Lánardrottnar
Geyma upplýsingar um lánardrottna
Óháð starfsgrein og umfangi fyrirtækis er nauðsynlegt að halda greinargóðar upplýsingar um hvern og einn lánardrottinn. Uniconta vistar allar lánardrottnaupplýsingar í lánardrottnalista og notendur hafa því góðan aðgang að greinargóðu yfirliti.
Uniconta heldur utan um stöður í gjaldmiðlum og sækir gengisupplýsingar daglega frá Seðlabanka Íslands. Notendur geta einnig sett upp eigin gengistöflur.
Virkni
Senda með tölvupósti
Í stað þess að prenta skjöl og senda í pósti getur þú sent þau beint úr Uniconta með tölvupósti. Þannig sparar þú tíma og peninga og minnkar umhverfisspor fyrirtækisins.
Greiðsluskrá til banka
Hægt er að skrá greiðsluupplýsingar á lánardrottna. Með greiðslukerfinu getur þú þá útbúið greiðsluskrá og hlaðið inn í þinn viðskiptabanka. Uniconta styður greiðsluskrárform allra banka og þannig er einfalt að stofna greiðslubunka og standa í skilum.
Greiðslukenni
Greiðslukenni eru innbyggð í Uniconta og þannig þurfa notendur aðeins að slá inn reikningsnúmer í stað þess að slá inn langar runur af tölum.
Fjöldauppfærslur
Það er auðvelt að fjöldauppfæra, eða bóka margar innkaupapantanir samtímis í Unicota. Þannig sparar þú tíma og eykur framleiðni.
Leit í fyrirtækjaskrá
Þegar þú slærð inn kennitölu lánardrottins sækir Uniconta nafn og heimilisfang úr fyrirtækjaskrá. Einnig má sækja upplýsingar beint úr Þjóðskrá.
Rafrænir reikningar
Uniconta getur tekið á móti rafrænum reikningum frá lánardrottnum. Sparar tíma og dregur úr mistökum. Uniconta tekur við rafrænum reikningi frá skeytamiðlara. Einnig styður Uniconta við sendingu og móttöku EDI verslunarskeyta.
Skráðu þig fyrir ókeypis prófun
Prófaðu Uniconta ókeypis í 30 daga til að kynnast öllum kerfiseiningum og virkni. Eftir 30 daga ákveður þú hvort þú viljir gerast áskrifandi að Uniconta eða ekki.
Sögur viðskiptavina
Lestu meira um hvernig viðskiptavinir okkar njóta góðs af því að nota Uniconta í daglegum viðskiptum sínum.
Aðgerðir í lánardrottnakerfi
Grunnaðgerðir
- Skráning á afhendingu innkaupa
- Sjálfvirk úthlutun lykilnúmers á nýja lánardrottna eða eftir lánardrottnaflokkum
- Tenging við fyrirtækjaskrár Norðurlanda og Evrópusambandsins – slærð inn skráningarnúmer erlends lánardrottins: nafn og heimilsfang fyllast sjálfkrafa út
- Fjórir reitir fyrir nafn fyrirtækis og heimilisfang og tenging við póstnúmeraskrá til að skrá inn sveitarfélag
- Lánardrottnaflokkar með bókunarstýringum og lánardrottnaskýrslur
- Stýring á VSK bókunum
- Stýring gjaldmiðla lánardrottna
- Ótakmarkaður fjöldi tengiliða
- Tölvupóstföng – senda má innkaupapantanir og beiðnir sjálfkrafa með tölvupósti
- Viðhengi og minnispunktar og sending skjala með tölvupósti á tiltekna tengiliði Hægt að hengja .pdf skrár, myndir og Office skjöl við lánardrottinn
- Hægt að fjöldabreyta lánardrottnalista
- Stofnun nýrra lánardrottna með Excel og klemmuspjaldi Uniconta
- Ítarleg síun til að leita í lánardrottnalista
- Yfirlit lánardrottnaupplýsinga í sérhönnuðum skjámyndum
- Hægt að breyta stofnupplýsingum í listavalmynd
- Sameining lánardrottna, t.d. ef lánardrottinn hefur verið stofnaður tvisvar
- Greiðsluaðferðir – t.d. mismunandi bankareikningar
- Reikningstillögur við útskrift reikninga
- Hermun á stöðulistum
- Vöru- og innkaupagjöld
- Hægt að skrá flutnings- og afgreiðslugjöld beint á lánardrottinn
- Fjöldauppfærsla innkaupareikninga getur útbúið öll skjöl
- Hægt að slá VSK fjárhæð inn á innkaupareikning til að yfirskrifa VSK útreikning Uniconta
- Póstnúmer með allt að 12 stöfum
- Reikningsnúmer getur innihaldið bókstafi
- Hægt að breyta reikningi eftir bókun
- Bóka afslátt á aðskilda lykla
- Lánardrottnar geta haft stöðuaðferð fyrir opnar færslur
- Afhendingarskilmála má stilla fyrir hvern afhendingarstað
- Skjámyndir lánardrottnafærslna innihalda nú hnappinn ‘Reikningur’ í tækjaslánni svo notendur geti fljótt séð reikninginn á bak við færsluna
- Jöfnunaraðgerðin hefur möguleika á að jafna nokkrar opnar færslur í einu
- Þegar lánardrottinn er stofnaður er hægt að velja að fylla út svæðið „viðskiptavinur“. Þá mun viðskiptavinurinn og lánardrottinn skipta færslunum þannig að hægt sé að jafna reikning lánardrottins við reikning viðskiptavinar.
