Innkaup

INNKAUP | Vörur og þjónusta frá birgjum

Með innkaupapöntunum hefur þú fullkomna stjórn á aðföngum frá birgjum sama hvort um vörur eða þjónustu er að ræða. Þú getur einnig tekið á móti pöntum í hlutum. Þegar þú færð innkaupareikning frá birgja uppfærist innkaupapöntun með magni og verði hverrar vöru eða þjónustu.

Hægt er að uppfæra innkaupsverð á vöruspjaldi.

Fjöldauppfærsla

Uniconta býður upp á fjöldauppfærslu eða fjöldabókun innkaupapantana. Þannig sparar þú tíma og eykur skilvirkni. Hægt er að bæta línum inn á margar innkaupapantanir samtímis í gegnum pantanabók. Innkaupagjöld eins og tolla og aðflutningsgjöld má færa á vörulínur. Ef þessi gjöld liggja ekki fyrir þegar varan er bókuð má bæta þeim við eftir á.

Afturköllun

Ef þú þarft að afturkalla innkaupapöntun getur þú afritað úr pöntun til að forðast endurinnslátt. Einnig er hægt að endursenda og endurprenta innkaupapantanir.

Gjaldmiðlar

Ef þú flytur inn vörur þarftu að stofna innakaup og framkvæma greiðslur í erlendum gjaldmiðlum. Uniconta skráir færslur í erlendum gjaldmiðlum samhliða grunngjaldmiðli. Gengi gjaldmiðla er sótt daglega frá Seðlabanka.

Aðgerðir í innkaupum

Stofngögn – Innkaupapantanahaus

 • Pantanaflokkar til að halda utan stöðu pantana – standandi pantanir og fastar pantanir
 • Fastar pantanir t.d. áskriftir, aðildargjöld og þjónustusamningar
 • Viðhengi (skjöl) sem prentast með skjölum ss. teikningar, leiðbeiningar, gæðaskjöl og myndir
 • Tilvísunarreitir – okkar tilvísun, yðar tilvísun, tilboð, pöntunarstaðfesting, tollanúmer o.fl.
 • Athugasemdir – innri minnispunktar varðandi pöntun
 • Stofna sölupöntun út frá innkaupapöntun
 • Pantanayfirlit með með hverri pöntun og samtölu allra pantana
 • Yfirlit pantana með mismunandi sniðmátum
 • Skrá starfsmann á pöntun
 • Rafrænar innkaupapantanir
 • Úthlutun innkaupa- og aðflutningsgjalda
 • Prenta eða senda innkauapbeiðni, innkaupapöntun, afhendingarseðil og reikning
 • Uppsetning greiðsluháttar á lánardrottni til að stofna greiðslubunka

Grunngögn – Innkaupapantanalínur

 • Flýtileit eftir vörunúmer og vörulýsingu
 • Ítarleg leit með uppflettingu í vöruspjaldi eftir vöruflokk, vörumerki og tegund
 • Hægt að velja vörur og slá inn magn í vörulista og skoða valdar línur áður en pöntun er stofnuð
 • Minnispunktar á pantanlínum eða textareitur fyrir punkta
 • Lengdir textar fjölga línum – allur texti birtist á skjölum
 • Vörunúmer er valkvæmt – einnig hægt að velja fjárhagslykil beint í pantanalínu
 • Sniðmát til að forvelja staðlaða texta og vörulínur úr sniðmáti
 • Merking pantanalína á innkaup og birgðahreyfingar
 • Hægt að velja hvaða línur á að móttaka í pöntun
 • Utanumhald biðpantana (hlutaafhendingar)
 • Bæta millisamtölum inn í pantanalínur
 • Setja inn valda reiti úr vöruspjaldi, t.d. strikamerki
 • Færa starfsmenn inn á pantanalínur
 • Færa inn VSK í línu ef vara er án VSK
 • Hægt að velja allt að fimm afbrigði í pantanalínum

Skýrslur

 • Reikningageymsla – útbúa nýja pöntun út frá bókuðum reikningi
  • inniheldur innkaupa- og aðflutningsgjöld skv. innkaupareikningi
 • Pantanalínur – eftirfylgni áskriftarpantana
 • Senda á prentara, flytja í Excel, Word eða CSV skrá

Skjöl

 • Innkaupabeiðni
 • Innkaupapöntun
 • Afhendingarseðill
 • Reikningur

Uppfærslur: nýjir reitir, listar, aðgerðir og skýrslur

 • Verkfærakista fylgir áskriftinni
 • Nýjir dálkar í sölupöntun
 • Nýjar skýrslur í lista

Upplýsingar um aðrar kerfiseiningar

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!