LÁNARDROTTNAR

LÁNARDROTTNAR | Utanumhald upplýsinga lánardrottna

Óháð starfsgrein og umfangi fyrirtækis er nauðsynlegt að halda greinargóðar upplýsingar um hvern og einn lánardrottinn. Uniconta vistar allar lánardrottnaupplýsingar í lánardrottnalista og notendur hafa því góðan aðgang að greinargóðu yfirliti.

Uniconta heldur utan um stöður í gjaldmiðlum og sækir gengisupplýsingar daglega frá Seðlabanka. Notendur geta einnig sett upp eigin gengistöflur.

Senda með tölvupósti

Í stað þess að prenta skjöl og senda í pósti getur þú sent þau beint úr Uniconta með tölvupósti. Þannig sparar þú tíma og peninga og minnkar umhverfisspor fyrirtækisins.

Greiðsluskrá til banka

Hægt er að skrá greiðsluupplýsingar á lánardrottna. Með greiðslukerfinu getur þú þá útbúið greiðsluskrá og hlaðið inn í þinn viðskiptabanka. Uniconta styður greiðsluskrárform allra banka og þannig er einfalt að stofna greiðslubunka og standa í skilum.

Greiðslukenni

Greiðslukenni eru innbyggð í Uniconta og þannig þurfa notendur aðeins að slá inn reikningsnúmer í stað þess að slá inn langar runur af tölum.

Fjöldauppfærsla

Það er auðvelt að fjöldauppfæra, eða bóka margar innkaupapantanir samtímis í Unicota. Þannig sparar þú tíma og eykur framleiðni.

Leit í fyrirtækjaskrá

Þegar þú slærð inn kennitölu lánardrottins sækir Uniconta nafn og heimilisfang úr fyrirtækjaskrá. Einnig má sækja upplýsingar beint úr Þjóðskrá.

Rafrænir reikningar

Uniconta getur tekið á móti rafrænum reikningum frá lánardrottnum. Sparar tíma og dregur úr mistökum. Uniconta tekur við rafrænum reikningi frá skeytamiðlar. Einnig styður Uniconta við sendingu og móttöku EDI verslunarskeyta.

Aðgerðir í lánardrottnakerfi

Grunnaðgerðir

 • Skráning á afhendingu innkaupa
 • Sjálfvirk úthlutun lykilnúmers á nýja lánardrottna eða eftir lánardrottnaflokkum
 • Tenging við fyrirtækjaskrár Norðurlanda og Evrópusambandsins – slærð inn skráningarnúmer erlends lánardrottins: nafn og heimilsfang fyllast sjálfkrafa út
 • Fjórir reitir fyrir nafn fyrirtækis og heimilisfang og tenging við póstnúmeraskrá til að skrá inn sveitarfélag
 • Lánardrottnaflokkar með bókunarstýringum og lánardrottnaskýrslur
 • Stýring á VSK bókunum
 • Stýring gjaldmiðla lánardrottna
 • Ótakmarkaður fjöldi tengiliða
 • Tölvupóstföng – senda má innkaupapantanir og beiðnir sjálfkrafa með tölvupósti
 • Viðhengi og minnispunktar og sending skjala með tölvupósti á tiltekna tengiliði Hægt að hengja .pdf skrár, myndir og Office skjöl við lánardrottinn
 • Hægt að fjöldabreyta lánardrottnalista
 • Stofnun nýrra lánardrottna með Excel og klemmuspjaldi Uniconta
 • Ítarleg síun til að leita í lánardrottnalista
 • Yfirlit lánardrottnaupplýsinga í sérhönnuðum skjámyndum
 • Hægt að breyta stofnupplýsingum í listavalmynd
 • Sameining lánardrottna, t.d. ef lánardrottinn hefur verið stofnaður tvisvar
 • Greiðsluaðferðir – t.d. mismunandi bankareikningar
 • Reikningstillögur við útskrift reikninga
 • Hermun á stöðulistum
 • Vöru- og innkaupagjöld
 • Hægt að skrá flutnings- og afgreiðslugjöld beint á lánardrottinn
 • Fjöldauppfærsla innkaupareikninga getur útbúið öll skjöl
 • Póstnúmer með allt að 12 stöfum
 • Reikningsnúmer getur innihaldið bókstafi
 • Hægt að breyta og endurreikna reikning eftir bókun
 • Lánardrottnar geta haft stöðuaðferð fyrir opnar færslur
 • Afhendingarskilmála má stilla fyrir hvern afhendingarstað
 • Greiðslur lánardrottna – möguleiki á löngum texta
 • Hægt að skrá flutnings- og afgreiðslugjöld eftir stærð eða vöru
 • Færslur lánardrottna eru með „Reikningur“ í tækjaslánni svo að þú getur auðveldlega fundið reikninginn á bak við færsluna
 • Með jöfnunareiginleikanum er hægt að jafna nokkrar opnar færslur í einu
 • Sameina viðskiptavin og lánardrottinn, svo þegar stofnaður er lánardrottinn er hægt að velja að fyllta út reitinn „Viðskiptavinur“. Þá munu viðskiptavinur og lánardrottinn deila færslunum þannig að hægt er að gera upp reikning frá lánardrottni með reikning frá viðskiptavini
 • Línuafsláttur-% á viðskiptavin/lánardrottinn
 • Móttaka rafrænna reikninga
 • Á lánardrottni er hægt að velja „Ekkert“, þá verða þessar færslur ekki með í greiðslutillögunni
 • Greiðsluviðmið kröfuhafa í greiðslutillögunni notar nýja kerfisnúmeraröð sem byrjar frá 100.000
 • Lánardrottinn hefur sömu CRM reiti og viðskiptavinur

