Viðskiptavinir
Viðskiptavinur
Tengill á allar nauðsynlegar upplýsingar um viðskiptavini
Viðskiptavinaeiningin gerir notendum okkar kleift að tengja allar nauðsynlegar upplýsingar við viðskiptavini sína, öfluga pantanastjórnun og innheimtu.
Sama hversu stórt eða lítið fyrirtækið er og óháð atvinnugrein er nauðsynlegt að halda þétt utan um viðskiptavini og upplýsingar um þá. Í Uniconta eru öll viðskiptavinagögn geymd í viðskiptavinalistanum, sem gerir notendum okkar kleift að skoða gögn hvers viðskiptavinar á fljótlegan og auðveldan hátt.
Senda með tölvupósti
Reikninga má senda í tölvupósti með innbyggðu póstkerfi Uniconta. Fyrirtækið notar tölvupóstsform og sendir annað hvort frá Uniconta Mail Server eða póstþjóni fyrirtækisins. Þegar skjöl eru send má tengja önnur skjöl t.d. sölu- og afhendingarskilmála, tilboðsherferðir o.fl.
Einnig er hægt að framkvæma grunnreikningsfærslu með aðgerðinni Flýtireikningur Uniconta, þar sem notandinn færir inn upplýsingar um reikninginn og prentar eða sendir með pósti til viðskiptavinarins.Flýtireikningur
Aðgerðina Flýtireikningur Uniconta má nota til að reikningsfæra beina sölu án þess að gera sölupöntun fyrst. Þessi aðgerð forðar notandanum frá því að fara í gegnum allt sölupöntunarferlið en samt er ekki hægt að vista Flýtireikning fyrir reikningsfærslu síðar.
Flýtireikning þarf annaðhvort að reikningsfæra eða hætta við áður en skjámynd er lokað. Ef vörur eru uppsettar, færast þær út af birgðum við reikningsfærslu. Ef notandinn vill setja upp sölupantanir og bæta við línum eftir þörfum er nauðsynlegt að vera með Pantanakerfi inni í áskriftinni.Reikningar
Við reikningsfærslu í Uniconta, notar kerfið upplýsingar sem eiga birtast á reikningum beint úr viðskiptavina- og birgðakerfum o.s.frv. Þannig þarf notandinn ekki að færa inn grunnupplýsingar um viðskiptavini, vörulýsingar, verð o.s.frv. í hvert skipti sem reikning skal stofna..
Ef þörf er á kreditreikningi má afrita úr upprunalega reikningnum og án nokkurs innsláttar. Einnig er auðvelt að endurprenta og endursenda reikninga.Opinberir aðilar
Fyrirtæki sem eru þjónustuaðilar opinberra aðila geta þurft að senda rafræna reikninga. Uniconta styður nýjustu TS236 tækniforskriftina sem evrópsk og íslensk ríki, sveitarfélög og undirstofnanir þeirra hafa samþykkt. Valið er hvort viðskiptavinur fái rafrænan reikning og hann sendist þá sjálfkrafa í gegnum skeytamiðlara.
Gjaldmiðlar
Uniconta býður upp á stýringu gjaldmiðla sem einfaldar erlend viðskipti. Uniconta sækir alla gengiskrossa sjálfkrafa og eins geta notendur sett upp eigin gjaldmiðlatöflur. Allar færslur í Uniconta geta verið í staðbundinni og í erlendri mynt.
Áskriftir
Uniconta hefur innbyggt áskriftarstjórnunarkerfi og alltaf tryggt að mánaðarlegir reikningar séu sendir á réttum tíma. Í áskriftarstjórnun má einnig framkvæma fjöldareikningsfærslu á stórt mengi pantana.
OpenBanking
OpenBanking kerfið okkar styður allar aðgerðir íslensku bankana í gegnum vefþjónustur þeirra, ss. meðhöndlun á kröfum, innlestur á hreyfingum, innlendar og erlendar greiðslur auk tengingar við SEPA beingreiðslulausn.
SEPA (Single Euro payments Area) er ESB lausn sem er notuð af fyrirtækjum til að innheimta greiðslur innan SEPA svæðisins. Innheimtan er í evrum og tekur til eingreiðslu sem og endurtekinna greiðsla. Uniconta kröfukerfið inniheldur eindaga, niðurfellingadag o.s.frv.
Kröfur eru almennt sendar einstaklingum til greiðslu vegna afhentrar vöru eða þjónustu.
