Framleiðsla

FRAMLEIÐSLA | Framleiðsla með uppskriftum

Framleiðslukerfið í Uniconta heldur utan um framleiðsluuppskriftir og veitir þér yfirlit yfir uppskriftir í framleiðslu.

Það eru tvær gerðir uppskrifta í Uniconta, venjulegar uppskriftir og framleiðsluuppskriftir. Þær geta verið bókaðar sem tilbúnar framleiðsluvörur á lager eða listi til reikningsfærslu sem inniheldur t.a.m. opinber gjöld eins og áfengisgjald.

Framleiðslukerfi Uniconta má þó ekki rugla saman við framleiðslustjórnun þar sem Uniconta heldur ekki utan um aðföng, framleiðslutíma o.s.frv.

Bókun framleiðsluvöru á birgðir

Framleiðsluuppskrift þarf að bóka tilbúna þegar framleiðslu er lokið. Þegar vara er bókuð tilbúin færast íhlutir hennar út af birgðum og framleiðsluvaran færist inn á birgðir. Hægt er að bóka tilbúið í birgðabók eða í framleiðslupöntun. Þannig getur þú bókað framleiðslu eftir því sem henni vindur fram. Birgðir til ráðstöfunar birtast skv. birgðastöðu og því magni sem er í framleiðsupöntun.

Framleiðslupantanir

Framleiðslupantanir má stofna beint í framleiðslukerfinu eða út frá fyrirliggjandi sölupöntunum. Í framleiðslupöntun sérðu það hráefni/íhluti sem fara í framleiðsluna. Mögulegt er að breyta íhlutum í framleiðslupantanalínum. Þegar framleiðslulínur er stofnaðar getur þú valið hvort færa eigi íhluti út af birgðum eða taka þá frá.

Endurnýta bókaða framleiðslupöntun

Bókaðar framleiðslupantanir og línur þeirra eru vistaðar í Uniconta. Þannig getur þú alltaf séð hvað hefur verið framleitt og hvaða íhlutir fóru í framleiðsluna. Hægt er að stofna nýja framleiðslu út frá bókaðri framleiðslupöntun og inniheldur hún þá sömu línur. Einnig má setja upp framleiðsluflokka eins og framleiðsludeildir.

Rakning lotu- og raðnúmera

Þú getur sett tilvísunarnúmer á framleiðsluna til að auðvelda rakningu í gegnum lotu-/raðnúmer. Þessi reitur vistast með birgðafærslum og reikningi við bókun. Þannig hefur þú fullkominn rekjanleika á framleiðslunni þinni.

Sérhannaðir reitir úr pöntun

Reitir sem þú setur upp sjálfur fylgja uppskriftinni í gegnum framleiðsluna ef þeir eru rétt uppsettir. Framleiðslukerfi Uniconta reiknar ekki inn notkun aðfanga eins og tækja og mannafla.

Stofna framleiðslu úr sölupöntun

Þú getur stofnað framleiðslu beint úr sölupöntun og þá myndast tenging á milli sölu- og framleiðslupantana. Þegar framleiðslu er lokið uppfærast kostnaðarverðin á sölupöntuninni.

Aðgerðir í framleiðslukerfi

Yfirlit

Framleiðslukerfið heldur utan um framleiðsluuppskriftir í vinnslu.

Beintenging við birgðakerfi

Framleiðslupantanahaus inniheldur marga reiti þar sem þú getur ákvarðað hvernig á færa tilbúnu vöruna inn á lager. Hægt er að skrá vörur “í framleiðslu” og “til ráðstöfunar” áður en framleiðslan er bókuð tilbúin. Þannig getur þú skráð hreyfingar inn á birgðir strax og ert með kórrétta stöðu á öllum lagerum. Sama virkni er til staðar í innkaupakerfinu fyrir vörur sem hafa verið pantaðar.

Tenging við endurpöntunarlista

Mögulegt er að fara úr endurpöntunarlista yfir í framleiðslulínur til að sjá hvað þarf að panta. Eins er hægt að skoða hvað er í pöntun úr framleiðslupöntunni.

Tenging við verkbókhald

Skrá má verk beint í haus framleiðslupöntunar. Þegar bókað er tilbúið færist varan á birgðir og hægt að færa hana þaðan yfir á verkið. Ekki ósvipað því sem gerist þegar innkaupapöntun er tengd við verk.

Aðrar aðgerðir

  • Sprengja upp uppskrift og velja verð
  • Hægt er að sprengja upp heila uppskrift og skoða innihaldið.

Skýrslur

  • Prentun á framleiðsluskýrslum

Upplýsingar um kerfiseiningar Uniconta

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!