Verkbókhald

Fáðu yfirlit yfir verkin þín

Verkbókhald Uniconta heldur utan um kostnað, tekjur, verk í vinnslu og tímanotkun hvers verkefnis. Þegar þú stofnar nýtt verk getur þú valið mismunandi sniðmát til að slá inn upplýsingar um viðskiptavini. Þannig færðu samræmt yfirlit yfir allar upplýsingar á einum stað í Verkbókhaldinu og nærð betri stjórn á verkefnum.

Virkni

Verk í vinnslu

Þegar verkbók er bókuð mun Uniconta bóka verk í vinnslu (væntanlegar tekjur) miðað við klukkustundir, efni og kostnað. Lyklar og mótlyklar fyrir þessar færslur eru settir upp á verkflokkana. Ef þessir lyklar eru ekki settir upp, mun Uniconta ekki bóka verk í vinnslu í fjárhag. Uniconta verk má keyra án samþættingar við fjárhag ef óskað er.

Það er gátreitur á verkfærslum sem kallast "verk í vinnslu" og sýnir hvort verk í vinnslu eru bókuð í fjárhag. Við reikningsfærslu eru verk í vinnslu jöfnuð í fjárhag þannig að aðeins raunverulegar tekjur verks birtast bæði í verkbókhaldi og fjárhagskerfi.

Uniconta Tímastjórnun

Uniconta Tímaskráning er viðbót við verkbókhald Uniconta og er ætlað að skrá vinnuskýrslur starfsmanna, fylgjast með framvindu og reikningsfæra unnar stundir. Einingin gerir notendum kleift að setja upp stöðluð dagatöl og verð fyrir hvern starfsmann og skrá vinnutíma starfsmanna sem tímagjald.

Þessi stöðluðu dagatöl og verð má svo nota í "tímafærslubók" yfir hvern starfsmann. Starfsmenn geta lokað tímabilum þegar vinnuskýrslan er útfyllt og skýrslan síðan verið samþykkt af stjórnanda. Við samþykkt bókast tímaskýrslur sjálfkrafa í Uniconta verkbók.
Starfsmenn geta enduropnað tímabil sem ekki enn hafa verið samþykkt.

Áætlun

Áætlanagerð gerir notendum kleift að áætla þvert á verkefni, tegundir, launagerðir og starfsmenn.
Einingin gerir notendum kleift að fá yfirsýn yfir rauntölur samanborið við áætlun, dagvinnutímum og frávikum. Þetta er allt byggt upp sem veltitafla. Uniconta inniheldur einnig vinnusvæði, útvíkkaða verkefnastjórnun og úthlutunar- möguleika á aðgerðastjórnun með nákvæma útlistun á því sem unnið er eftir í einstöku fyrirtæki og/eða einstöku verki. Ef notendur vilja breyta áætlun eða flytja frá einum starfsmanni til annars, geta þeir gert það með því að færa, bæta við eða breyta færslunni. Áætlunin uppfærist svo með breytingum og niðurstaðan birtist sjónrænt.
Rauntölur síðasta árs má einfaldlega afrita yfir í nýja fjárhagsáætlun og hefja svo áætlanagerð.
Ef tímagjald starfsmanns er eftir áætlun er einfalt að uppfæra áætlun með nýjum taxta.

Aðalverk

Þegar unnið er með verk með nokkrum undirstigum geta notendur fengið yfirlit yfir verkefnin undir "Aðalverk". Hér geta notendur horft á verk á efsta stigi ef það hefur undirliggjandi verkefni. Þetta þýðir að þegar notandi afmarkar eða flokkar eftir aðalverki þá birtast öll undirverk þess.

Stofna 0-reikning (núll) á verk

Til þess að loka tímabili getur þurft að reikningsfæra verkin. Við bjóðum aðgerð sem heitir "Stofna 0-reikning". Þetta er leið til loka tímabili án þess að senda reikning til viðskiptavinar. Uniconta stofnar enn reikningsfærslur í reikningatöflunni með núllreikningi. Þannig geta notendur séð að kerfið hefur bókað 0-reikning. Í verknúmeraröð má stofna vörunúmer sem sýnir muninn á milli áfangareikninga og þeirrar upphæðar sem á að vera reikningsfærð.

Undirverk við reikningsfærslu verks

Þegar verk er stofnað geta notendur stofnað yfirverk. Þá eru önnur verk undirverk þess yfirverks. Notendur geta sett upp hvort á að reikningsfæra undirverk á aðalverk eða reikningsfæra hvert fyrir sig. Einng má velja á mörgum stöðu að "taka undirverk" með.

