Fyrirtæki
FYRIRTÆKI | Allar upplýsingar um fyrirtækið þitt á einfaldan hátt
Fyrirtækiseiningin er ætluð til að halda utan um grunnupplýsingar fyrirtækisins, tengiliði og starfsmenn.
Að auki getur þú stjórnað aðgangi notenda eða notendahópa að fyrirtækinu þínu í Uniconta.
Takmarkaður notandi
Takmarkaður notandi er sá notandi sem hefur aðeins aðgang að völdum svæðum í Uniconta, s.s. Verk og Tímaskráningu eða notandi sem getur sent inn skjöl og samþykkt í gegnum Uniconta appið.
Áskriftaraðgang fyrir takmarkaðan notanda er aðeins hægt að fá þar sem fyrir er notandi með fullan aðgang.
Notendastillingar
Í notendastillingum er notanda úthlutað aðgangi eða aðgangi lokað, þ.e. að eigandi stýrir aðgangi notanda.
Eigandinn úthlutar þessu næst notendaprófíl til notandans eða til takmarkaðra notenda í Uniconta.
Eigandinn hefur alltaf fullan aðgang, því er ekki hægt að úthluta honum notendaprófíl.
Breytingaskrá grunngagna
Breytingaskrá heldur utan um allar breytingar notenda á grunngögnum. Í Uniconta er aðgerð sem skráir breytingar á grunngögnum.
Þ.e.a.s. hægt er að fylgjast með hvaða notendur hafa leiðrétt í grunngögnum sem og sértækum breytingum á reitunum. Dæmi um grunngögn eru upplýsingar um viðskiptavin, lánardrottinn eða verk, uppsetningu bókhaldslykla, birgðaspjalds o.s.frv.
Aðgangur að fyrirtæki
Ef aðrir eiga að hafa aðgang að fyrirtækinu þínu verður notandinn fyrst að hafa notendaprófíl (stofna nýjan notanda), þá verður að veita notandanum aðgang að fyrirtækinu með tilheyrandi réttindum.
Það eru nokkrar leiðir til að veita aðgang: Bættu notandanum við listann yfir notendur með aðgang að fyrirtækinu (aðeins eigandi fyrirtækisins) eða Notandinn leggur fram beiðni sem er síðan samþykkt.
Bæta við notanda og aðgangi
Aðeins eigandi fyrirtækisins getur veitt notendum aðgang að fyrirtækinu. Þannig er öryggið í lagi.
Önnur leið til að fá aðgang að fyrirtækinu er að senda aðgangsbeiðni.
Lesa meira: Beiðni um aðgang að fyrirtæki og samþykkja aðgangsbeiðni fyrirtækis.
Staðalgildi fyrir reiti og töflur
Uniconta getur ákvarðað sjálfgefin gildi fyrir hvern og einn reit. Í sprettigluggum er lítil ör í haus sem notandi getur smellt á til að ákvarða staðalgildi.
Staðalgildi hjálpa til við að úthluta sjálfgefnum gildum og á sama hátt er hægt að gera tiltekin gildi áskilin.
Aðgerðir í fyrirtækiseiningu
- Aðgangsstýring notenda
- Stofna nýja notendur beint í Uniconta
- Skoða sýndarfyrirtæki
- Stýra aðgangi að gögnum
- Loka aðgangi þjónustuaðila
- Setja upp valkosti og sjálfgefin gildi
- Afrita fyrirtækið t.d. til þjálfunar eða til að prófa nýjar aðgerðir
- Velja hvort Uniconta eigi að gera sjálfvirkar jafnanir á viðskiptavina- og lánardrottnafærslum
- Velja hvaða kerfiseiningar eru virkar í fyrirtækinu
- Ákvarða hvort Uniconta kanni vartölu EAN/GLN númera
- Stofna starfsmenn
- Stofna starfsmannahópa
- Tengja notandaaðgang við starfsmann
- Aðgerð í starfsmannalista birtir reikninga sem starfsmaður á að samþykkja
- Minnispunktar
- Setja upp stöðluð reikningsskil og skilgreina aðgang notanda að fyrirtækiseiningu
- Í „Mínar stillingar“ er hægt að setja upp sjálfgefin prentara og sjálfgefna slóð
- Heiti banka og bankaupplýsingar
- Rafræn upplestrarskrá
- Staðfesta eyðingu þar sem að starfsmaður fær upp viðvörun áður en gögnum er eytt.
- Sending reikninga til samþykktar í gegnum þinn póstþjón
- Nota Outlook til að senda tölvupóst
- Gengistafla með 10 aukastöfum
- Fjarlægja flipa í aðalvalmynd notanda
- Ef kveikt er á sjálfvirkri vistun í „Mínar stillingar“ vistar Uniconta sjálfkrafa þegar þú ferð úr Uniconta
- Við útprentun er möguleiki að velja leturgerð og stærð, línubil, fjölda lína og möskva. Þessar stillingar eru gagnlegar ef á að nota pláss til að skrifa minnispunkta á útprentun, svo sem talningalista.
- Hægt að senda rafræna reikninga
- OData hefur aðferðir við að sækja skjöl sem viðhengi og stafræn skjöl