Innkaupareikningar

 • Innkaupareikningar með vörulínum – með eða án vörunúmera
 • Hægt að setja kostnaðarlykla beint í innkaupalínur
 • Uniconta bætir við línu ef langur texti er sleginn inn – allur texti birtist á reikningi
 • Útbúa innkaupareikninga og bráðabirgðareikninga
 • Hengja við skjöl
 • Hægt að slá VSK fjárhæð inn á innkaupareikning til að yfirskrifa VSK útreikning Uniconta
 • Afhendingarseðlaskrá fyrir innkaup

Skýrslur

 • Upplýsingar um vörur og lánardrottna
 • Talnagögn vöru sem keypt er frá lánardrottni
 • Reikningageymsla – bókaðir reikningar geyma hverja línu
 • Færslur lánardrottins – hreyfingayfirlit, færslur, opnar færslur og stöðulistar
 • Uniconta veltitöflur til frekari greiningar
 • Greiðslukerfi – útbýr greiðsluskrá/bunka til innlestrar í banka og stofnar dagbókarfærslur
 • Prentun skjala, flutningur í Excel, Word eða CSV-skrár

Form

 • Innkaupareikningar

Uppfærslur – nýir reitir, listar, aðgerðir og skýrslur

 • Uniconta verkfærakistan innifalin
 • Nýir reitir í lánardrottnum
 • Nýjar skýrslur í boði fyrir þá sem þurfa sérhannaðar skýrslur

Hvað er lánardrottinn?

Lánardrottinn  er hugtak innan reikninghaldsins sem notað er um þann aðila sem innheimtir pening frá viðskiptavini. Í mörgum tilfellum eru lánardrottnar fyrirtæki sem eiga peninga inni hjá viðskiptavinum sem hafa móttekið þjónustu eða vöru.
Birgjar eða bankar eru dæmi um lánardrottna sem fyrirtæki getur skuldað peninga til. Lánardrottinn gengur venjulega í langtímasamband við viðskiptavin.

Lánardrottnaspjaldið

Í Lánardrottnum Uniconta getur fyrirtækið fylgst með því hvaða birgjum ber að greiða auk upplýsinga varðandi afhendingarstaði, innkaup, afsláttarsamninga o.fl. Einnig er hægt að fá lista sem veita yfirlit yfir lánardrottna vegna útistandandi skulda.
Lánardrottnaeiningin gerir þér einnig kleift að takast á við:
 • Viðhengi skjala, mynda og minnispunkta
 • Innkaupapantanir við meðhöndlun pantana og afhendinga
 • Innkaupareikninga og afpantanir er hægt að hlaða beint niður frá lánardrottnaspjaldinu svo ekki þurfi að færa inn handvirkt

 Yfirlit lánardrottna

Allir lánardrottnar þínir saman á einum stað með bókhaldskerfi Uniconta. Þú færð faglegt og leiðandi bókhaldskerfi sem skapar yfirsýn yfir reikningana þína. Að auki er fjöldi aðgerða innifaldnir til að hjálpa þér að fylgjast með lánardrottnum þínum
 • Fjöldauppfærsla innkaupa
 • Sameining lykla
 • Uppsetning ótakmarkaðra greiðsluaðgerða
 • Viðhengi stafrænna fylgiskjala við allar færslur og lánardrottna
 • Sameining tveggja lánardrottna

Yfirlit erlendra lánardrottna

Ef fyrirtækið á viðskipti við erlend fyrirtæki gæti verið þörf á að skrá innkaupareikninga, greiðslur og annað í erlendri mynt. Með Uniconta geturðu fylgst með erlendum lánardrottnum þínum. Einnig er hægt að láta Uniconta uppfæra gengið sjálfkrafa

Upplýsingar um aðrar kerfiseiningar