Uniconta Upload App

Fylgiskjöl beint úr símanum með Uniconta Upload

Ókeypis app til að hlaða upp fylgiskjölum

Uniconta Upload er nýtt ókeypis app sem notað er til að hlaða stafrænum fylgiskjölum í innhólf Uniconta.

Með Uniconta Upload getur þú tekið af fylgiskjali með símanum þínum og hlaðið beint inn í innhólf fyrir stafræn fylgiskjöl í Uniconta. Hægt er að merkja fylgiskjalið samþykkt af sendanda.

Fljótleg, einföld og skilvirk lausn fyrir starfsmenn sem þurfa að skila af sér fylgiskjölum með eða án samþykkta, t.d. ferðakostnað og útlagðan kostnað vegna verkefna.

Í fyrsta sinn sem Uniconta Upload er notað þarf að slá inn notandanafn starfsmanns og tölvupóstfang fyrir stafræn fylgiskjöl (birtist undir „Fyrirtækið mitt“). Þessar upplýsingar eru síðan vistaðar í appinu.

Uniconta Upload krefst ekki innskráningar og allir geta notað það. Frábær lausn fyrir þína starfsmenn og hentar einnig fyrir þá viðskiptavini bókarhalds- og endurskoðendafyrirtækja sem ekki hafa aðgang að Uniconta.

Uniconta Upload er einnig aðgengilegt í gegnum vefviðmót: https://web.uniconta.com/upload

Sækja Uniconta Upload hjá Google Play eða Apple Store

EKKI ENN KOMINN Í UNICONTA?

Ef þú ert fastur/föst í fortíðinni eru umboðsaðilar Uniconta til taks að hjálpa þér við innleiðingu og notkun Uniconta. Þannig tryggir þú þér greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu ef þú þarft aðstoð í Uniconta.

Ef þú ert ekki nú þegar í sambandi við einn af umboðsaðilum okkar – ekki hika við að hafa samband strax.

Við mælum alltaf með því að þú ráðfærir þig við einn af Uniconta umboðsaðilum okkar ef þú vilt:

  • Flytja gögn úr öðru bókhaldskerfi inn í Uniconta
  • Laga Uniconta að þínum þörfum
  • Fá samþættingu við önnur kerfi sem þú notar
  • Gera allt sjálf/ur en vantar kennslu eða ráðgjöf

Hafðu samband við Uniconta umboðsaðila

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar