Viðskiptavinir

VIÐSKIPTAVINIR | Allar upplýsingar um viðskiptavini

Viðskiptavinakerfi Uniconta geymir um allar uppýsingar um viðskiptavini þannig utanumhalda pantana og reikninga verður leikur einn.

Óháð starfsgrein og umfangi fyrirtækis er nauðsynlegt að halda greinargóðar upplýsingar um hvern og einn viðskiptavin. Uniconta vistar allar viðskiptavinaupplýsingar í viðskiptavinalista. Uniconta notendur hafa því greiðan aðgang að öllum yfirlitum.

Senda með tölvupósti

Reikningar sendast sjálfkrafa með tölvupósti í gegnum innbyggt tölvupóstkerfi Uniconta. Senda má tölvupóst í gegnum tölvupóstþjóna Uniconta eða tölvupóstþjóna fyrirtækisins. Þegar skjöl eru send með tölvupósti má auðveldlega setja inn viðhengi, eins og afhendingarskilmála, ljósmyndir, tímaskýrslur o.s.frv. Hægt er að gera einfalda reikninga í gegnum flýtireikning Uniconta þar sem aðeins þarf að velja viðskiptavin og vöru og kerfið sendir eða prentar reikning samstundis.

Flýtireikningur

Flýtireikning Uniconta má nýta til að reikningsfæra sölu án þess að gera sölupöntun. Þannig þarf ekki að fara í gegnum allt pantanaferlið. Flýtireikninga er hins vegar ekki hægt að geyma og reikningsfæra síðar. Flýtireikning þarf að bóka eða hætta við áður en skjámyndinni er lokað. Ef vörur er settur upp færast þær af lager við reikningsfærslu. Ef notendur vilja halda utan um sölupantanir og gæta við vörulínum eftir hendinni þarf að bæta sölupöntunum við Uniconta áskriftina.

Reikningar

Þegar reikningsfært er í Uniconta sækir kerfið þær upplýsingar sem eiga að birtast á reikningi úr viðskiptavinalista og vörulistta. Þannig þarf ekki að slá inn grunnupplýsingar viðskiptavinar og vöru til að gera reikning. Ef kreditfæra á reikning er hægt að afrita úr upprunalegum reikning og engin þörf á því að slá inn upplýsingar. Einfalt er að endursenda og endurprenta reikninga.

Opinberir aðilar

Þeir sem selja til opinberra aðila þurfa líklega að útbúa rafræna reikninga.  Þetta er einfalt í Uniconta þar sem notendur geta valið að útbúa rafrænan reikning við reikningsfærslu.

Gjaldmiðlar

Í Uniconta er einfalt að halda utan um gjaldmiðla og sölu til erlendra viðskiptavina. Uniconta sækir gengiskrossa frá Seðlabankanum daglega og notendur geta einnig sett upp eigin gengistöflur. Allar færslur í Uniconta má gera í erlendum gjaldmiðli og grunngjaldmiðli fyrirtækisins. Gengismunur færist sjálfkrafa þegar greiðslur er bókaðar.

Áskriftir

Áskriftarkerfið í Uniconta tryggir að hægt er að senda reglubundna reikninga á réttum tíma, með fáum handtökum. Ítrekunartíðni pantana er sett upp og kerfið heldur utan um það hvenær senda á næsta reikning. Með fjöldauppfærslu er hægt að keyra alla áskriftarreikninga með einu handtaki.

fyrir sölumanninn sem er á ferðinni

Uniconta WebPortal er tilvalin lausn fyrir sölumenn sem eru á ferðinni.

Sölumenn geta útbúið nýjar pantanir á leifturhraða og skoðað upplýsingar um stöðu og veltu viðskiptavinar, birgðastöðu o.fl.

Allt er uppfært í skýinu þannig að staðan er alltaf rétt.

Með Uniconta WebPortal getur þú útbúið sölupantanir, innkaupapantanir, lánardrottna, viðskiptavini og síðast en ekki síst tekið myndir og skannað fylgiskjöl beint inn í Uniconta.

Aðgerðir í viðskiptavinakerfi

Grunngögn

 • Sjálfvirk úthlutun lykilnúmers á nýja viðskiptavini eða eftir viðskiptavinaflokkum
 • Tenging við fyrirtækjaskrár Norðurlanda og Evrópusambandsins – slærð inn skráningarnúmer erlends viðskiptavinar: nafn og heimilsfang fyllast sjálfkrafa út
 • Þjóðskrártenging í boði
 • Fjórir reitir fyrir nafn fyrirtækis og heimilisfang og tenging við póstnúmeraskrá til að skrá inn sveitarfélag
 • Viðskiptavinaflokkar með bókunarstýringum og viðskiptavinaskýrslur
 • Stýring á VSK bókunum
 • Stýring gjaldmiðla viðskiptavina
 • Ótakmarkaður fjöldi tengiliða – hægt að stýra því hvaða skjöl hver tengiliður fær
 • Ótakmarkaður fjöldi afhendingarstaða
 • Tölvupóstföng – sölureikningar fara sjálfkrafa með tölvupósti
 • Sýna söluverð hvers viðskiptavinar í krónum eða erlendum gjaldmiðli
 • Hönnun afhendingarseðla, pantanastaðfestinga, reikninga o.fl.
 • Viðhengi og minnispunktar og sending skjala með tölvupósti á tiltekna tengiliði
 • Uppsetning viðskiptavina með Excel og klemmuspjaldi Uniconta
 • Ítarleg síun til að leita í viðskiptavinalista
 • Yfirlit viðskiptavinaupplýsinga í sérhönnuðum skjámyndum
 • Hægt að breyta stofnupplýsingum í listavalmynd
 • Sameining viðskiptavina, t.d. ef viðskiptavinur hefur verið stofnaður tvisvar
 • Hægt að setja upp skilaboð, t.d. breytingar á opnunartíma o.fl.
 • Hægt að selja án VSK
 • Reikningstillögur við útskrift reikninga
 • Innheimtuviðvaranir og innheimtukostnaður í mörgum gjaldmiðlum
 • Rafrænir reikningar
 • Hermun á stöðulistum

Tölvupóstuppsetning

 • Innbyggt tölvupóstkerfi fyrir reikninga til að senda þá út sem pdf viðhengi
 • Sending tölvupósts í gegnum póstþjón fyrirtækis
 • Hægt að senda afhendingarskilmála, tímaskýrslur o.fl. sem viðhengi

Flýtireikningur

 • Útbúa einfaldan reikning og senda
 • Útbúa sniðmát til að flýta fyrir
 • Uniconta fjölgar línum á reikningi ef texti er langur
 • Útbúa innkaupareikninga og pro forma reikninga
 • Hægt að forskoða skjöl og reikninga eða senda beint
 • Viðhengi
 • Reikningar fara sjálfkrafa á tengilið reikninga hjá viðskiptavini eða hægt að velja tölvupóstfang við gerð reiknings

Skýrslur

 • Talnagögn um viðskiptavin með framlegð og framlegðarhlutfalli
 • Birgðaskýrsla viðskiptavinar – hvaða vörur hefur viðskiptavinur keypt og hver er framlegðin
 • Reikningageymsla – bókaðir reikningar geyma hverja línu og hægt að endurprenta eða endursenda
 • Færslur viðskiptavina – hreyfingayfirlit, færslur, opnar færslur og stöðulistar
 • Uniconta veltitöflur til frekari greiningar
 • Vextir og innheimtugjöld
 • Prentun skjala, flutningur í Excel, Word eða CSV-skrár

Form

 • Sölureikningar og kreditreikningar
 • Tiltektarlisti – fyrir lager
 • Afhendingarseðlar
 • Pöntunarstaðfesting

Uppfærslur – nýjir reitir, listar, aðgerðir og skýrslur

 • Uniconta verkfærakistan fylgir
 • Nýjir reitir í viðskiptavinum, t.d. tryggingarverðmæti, flokkun o.fl.
 • Nýjar skýrslur í boða fyrir þá sem þurfa sérhannaðar skýrslur

Upplýsingar um aðrar kerfiseiningar