VERKBÓKHALD

VERKBÓKHALD | Yfirlit verkefna og útseldrar vinnu

Með verkbókhaldskerfinu í Uniconta getur þú haldið utan um kostnað, tekjur og tímanotkun verkefna. Fyrir hvert verkefni sem þú stofnar getur þú valið um mismunandi sniðmát til að skrá inn upplýsingar um verkið. Þannig færðu samstillta yfirsýn yfir allar upplýsingar um verkefni í verkbókhaldinu.

Verkefnalisti

Þegar verkefni er stofnað getur þú sett upp grunnupplýsingar viðskiptavinar sem birtast í verkefnalistanum. Hægt er að breyta öllum gildum á hverju verki, ss. greiðslu, afhendingarskilmála, afhendingarhætti o.s.frv.

Hægt er að skilgreina mikilvægi verks og skrá inn yfirverk og undirverk. Setja má upp verk með stöðluðum sniðmátum til að tryggja einsleitni í skráningu og fyrirbyggja að það gleymist að skrá inn upplýsingar.

Yfirlit og stjórnun

Verkliðum og gerðum má skipta upp í mismunandi flokka og undirflokka til að einfalda yfirsýn og stjórnun.

Flokkar og undirflokkar eru grunnurinn að greiningu gagna á verkspjaldi þar sem að þú getur fylgst með framvindu verks. Einnig má skoða þessar upplýsingar í Uniconta mælaborðinu.

Reikningar

Reikningar eru gerðir í viðskiptavinakerfinu og aðgerðir eru sambærilegar þeim sem þú þekkir úr ritvinnsluforritum. Setja má inn línur án vörunúmera. Lýsingar geta verið allt að 1.200 stafir. Þú ákveður hvaða tíma á að reikningsfæra og hvaða tíma á ekki að reikningsfæra.

Það er mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir þau verk sem þú ert að vinna. Verkbókhaldið í Uniconta veitir þér góða yfirsýn yfir kostnað, tekjur og tímanotkun verka.

Þannig sérðu fljótt hvaða verk skila hagnaði og hvaða verk eru að ganga illa.

Hvernig geri ég reikning úr verkbókhaldi?

Verkbókhaldið er að fullu samþáttað við Fjárhag, Viðskiptavini, Lánardrottna og Birgðir. Reikningur er því keyrður úr viðskiptavinakerfinu. Þar getur þú slegið inn ítarlega lýsingu á þeirri vinnu sem var unninn og ákveðið hvaða tíma á að reikningsfæra.

Aðgerðir í verkbókhaldi

 • Flokkar fyrir tekjur, kostnað og vörur
 • Samþáttun við birgðakerfi
 • Verkáætlunarlínur með vörunúmer, starfsmönnum, launaflokkum og víddum
 • Verkáætlunarlínur birta framlegð og framlegðarhlutfall línu fyrir línu og í heild
 • Reikningsfæra stöðu verks
 • Sölupantanareikningsfærlur fyrir verk
 • Flýtireikningar fyrir verk
 • Reikningsfærslur verks í flýtireikning
 • Skráning tímanotkunar, tímar og kostnaður vöru og þjónustu, flokkar starfsmanna
 • “Samþykkt” og “Í bið” í verkdagbókum
 • Endurreikna verð í verkdagbókum
 • Launagerðir fyrir tíma og tilvísanir
 • Samþætting við starfsmenn
 • Starfsmannaflokka
 • Áætlanir og kostnaðarmat
 • Breyta bókuðum verklínum
 • Kostnaður verks sbr. við áætlun
 • Undirverk innifalin í heildarmynd
 • “Staða” verks á verkspjaldi
 • Breyta verknúmeri á bókuðu verki
 • Veltitafla til að skoða talnagögn
 • Verktilboð í gegnum sölukerfi
 • Verksniðmát fyrir stöðluð gjöld og yfirvinnu
 • Textareitur fyrir tilvísanir
 • Í verkfærslur eru reikningsfærslur neikvæðar
 • Álagningarflokkar
 • Verkdagbók
 • Vörunúmer á verkreikninga
 • Samtölur á verkefnalista
 • Bæta víddum á verkfærslur
 • Stofna pöntun út frá verki
 • Fjöldauppfærsla í verkbókhaldi
 • Hægt að flokka/sía eftir Öllum færslum, Reikningsfært og Óreikningsfært
 • Sjálfvirk uppsöfnun
 • Aðlaganir við reikningsútskrift ef breyta þarf pöntun eftir að hún hefur verið stofnuð úr verki
 • Bein skráning á verk
 • Samþáttun við launaflokka starfsmanna
 • Hagnaður og tap eftir verkum
 • Samþætt birgðastjórnun
 • Reikningsfærsla frá verkfærslum
 • Gott aðgengi að skýrslum

Upplýsingar um kerfiseiningar Uniconta

Do NOT follow this link or you will be banned from the site!