- Línuafsláttarprósenta viðskiptavinar/lánardrottins
- Hægt er að skipta á milli samsettra reita með bilstönginni. T.d. Fjárhagur/Viðskiptavinur/Lánardrottinn í dagbókinni.
- Á reikningsyfirlitum viðskiptavinar/lánardrottins er hægt að velja færslur „Aðeins gjaldfallnir reikningar“
- Hjá lánardrottni er hægt að velja „Ekkert“ í Greiðsluháttur, þannig að engar greiðslur eru teknar með í greiðslutillögunni
- GLN-númer er hægt að nota til að taka á móti rafrænu
- Lánardrottinn er með sömu CRM svæði og viðskiptavinur
- Greiðslutilvísun í greiðslutillögu er númeraröð sem byrjar frá 100.000
- Í pöntunum og innkaupum er hægt að færa inn bókunartexta í pöntunarhausinn sem síðan verður fluttur í fjárhagsfærslurnar og kreditfærsluna.
- Við höfum stuðning við innkaup á föstu kostnaðarverði
- Hægt er að nota greiðslubókina til að stofna sameinaðar greiðslur, flytja þær í færslubókina án þess að stofna greiðsluskrá og án þess að hafa ýmsar villuleitir banka
Innkaupareikningar
- Innkaupareikningar með vörulínum – með eða án vörunúmera
- Hægt að setja kostnaðarlykla beint í innkaupalínur
- Uniconta bætir við línu ef langur texti er sleginn inn – allur texti birtist á reikningi
- Útbúa innkaupareikninga og bráðabirgða (pro-forma) reikninga
- Hengja við skjöl
Skýrslur
- Upplýsingar um vörur og lánardrottna
- Talnagögn vöru sem keypt er frá lánardrottni
- Reikningageymsla – bókaðir reikningar geyma hverja línu
- Færslur lánardrottins – hreyfingayfirlit, færslur, opnar færslur og stöðulistar
- Uniconta veltitöflur til frekari greiningar
- Greiðslukerfi – útbýr greiðsluskrá/bunka til innlestrar í banka og stofnar dagbókarfærslur
- Prentun skjala, flutningur í Excel, Word eða CSV-skrár
Form
- Innkaupareikningar
Uppfærslur – nýir reitir, listar, aðgerðir og skýrslur
- Uniconta verkfærakistan innifalin
- Nýir reitir í lánardrottnum
- Nýjar skýrslur í boði fyrir þá sem þurfa sérhannaðar skýrslur
Upplýsingar um kerfiseiningar Uniconta
EKKI ENN KOMINN Í UNICONTA?
Ef þú ert fastur/föst í fortíðinni eru umboðsaðilar Uniconta til taks að hjálpa þér við innleiðingu og notkun Uniconta. Þannig tryggir þú þér greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu ef þú þarft aðstoð í Uniconta.
Ef þú ert ekki nú þegar í sambandi við einn af umboðsaðilum okkar – ekki hika við að hafa samband strax.
Við mælum alltaf með því að þú ráðfærir þig við einn af Uniconta umboðsaðilum okkar ef þú vilt:
- Flytja gögn úr öðru bókhaldskerfi inn í Uniconta
- Laga Uniconta að þínum þörfum
- Fá samþættingu við önnur kerfi sem þú notar
- Gera allt sjálf/ur en vantar kennslu eða ráðgjöf