Fjárhagur

Veitir heildaryfirsýn á fjármál fyrirtækisins

Fjárhagskerfið Uniconta gerir notendum okkar kleift að hafa heildaryfirsýn yfir rekstur og efnahag. Allar aðgerðir styðja við skýrslugerð og heilstæða yfirsýn yfir fjármálin.

Fjárhagskerfið er fullkomnasta kerfiseining Uniconta. Fjárhagskerfið stendur öllum fyrirtækjum, samtökum og stofnunum til boða; stórum og smáum, flóknum sem einföldum. Kerfið inniheldur allt sem þú þarft til að færa viðskiptin til bókar, gera skýrslur og fylgjast með stöðunni.

Virkni

Hermun

Hægt er að herma bókun dagbóka áður en bókun er framkvæmd og þannig sjá hvernig áhrif færslurnar hefur á uppgjör áður en dagbókin er uppfærð. Þannig geta notendur okkar verið vissir um að allt sé rétt áður en endanleg bókun er framkvæmd.

Ef bókun lítur ekki alveg rétt út, þá geta notendur aðlagað bókunarferlið til að ná sem bestum árangri.
Þetta gefur notendum okkar heildaryfirsýn yfir fjárhag og forðar þeim frá hvimleiðum villum.

Mörg fjárhagsár

Hægt er að bóka færslur á mörg fjárhagsár samtímis.
Einnig má skipta hverju fjárhagsári í tímabil þar sem ár og tímabil geta verið lokuð eða læst.

Þannig geta notendur verið vissir um að allt sé rétt sett upp áður en endanleg bókun er framkvæmd. Ef bókunin lítur ekki alveg rétt út,
þá geta notendur aðlagað bókunarferlið til að ná sem bestum árangri.
Þetta gefur notendum okkar heildaryfirsýn yfir fjárhag og forðar þeim frá hvimleiðum villum.

Bókhaldslykill

Bókhaldslykillinn inniheldur allar nauðsynlegar gerðir lykla og tegundir. Einnig er sýnt stöðu lykils, millisamtölur fyrir lyklasett ásamt því að reikna út hlutföll eins og framlegð og EBITDA. Stöður sýna tvö ár samhliða. Þannig fá notendur yfirlit yfir alla lykla sem er nauðsynlegt fyrir virka stýringu fjárhags.

Uniconta inniheldur nokkrar dagbækur og notendur geta auðveldlega stofnað fleiri. Notandinn getur síðan valið þá reiti sem eiga að birtast. VSK er reiknaður sjálfkrafa og VSK skýrslan birtir samtölu fyrir hvern VSK kóða.

5 víddir

Hægt er að setja upp allt að fimm víddir í Uniconta, sem tengjast færslum í kerfinu.

Skýrsluhönnuðurinn okkar birtir einnig
víddirnar.
Víddir og undirvíddir eru textareitir sem þú getur stýrt að vild, t.d. deild, verkefni, bifreiðar, tilgangur, fasteignir).

Skönnuð fylgiskjöl og dagbækur

Hægt er að tengja skönnuð skjöl á hvaða sniði sem er við allar færslur í Uniconta. Þau má senda með tölvupósti inn í kerifð eða hlaða inn fyrir, á meðan eða jafnvel eftir bókun. Notendur geta valið staðlaða uppsetningu Uniconta og stofnað einstaka lykla í fjárhag. Þetta gildir um öll fyrirtæki sem notandinn hefur aðgang að. Uniconta býður upp á ótakmarkaðan fjölda dagbóka fyrir hvern viðskiptavin.

Fjárhagsskýrslur

Þú getur sett upp sérsniðnar fjárhagsskýrslur í Uniconta. Það er einfalt að setja upp nýjar skýrslur og breyta þeim skýrslum sem fyrir eru í kerfinu. Hægt er að birta 12 tímabil samhliða í fjárhagsskýrslu og sundurliða eftir víddum.

Uniconta er sveigjanlegt bókhaldskerfi sem aðlagast að þínum þörfum og þannig getur þú útbúið fjárhagsskýrslur sem gefa rétta og góða mynd af þínum rekstri.

Stafræn fylgiskjöl

Möppur í innhólfi

Notendur geta dregið stafræn fylgiskjöl úr innhólfi í möppur áður en þau eru bókuð í dagbækurnar (og fjarlægjast úr innhólfinu). Notendur geta falið og birt möppur með því að smella á hnapp í tækjaslá.

Samþykktir fylgiskjala

Starfsmaður getur "samþykkt", "hafnað" eða sett fylgiskjal á "bið". Fylgiskjalið færist þá í viðeigandi möppu í innhólfinu. Þannig getur bókarinn séð hvaða skref hafa verið tekin.
Stafræn fylgiskjöl hafa einnig
dagsetningar- og tímasvæði sem eru: 'Samþykkt þann'. Einnig getur samþykkjandi skrifað "athugasemdir".

Samþykkja með tölvupósti

Hægt er að láta kerfið senda starfsmönnum beiðni um samþykkt í tölvupósti. Ef sú aðgerð er virk og viðkomandi starfsmaður er merktur sem samþykkjandi fylgiskjals fær hann sjálfkrafa tölvupóst. Tölvupósturinn inniheldur hnappa til að "samþykkja", "hafna" eða setja fylgiskjal "í bið" sem og hnapp til að birta fylgiskjalið. Þannig að starfsmaðurinn þarf ekki einu sinni að opna Uniconta.

Samþykktakerfi í starfsmannatöflu

Hægt er að samþykkja stafræn fylgiskjöl beint í valmynd starfsmannatöflunnar.

Ef notandi samþykkir fylgiskjal annars notanda verður kenni starfsmanns tilgreint sem samþykkjandi.

„Þetta er virkilega, virkilega gott og sveigjanlegt fjárhagskerfi sem við höfum beðið eftir, í mörg ár. Það er ótrúlega aðgengilegt og auðvelt að sérsníða þarfir okkar með nýjum svæðum, skrám og skjámyndum sem eru bara æðislegar.“

Teddy Rasmussen, eigandi T R Varmeteknik

Aðgerðir í fjárhagskerfi

Hægt er að setja Uniconta upp með sjálfgefnum stillingum sem og sérsniðnum stillingum innan sömu færslubókar. Þetta gildir um öll fyrirtæki sem notandinn hefur aðgang að. Auk þess leyfir Uniconta ótakmarkaðan fjölda dagbók fyrir hvern viðskiptavin.

Notendur hafa því svigrúm til að laga Uniconta að þörfum fyrirtækis síns.

  • Lotun áskriftartekna
  • Fjárhæðir í ársreikningum og fjárhagsáætlunum
  • Stofna Excel-skrá úr fjárhagsskýrslum
  • Uppsafnanir og aðrar úthlutanir
  • Árslokavinnslur fyrir endurskoðanda
  • Afstemming banka
  • Copy/Paste virkni
  • Flýtiuppsetning
  • Fljótlegar og auðveldar leiðréttingar
  • Hægt að raða línum í dagbókum
  • Tveir nýir eiginleikar í dagbókinni eru „úthluta dagsetningu“ og „úthluta texta“
  • Skipta um formerki í fjárhagsskýrslum er einfalt, t.d. ef prenta á út skýrslu sem að sýnir tekjur sem jákvæða tölu og útgjöld sem neikvæða tölu
  • Nú er hægt að bakfæra VSK vegna eftirágefinna staðgreiðsluafslátta þegar afslátturinn er fenginn. (Þetta þarf að setja upp í greiðsluskilmála)
  • Skipta PDF í mörg PDF skjöl í stafrænum fylgiskjölum (Innhólf)
  • Hengja starfræn fylgiskjöl við í dagbókum
  • Notendur geta tilgreint hvort færa á óinnleystan VSK
  • Fjárhagurinn sýnir fjölda lína í yfirlitinu
  • Víddum bætt við stafræn fylgiskjöl (innhólf)
  • Þjónustuaðilar geta eytt færslum úr kerfinu ef innlestur á gögnum var rangur.
  • Hermdar færslur í fjárhagsskýrslum
  • Loka má vídd svo að ekki sé hægt að bóka á hana
  • Innlestur hreyfinga bankareikninga fyrir tiltekin dagsetningabil
  • Hægt er að sameina tvö stafræn fylgiskjöl. Þetta er gert með því að bæta einu PDF við annað
  • Notendur geta skipt út stafrænu fylgiskjali ef rangt stafrænt fylgiskjal var tengt upphaflega
  • Þegar fluttar eru inn hreyfingar banka geta notendur nú „sett línur í bið“
  • Útfluttar hreyfingar halda utan um hvað hefur verið flutt út þannig að sömu færslur skila sér ekki tvisvar inn í kerfið. Þannig geta notendur sent gögn til endurskoðanda
  • „Afturkalla eyðingu“ í dagbókum. Virkar ef notandinn hefur ekki smellt á „Vista“ áður.
  • Ný fylgiskjalsnúmer í dagbókarlínum
  • Sýna dagsetningabil í færslubókum
  • Hægt er að breyta texta í bankaafstemmingu
  • Sérsniðnar möppur í stafrænum fylgiskjölum (innhólf)
  • Bankaafstemming inniheldur allar almennar dagbókarlínur
  • Færa/afrita í stafrænum fylgiskjölum (innhólf)
  • F7 opnar og lokar yfirliti yfir stafræn fylgiskjöl
  • Eyða vídd
  • Táknið í efstu stikunni til að draga og sleppa stafrænum fylgiskjölum
  • Sýna upphæð færslu í fjárhagsskýrslu
  • VSK í uppsentingu dagbóka
  • Gjaldmiðlar bankahreyfinga
  • Bæta víddum í „Samþykkt fylgiskjals“
  • Óviðeigandi viðhengi með tölvupóstum eru fjarlægð
  • Draga &sleppa aðgerðin er tiltæk í almennum færslubókum, bankaafstemmingum og í færslum fylgiskjals þar sem notendur geta bætt stafrænu fylgiskjali við færslu sem þegar hefur verið bókuð
  • Notendur geta nú breytt opnum færslum með því að nota F8 flýtivísunina úr almennum færslubókum eða bankaafstemmingarskjámyndum eins og þeir geta í skýrslum um opnar færslur viðskiptavinar og lánardrottins
  • Uniconta sendir sjálfkrafa tölvupóst til starfsmanna sem hafa ekki samþykkt fylgiskjöl sín. Við sendum aðeins einn tölvupóst á hvern starfsmann, sem mun innihalda lista yfir öll fylgiskjöl sem ekki eru samþykkt sem og tengil til að samþykkja hvert fylgiskjal. Notendur þurfa að setja upp hvaða daga vikunnar þeir vilja að áminningar verði sendar til starfsmanna á
  • Ef eigin fylgiskjalsnúmer notanda eru færð inn í færslubók og fylgiskjalsnúmerið er ógilt verður það auðkennt í rauðu undir hermun
  • Jöfnunaraðgerðin hefur möguleika á að jafna nokkrar opnar færslur í einu
  • Þrír breytingakostir í „Færslum fylgiskjals“: „Bæta við VSK“, „Fjarlægja VSK“ og „Breyta viðskiptavini/lánardrottni“
  • Endurskipuleggja víddir þannig að þú breytir hér víddasamsetningu í aðra víddasamsetningu.
  • Intrastat styður útvíkkað skrársnið sem verður skylda frá janúar 2022.
  • Hægt er að skipta á milli samsettra reita með bilstönginni. T.d. Fjárhagur/Viðskiptavinur/Lánardrottinn í dagbókinni.
  • Reikningabókin hefur dagsetningar fyrir sent með tölvupósti og sent í gegnum rafrænt og gátmerki við „Villa við sendingu“
  • VSK-yfirlitið sýnir VSK-kóðann úr bókhaldslyklinum svo auðvelt er að sjá hvort misræmi sé
  • Nú er hægt að stofna eigin reiti fyrir fjárhagsleg atriði. Þegar þessi svæði eru stofnuð birtast þau einnig í færslubókinni og verða flutt í fjárhagsleg atriði með bókun
  • Flytja stafræn viðhengi til annars fyrirtækis ef það er sent til rangs fyrirtækis
  • Þjöppun stafrænna viðhengja
  • Þrír aukastafir af VSK-prósentunni
  • Við eyðingu elsta fjárhagsársins verða viðskiptavina og lánardrottna atriðum einnig eytt
  • Innhólf, þú getur nú umbreyta JPEG til PDF. Þá er hægt að sameina það með öðru PDF
  • Snúa PDF getur nú uppfært stafræn viðhengi svo þú þarft ekki að snúa næst.

Upplýsingar um kerfiseiningar Uniconta

Viðskiptavinur
Verkbókhald
Lánardrottnar
Viðskiptatengsl (CRM)
Birgðir
Mælaborð

Skráðu þig fyrir ókeypis prófun

Prófaðu Uniconta ókeypis í 30 daga til að kynnast öllum kerfiseiningum og virkni. Eftir 30 daga ákveður þú hvort þú viljir gerast áskrifandi að Uniconta eða ekki.

Sögur viðskiptavina

Lestu meira um hvernig viðskiptavinir okkar njóta góðs af því að nota Uniconta í daglegum viðskiptum sínum.

Uniconta-verðlisti

Uniconta er nútíma ERP kerfi í skýinu á sanngjörnu verði.

EKKI ENN KOMINN Í UNICONTA?

Ef þú ert fastur/föst í fortíðinni eru umboðsaðilar Uniconta til taks að hjálpa þér við innleiðingu og notkun Uniconta. Þannig tryggir þú þér greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu ef þú þarft aðstoð í Uniconta.

Ef þú ert ekki nú þegar í sambandi við einn af umboðsaðilum okkar – ekki hika við að hafa samband strax.

Við mælum alltaf með því að þú ráðfærir þig við einn af Uniconta umboðsaðilum okkar ef þú vilt:

  • Flytja gögn úr öðru bókhaldskerfi inn í Uniconta
  • Laga Uniconta að þínum þörfum
  • Fá samþættingu við önnur kerfi sem þú notar
  • Gera allt sjálf/ur en vantar kennslu eða ráðgjöf

Hafðu samband við Uniconta umboðsaðila

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar