VÖRUSTJÓRNUN

VÖRUSTJÓRNUN | Hnífskörp birgðastjórnun

Uniconta vörustjórnunarkerfið er kærkomin viðbót við fjárhags- og birgðakerfið og inniheldur fjölda aðgerða. Hægt er að virkja þessar aðgerðir eða slökkva á þeim, allt eftir þínum þörfum.

Fyrirtæki sem nota vörustjórnun fá gott yfirlit yfir birgðastöðu og geta haldið utan um birgðastöðu og reiknað verðmæti keyptra og seldra birgða.

Vörulýsingar

Vörulýsing í Uniconta getur verið að allt að 60 stafir. Ef þú þarft lengri vörulýsingu eða vörulýsingu á erlendu tungumáli þarftu að virkja vörustjórnun í Uniconta og nota vörunafnaflokk. Í vörunafnaflokki getur þú sett upp vörulýsingu sem er allt að 1.000 stafa löng.

Uppskriftir (BOM)

Vörustjórnun má nota til að útbúa uppskriftir (BOM) og framleiðsluuppskriftir. Uppskriftir má nota til að bæta gjöldum, eins og áfengisgjaldi, á vöru. Þegar uppskrift er bókuð færast vörur og forðar sem uppskriftin inniheldur út af lager. Framleiðslupantanir og framleiðsluuppskriftir eru hluti af framleiðslukerfi Uniconta.

Lotu- og raðnúmer

Lotunúmerastýring á vel við um t.d. matvörur sem hafa tiltekna gildislokadagssetningu. Raðnúmer henta svo vel til að halda utan um dýrar vörur gætu þurft ábyrgðarþjónustu.

Umreikningur eininga

Í Uniconta er hægt að umreikna einingar. Þannig getur þú keypt í kössum og selt í stykkjum.
Til virkja þessa aðgerð þarf að haka við "Umreikningur eininga" í vali kerfiseininga. Þá þarf að setja upp umreikningsflokk í birgðum og þar undir línur fyrir umreikningsstuðla. Ekki þarf að setja inn stuðla fyrir staðlaðar mælieiningar (eins og úr metrum í sentimetra) þar sem að Uniconta þekkir þessar einingar.

Þegar flokkur hefur verið stofnaður þarf að merkja hann á vöruspjald til að virkja umreikning. Einnig má innkaupaeiningu og sölueiningu í vöruspjaldi. Þá má færa einingar í verðlista.

Þegar reikningur er bókaður vistast allar línur í þeirri einingu sem tilgreind er á vöruspjaldi. Ef reikningur er endurprentaður reiknar Uniconta afturvirkt frá einingu í vöruspjaldi í einingu á reikningi. Þannig verður engin breyting á birgðaskýrslum þar sem að allar færslur eru skráðar í einingu vörunnar.

Aðgerðir vörustjórnunar

Verðlistar viðskiptavina

 • Settu upp verðlista viðskiptavina, afslætti og tímabundin tilboð
 • Verðin birtast sjálfkrafa í sölupöntunum og flýtireikningum

Verðlistar lánardrottna

 • Settu upp verðlista lánardrottna, afslætti og tímabundin tilboð
 • Verðin birtast sjálfkrafa í innkaupapöntunum og innkaupareikningum

Vörunafnaflokkar

 • Setja upp vörunúmer og vörulýsingu viðskiptavina
 • Gildin birtast á tengdum skjölum

Vörustjórnun

 • Virkja þarf vörustjórnun til að fá fullkomið birgðayfirlit
 • Vörustjórnun sýnir vörur til ráðstöfunar, frátekningar, pantaðar vörur og afhentar
 • Hægt að færa vörur á milli vídda í birgðabók
 • Talningarlistar með lotu-/raðnúmerum
 • Uppskriftir innihalda línuafslátt

Allar vörur

 • Hægt að virkja vörustjórnun fyrir allar vörur eða handvaldar
 • Ef allar vörur er valdar á vörustjórnun við allar vörur af gerðinni vara
 • Vörustýring tekur ekki til vöru af gerðinni forði

Vöruhús

 • Stjórna má birgðum nður á vöruhús sem geta t.d. verið verslun, land, bíll eða verkstæði

Staðsetning

 • Staðsetning innan vöruhús getur flýtt fyrir leit að vörunni t.d. hilla, rekki, salur.

Vöruafbrigði

 • Allt að fimm vöruafbrigði t.d. litur, stærð, breidd, hæð og lengd
 • Strikamerki og kostnaðarverð fyrir hvert afbrigði

Lotu- og raðnúmer

 • Lotu- og raðnúmer hafa sérgreind kostnaðarverð
 • Lotu- og raðnúmer – skráning á upphafsmagni

Skýrslur

 • Birgðastaða vöru – reiknar kostnaðarverð á tiltekinni dagsetningu
 • Til ráðstöfunar – sýnir birgðir til ráðstöfunar eftir vöruhúsi og afbrigði
  – leit í sölu- og innkaupapöntunum
 • Endurpöntunarlisti – reiknar endurpöntunarmagn skv. uppsetningu
 • Vörufrátektir skv. frátektum, pöntuðu og afhendu magni úr öllum kerfiseiningum Uniconta
 • Uppskriftarfrátektir sem bjóðu upp á niðurbrot uppskrifta til að fá uppskriftarlínur inn í endurpöntunarlista
 • Birgðaskýrsla með uppskriftum

Upplýsingar um aðrar kerfiseiningar