Reikningsfærsla

Reikningsfærsla er gerð í viðskiptavinakerfinu og þar er hægt að gera breytingar áður en verkreikningur er sendur út. Hægt er að færa inn sölupantanalínur með eða án vörunúmera. Texti getur verið allt að 1.200 stafir. Notendur geta valið hvaða þætti á að reikningsfæra.

Það er nauðsynlegt að halda vel utan um verkin sem þú ert með. Verkbókhald Uniconta gerir notendum kleift að fá skýra yfirsýn yfir kostnað, tekjur og tímanotkun hvers verks.
Þetta leiðir af sér betri verkstjórn og yfirsýn yfir hvaða verk eru arðsöm og hvaða verk eru ekki að standa undir væntingum.

Yfirlit og stjórnun

Hægt er að skipta færslum á verki í marga verkþætti eða tegundir. Þessar tegundir má síðan flokka í undirflokka ef þarf.

Þessar tegundir og Undirflokkar mynda síðan grunninn að greiningu á verkinu sem veitir þér góða yfirsýn yfir framvinduna. Einnig er hægt að skoða þessar upplýsingar í mælaborði Uniconta.

Verklistinn

Þegar verk er stofnað geta notendur skráð allar upplýsingar í verktöflu. Hægt er að breyta gildum á hverju verki, svo sem greiðslu- og afhendingarskilmálum, afhendingarmáta o. fl.

Auðvelt er að setja undirverk inn í stigveldi í reitnum aðalverk. Stofna má verkefni með sniðmátum sem tryggja einsleitni í skráningu og að ekki gleymist að skrá mikilvægar upplýsingar.

Reikningur í verkbókhaldinu

Verkbókhaldskerfið er að fullu tengt fjárhags-, viðskiptavina-, lánardrottna- og birgðakerfinu í Uniconta. Reikningsfærsla er því gerð úr viðskiptavinakerfinu. Eiginleikum viðskiptavinakerfis svipar til einfaldrar ritvinnslu þannig að auðvelt er fyrir notendur að velja hvaða tíma skal rukka og hvaða tíma skal ekki rukka.

„Við lágmörkuðum hættuna á villum og spörum tíma. Til dæmis auðveldar verkeiningin í Uniconta að bera áætlanir saman við núverandi stöðu verks. Þetta þýðir að við getum gripið inn í snemma ef tilteknar áskoranir koma upp í verki. Það er einnig orðið mun auðveldara að gera eftiráútreikning á loknu verki. Áður fyrr tók það auðveldlega 20-30 mínútur. Í dag ýtum við bara á takka og höfum hana á innan við fimm sekúndum.“

