka afköst starfsmanna. Byggt á ýmsum mælikvörðum er komið á tengslum milli stefnu, framtíðarsýnar, daglegs reksturs, aðgerða og niðurstaðna.

Fjármálastjórnun er einnig notuð til að gera fjárhagsáætlanir og framkvæma frávikagreiningar. Tilgangurinn er að mæla afköst og koma á mælanlegum mælikvörðum sem starfsmenn geta unnið út frá.

Almennt má skipta fjármálastjórnun í ákvarðanatöku og stjórnun. Þessi tvö meginsvið eru í sumum tilvikum meðhöndluð af mismunandi starfsmönnum.

Fjármálastjórnun getur hjálpað fyrirtæki þínu að skapa yfirsýn og eftirlit. Með réttum verkfærum hjálpar fjármálastjórnun fyrirtæki þínu að greina hvaða hlutar fyrirtækisins starfa arðbært og hvaða hlutar ekki.

Þetta gerir þér kleift að hagræða í arðbærum deildum og gera breytingar á minna arðbærum deildum.

Í mörgum fyrirtækjum eru aðeins gerðir hefðbundnir reikningar, en þeir skilja eftir nokkra möguleika opna. Hér kemur fjármálastjórnunin inn. Þar sem hefðbundnir reikningar sýna einfaldlega stöðuna reynir fjármálastjórn að gefa stjórnandanum verkfæri til að bæta þau. Þannig aðstoðar fjármálastjórnun við stefnumótun og rekstrarmarkmiða.

Byggt á úrbótaferli með það að markmiði að hanna, byggja upp og reka fjárhags- og ófjárhagsleg upplýsingakerfi veitir fjármálastjórnun fyrirtækinu skýrar leiðbeiningar um úrbætur.

Sama í hvaða atvinnugrein fyrirtækið er, þá getur það notið góðs af meginreglum fjármálastjórnunar. Notkun og túlkun fjárhagsupplýsinga skiptir sköpum fyrir öll fyrirtæki sem deila sameiginlegu markmiði.

Þetta á bæði við um æðstu stjórnendur sem og millistjórnendur.

Afkastastjórnun, sjóðstreymisstjórnun, aðgerðastjórnun og fjármálastjórnun eru meginatriði fjármálastjórnunar. Rauntölur eru bornar saman við áætlun, sem gerir kleift að kortleggja möguleg frávik, sem er svo hægt að meðhöndla.

Hægt er að laga fjármálastjórnunarkerfið að innri og ytri ferlum þannig að það sé í samræmi við sett verklag.

Að lokum getur árangursrík fjármálastjórnun hjálpað fyrirtæki þínu að lágmarka kostnað og afla tekna – niðurstaðan er meiri hagnaður.

Upplýsingar um aðrar kerfiseiningar