Fjárhagskerfi

FJÁRHAGUR | Fullkomin fjármálastjórn fyrir þinn rekstur

Með fjárhagskerfi Uniconta nærð þú fullkominni stjórn á fjármálunum. Kerfið er í heimsmælikvarða þegar kemur að því að útbúa skýrslur og veita yfirsýn yfir fjárhagsstöðu félagsins.

Fjárhagskerfið er boði fyrir allar gerðir félaga, einstaklinga í rekstri, félagasamtaka og stofnana, lítilla sem stórra, einfaldra sem flókinna. Allar aðgerðir sem þú þarft til að bóka færslur, taka út skýrslur og hafa yfirsýn yfir reksturinn.

Fjárhagurinn er fullkomnasta kerfiseining Uniconta og er hjartað í kerfinu.

Hermun

Hægt er að herma bókun dagbóka áður en þær eru bókaðar og sjá þannig hvaða áhrif færslurnar munu hafa á bókhaldið áður en dagbókin er bókuð. Þannig getur þú tryggt að allt sé rétt fært inn áður en þú bókar í fjárhag.

Ef bókhaldið lítur ekki rétt út getur þú lagað færsluna áður en endanlega bókun á sér stað.
Þannig hefur þú fullkomna stjórn á bókhaldinu og getur forðast að rangar bókanir og tilheyrandi vinnu við leiðréttingar.

Mörg fjárhagsár

Hægt er að bóka færslur á mörg fjárhagsár samtímis. Einnig er hægt að brjóta fjárhagsár upp í tímabil og loka hverju tímabili fyrir sig.

Þannig getur þú t.d. fyrirbyggt að færslur séu bókaðar á tímabil þar sem búið er að skila VSK skýrslu.

Bókhaldslykill

Bókhaldslykillinn inniheldur allar gerðir og flokka bókhaldslykla. Þar sérð þú stöður lykla, samtölur fyrir lykla, rekstrarniðurstöðu og hagnaðarhlutföll. Stöður eru sýndar fyrir tvö ár samtímis. Hér sjá notendur stöður á öllum lyklum og fá greinargóða mynd af rekstrinum hverju sinni.

Uniconta inniheldur fjölda dagbóka og einfalt er að útbúa nýjar dagbækur. Þar má velja hvaða dálkar birtast á skjánum. Virðisaukaskattur reiknast sjálfkrafa og VSK skýrslurnar okkar birta allar samtölur.

5 víddir

Hægt er að setja upp allt að fimm víddir í Uniconta, sem eru notaðar í færslur í kerfinu. Uniconta Report Generator sýnir einnig víddir. Víddir og undirvíddir eru frjálsir textareitir sem þú getur stýrt að vild, t.d. deild, verkefni, bifreiðar, tilgangur, fasteignir).

Skönnuð fylgiskjöl og dagbækur

Hægt er að hengja skönnuð fylgiskjöl í hvaða skráarsniði sem er við allar færslur í Uniconta.  Senda má fylgiskjöl í tölvupósti eða hlaða upp frá tölvu áður en fyrir bókun, samhliða bókun eða eftir bókun. Notendur geta valið um staðlaða uppsetningu dagbóka eða sérsniðna í sömu dagbók og gildir sú uppsetning um öll fyrirtæki sem notandi hefur aðgang að. Ekkert takmark er á fjölda dagbóka sem setja má upp í Uniconta.

Fjárhagsskýrslur

Þú getir sett upp margar sérsniðnar fjárhagsskýrslur í Uniconta. Það er einfalt að setja upp nýjar skýrslur og breyta þeim skýrslum sem fyrir eru í kerfinu. Hægt er að birta 13 tímabil samhliða í fjárhagsskýrslu og sundurliða eftir víddum. Uniconta er sveigjanlegt bókhaldskerfi sem lagast að þínum þörfum og þannig getur þú útbúið fjárhagsskýrslur sem gefa rétta og góða mynd af þínum rekstri.

Aðgerðir í fjárhagskerfi

Hægt er að nota staðlað snið og sérhannað snið eða skjámynd í dagbókum og einfalt er að skipa á milli sniða. Sniðin virka í öllum dagbókum sem notandinn hefur aðgang að. Ekkert takmark er á fjölda dagbóka í hverju fyrirtæki.

Þannig getur þú lagað Uniconta að þínum þörfum án kostnaðar.

 • Lotun tekna og gjalda
 • Lokareikningur fyrir ársuppgjör
 • Afstemming banka
 • Copy/paste aðgerðir
 • Fljóleg uppsetning
 • Einfalt að leiðrétta rangar færslur
 • Hægt að raða línum í dagbókum
 • Hægt að úthluta texta og dagssetningu á allar línur
 • Hægt að snúa formerkjum til að sýna kreditfærslur sem jákvæðar færslur í rekstri og kostnað sem neikvæðar
 • Breyta pdf skjali í mörg pdf skjöl við innlestur stafrænna fylgiskjala
 • Hengja stafræn fylgiskjöl við línur í dagbók
 • Yfirlit dagbóka sýnir fjölda óbókaðra lína
 • Víddir í stafrænum fylgiskjölum
 • Hægt að eyða fjárhagsárum 15 dögum eftir innlestur í Uniconta
 • Færsluhermun í fjárhagsskýrslum
 • Hægt að loka fyrir bókun á vídd og sameina víddir
 • Innlestur hreyfingayfirlits banka eftir dagssetningum

Upplýsingar um aðrar kerfiseiningar