Lars Slipsager Reugboe, forstjóri og félagi Syddansk Tagdækning A/S

Aðgerðir í verkbókhaldi

 • Tegundir fyrir tekjur, kostnað og birgðavörur
 • Samþáttun við birgðir
 • Áætlunarlínur verks innihalda vörunúmer, starfsmenn, launagerðir og víddir
 • Áætlunarlínur verks sýna framlegð og framlegðarhlutfall fyrir línuna sem og fyrir heild
 • Reikningsfærsla verks
 • Reikningsfærsla sölupöntunar fyrir verk
 • „Flýtireikningur“ fyrir verk
 • Reikningsfærslur úr verki með „Flýtireikningi“
 • Skráning vöru- og tímanotkunar, kostnaðar vörunotkunar og þjónustu ásamt tegundarmerkingum á starfsmenn og verkliði
 • „Samþykkt“ og „í undirbúningi“ í verkdagbók
 • Endurreikna verð í verkdagbók
 • Launagerðir fyrir tíma og tilvísanir í laun fyrir launakerfi
 • Samþáttun við starfsmannakerfi
 • Flokkar starfsmanna
 • Fjárhagsáætlun/mat
 • Breyta bókuðum verklínum
 • Verknotkun með fjárhagsáætlun/mati
 • Undirverk innifalin í summu yfirliti
 • „Áfangi“ innifalinn á verkspjaldinu
 • Breyta verknúmeri á bókuð verk
 • Fjárhagsáætlun/mat
 • Kostnaður
 • Veltitöflur í verkbókhaldi
 • Verktilboð í gegnum sölu
 • Verksniðmát fyrir dagvinnu og yfirvinnutaxta
 • Frjáls textasvæði fyrir tilvísunarnúmer
 • Í verkfærslum birtast reikningar sem neikvæðar færslur
 • Álagningarflokkar
 • Verkdagbók
 • Vörunúmer á verkreikningum
 • Samtölur á verkefnalista
 • Víddum bætt við verkfærslur
 • Stofna pöntun úr verki
 • Fjöldauppfærsla í verkbókhaldi
 • Leyfir notandanum að raða eftir „allar færslur“, „reikningsfært“ og „óreikningsfært“
 • Sjálfvirk uppsöfnun
 • Leiðréttingar sem hægt er að nota við reikningsfærslu, ef pöntun er breytt eftir að hún er flutt úr verki
 • Notendur geta fært óreikningsfærð verk beint í verkdagbók þar sem tegund og launagerð eru sjálfgefin gildi. Þessum sjálfgefnu gildum er þá úthlutað á verkfærslur þegar bókað er í gegnum fjárhagsdagbók eða innkaup.
 • Veltitöflur í verkbókhaldi innihalda flokk, tegund og víddir launagerða
 • Í sölupöntun er hægt að sjá á hvaða verkfærslum pöntun er byggð á. Að auki geta notendur fjarlægt línur sem þeir óska ekki eftir að reikningsfæra og fresta þeim til næsta mánaðar. Pöntunarlínurnar eru síðan endurkeyrðar
 • Ef notendur forgangsraða verktegundum munu reikningslínur raðast í samræmi við það
 • Nú er hægt að uppfæra uppruna verkfærslu með nýrri færslu
 • Verkdagbókin hefur nú lotu- og númeraröð
 • Verk í vinnslu
 • Samþykkja tímaskráningar
 • Færa/afrita í stafrænum fylgiskjölum (innhólf)
 • Verknúmer geta verið yfir 40 stafir að lengd
 • Akstursgjöld er hægt að skrá á reikningshæf verk
 • Reikningar úr verkbókhaldi
 • Verkreikningar í erlendri mynt
 • Ef verkfærsla er ekki reikningshæf verður söluverð 0
 • „Leiðréttingar“ í verkefnum hafa eigin samtölu á verkspjaldinu
 • Textareitur verks í fjárhagsdókum getur innihaldið allt að 1.000 stöfum sem færast í verkfærslu
 • Vöruflokkar hafa nú ‘Verktegundir’. Ef birgðavaran er ekki með verktegund munum við nota tegundina í vöruflokknum
 • ‘Verkefni innan verks’ inniheldur nú ‘Lýsing’ og notandaskilgreind svæði
 • Tími í VÍV getur nú sýnt kostnaðarvirði
 • Vikuleg tímaáætlun
 • Hægt er að tengja einstaka starfsmenn við verk, þannig að þessir starfsmenn sjá aðeins verkin (Mín verk) sem þeir eru hluti af
 • Við höfum skeiðklukku í Verki, þannig að þú getur auðveldlega mælt tíma sem varið er í verkefni. Í Verki er uppsetning á því hvernig tímarnir eiga að vera sléttaðir. Þegar „stopp“, er verkfærsla stofnuð í færslubókinni.
 • Fyrir verkreikninga flytjum við verknúmerið í fjárhagsfærsluna
 • Verk getur bókað reikning með tilteknu verkefni
 • Tímaáætlun hefur tækifæri til að sækja rauntölur síðasta árs
 • Verkbókanir innihalda tímabókarlínur
 • Hægt er að vista grunnáætlun á verkin
 • Hægt er að stofna áætlanir á tveimur stöðum: Verk og Verk/Skýrslur/Áætlun
 • Verð og dagvinnutími eru geymd í staðbundnu skyndiminni til hagræðingar
 • Starfsmenn eru með reitinn Skráningarnúmer ökutækis sem er notaður í Tímaskráningu fyrir vegalengd
 • Vinnusvæði sem sameiginleg vídd fyrir öll verk
 • Bóka sölupöntun á Verk
 • Reikningstillaga verks
 • Starfsmaður í hlutastarfi getur haft stuðul upp að skilgreindum dagvinnutíma og þá er möguleiki á stuðli yfir dagvinnutíma.
 • Bein skráning á verk
 • Hægt að samþætta allt við launagerðir
 • Hagnaður og tap eftir verki
 • Samþætt birgðastjórnun
 • Beint frá bókun í reikningsfærslu
 • Greiður aðgangur að skýrslum

Upplýsingar um kerfiseiningar Uniconta

Viðskiptavinur
Verkbókhald
Lánardrottnar
Viðskiptatengsl (CRM)
Birgðir
Mælaborð

Skráðu þig fyrir ókeypis prófun

Prófaðu Uniconta ókeypis í 30 daga til að kynnast öllum kerfiseiningum og virkni. Eftir 30 daga ákveður þú hvort þú viljir gerast áskrifandi að Uniconta eða ekki.

Sögur viðskiptavina

Lestu meira um hvernig viðskiptavinir okkar njóta góðs af því að nota Uniconta í daglegum viðskiptum sínum.

Uniconta-verðlisti

Uniconta er nútíma ERP kerfi í skýinu á sanngjörnu verði.

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar