Fyrirtæki

FYRIRTÆKI | Allar upplýsingar um fyrirtækið þitt á einfaldan hátt

Fyrirtækiseiningin er ætluð til að halda utan um grunnupplýsingar fyrirtækisins, tengiliði og starfsmenn.
Að auki getur þú stjórnað aðgangi notenda eða notendahópa að fyrirtækinu þínu í Uniconta.

Hlutverkamiðstöð til aðgangsstýringar

Hlutverk notanda má nota til að skilgreina hvaða valmyndum einstakir notendur hafa aðgang að.

Hægt er að útbúa fjölda hlutverka. Valmyndir sem notandi hefur aðgang að eða hefur ekki aðgang að eru þá skilgreindar. Með einu haki skilgreinir þú hvort listi valmynda sé það sem notandi hefur aðgang að eða hefur ekki aðgang að.

Breytingaskrá grunngagna

Breytingaskrá heldur utan um allar breytingar notenda á grunngögnum.

Staðalgildi gildi fyrir reiti og töflur

Uniconta getur ákvarðað sjálfgefin gildi fyrir hvern og einn reit. Í sprettigluggum er lítil ör í haus sem notandi getur smellt á til að ákvarða staðalgildi. Staðalgildi hjálpa til við að úthluta sjálfgefnum gildum og á sama hátt er hægt að gera tiltekin gildi áskilin.

Aðgangsstýringar

Áður en þú veitir notanda aðgang að fyrirtækinu þarf notandinn að stofna aðgang. Næst er aðgangur veittur og tilteknum réttindum úthlutað.

Hægt er að stjórna aðgangi á mismunandi máta:

 • Bæta notanda á listi yfir notendur með aðgang að fyrirtæki (eingöngu eigandi fyrirtæki hefur þessi réttindi).
 • Notandi getur sent aðgangsbeiðni sem eigandi samþykkir.

Bæta við notanda

Aðeins eigandi fyrirtækis getur veitt öðrum notendum aðgang að fyrirtækinu. Eigandi fyrirtækis er skráður undir Fyrirtæki / Fyrirtækið mitt.

Aðgangsbeiðni

Önnur leið til að fá aðgang er að senda aðgangsbeiðni.

Aðgerðir í fyrirtækiseiningu

 • Aðgangsstýring notenda
 • Stofna nýja notendur beint í Uniconta
 • Skoða sýndarfyrirtæki
 • Stýra aðgangi að gögnum
 • Loka aðgangi þjónustuaðila
 • Setja upp valkosti og sjálfgefin gildi
 • Afrita fyrirtækið t.d. til þjálfunar eða til að prófa nýjar aðgerðir
 • Velja hvort Uniconta eigi að gera sjálfvirkar jafnanir á viðskiptavina- og lánardrottnafærslum
 • Velja hvaða kerfiseiningar eru virkar í fyrirtækinu
 • Ákvarða hvort Uniconta kanni vartölu EAN/GLN númera
 • Stofna starfsmenn
 • Stofna starfsmannahópa
 • Tengja notandaaðgang við starfsmann
 • Aðgerð í starfsmannalisti birtir reikninga sem starfsmaður á að samþykkja
 • Minnispunktar
 • Setja upp stöðluð reikningsskil og skilgreina aðgang nota að fyrirtækiseiningu
 • Heiti banka og bankaupplýsingar
 • Staðfesta eyðingu þar sem að starfsmaður fær upp viðvörun áður en gögnum er eytt.
 • Sending reikninga til samþykktar í gegnum þinn póstþjón
 • Nota Outlook til að senda tölvupóst
 • Gengistafla með 10 aukastöfum
 • Remove pages by user

Upplýsingar um aðrar kerfiseiningar