Einnig stofna fyrirtæki kröfur á önnur fyrirtæki.
Aðgerðir í viðskiptavinakerfi
Grunnaðgerðir
- Handvirk úthlutun á lykilnúmerum eða sjálfvirk úthlutun út frá númeraröð á viðskiptavinaflokki.
- Setja upp viðskiptavini með því að nota skráningarnúmer fyrirtækja innan ESB.
- 4 reitir í boði til að slá inn nafn fyrirtækis og heimilisfang ásamt póstnúmeri til uppflettingar.
- Viðskiptavinaflokkar fyrir bókun í fjárhag og greiningarvinnu. Yfirlit/prentsíur eru einnig tiltækar.
- VSK stjórnun
- Gjaldmiðlastjórnun eftir viðskiptavinum.
- Ótakmarkaður fjöldi tengiliða – ákvarða hvaða tengiliðir fá hvaða skjöl.
- Ótakmarkaður fjöldi afhendingarstaða.
- Tölvupóstfang fyrir reikninga – reikningurinn sendist þá með tölvupósti frá Uniconta ef netfang móttakanda er skráð.
- Sýna söluverð fyrir hvern viðskiptavin – í staðbundnum eða öðrum gjaldmiðli.
- Breyta skjámyndum fyrir mismunandi útlit og innihald t.d. staðlaða reikninginn okkar.
- Hengja athugasemdir og skjöl við viðskiptavini t.d. samninga – PDF skrár, Office skjöl, myndir og tölvupóstskrár.
- Breyta síðu til að breyta nokkrum viðskiptavinum samtímis.
- Stofna nýja viðskiptavini með því að nota Microsoft Excel og klemmuspjald Uniconta.
- Ítarlegar síur til að leita í viðskiptavinalista.
- Skoða gögn viðskiptavinar með mismunandi útliti.
- Breyta lykilnúmerum beint á viðskiptavinalista.
- Sameina lykilnúmer, t.d. ef viðskiptavinur hefur verið settur upp tvisvar.
- Setja upp skjalaskilaboð t.d. upplýsingar um sumarfrí, nafnabreytingar o.fl.
- Færa inn 0 VSK-kóða á reikning.
- Lykiltillögur fyrir viðskiptavini eru aðeins tiltækar fyrir reikningsfærslu.
- Hægt er að senda innheimtubréf með vöxtum og innheimtukostnaði í erlendum gjaldmiðli.
- Stofna rafræna reikninga.
- Hermun á stöðulista viðskiptavina.
- Hægt er að vista innri skjöl ásamt reikningnum.
- Mögulegt er að setja upp hvort viðskiptavinur sé gjaldfrjáls fyrir vörugjöld sem tengjast ákveðnum vörum. Þetta er sett upp í viðskiptavinaflokki.
- Viðskiptavinaflokkur hefur Söluverð 1, 2 eða 3.
- Viðskiptavinayfirlit birtir samtöluna „Eftirstöðvar“.
- Uniconta kannar aðseturslista vegna fyrri heimilisfanga viðskiptavina þegar gamall reikningur er endurprentaður, til að sjá hvort annað aðsetur sé eftir reikningsdagsetninguna. Notendur geta stofnað, breytt og eytt aðsetri í þessum lista. Gömlum aðsetrum er einnig sjálfkrafa bætt við þennan lista þegar aðsetrið er uppfært á viðskiptavinaspjaldinu.
- Vextir og innheimtubréf hafa verið uppfærð þannig að fyrirframgreiðsla fer ekki á innheimtubréfalistann og gjaldfærir ekki vexti. Viðskiptavinir sem eiga inneign fá heldur ekki innheimtubréf.
- Viðhengi við rafræna reikninga.
- Póstnúmer með allt að 12 stöfum.
- Hægt að breyta reikningi eftir bókun.
- Bóka afslátt á aðskilda lykla.
- Hægt er að keyra viðskiptavini með „Stöðuaðferð“ fyrir opnar færslur.
- Afhendingarskilmála má stilla fyrir hvern afhendingarstað.
- Hámarks auramismunur fyrir jafnanir á opnum færslum.
- „Bæta við afbrigði“ á flýtireikning.
- Færslur viðskiptavina hafa „Reikningur“ í valmyndinni svo auðvelt er að kalla fram reikninginn bakvið færsluna.
- Með jöfnunareiginleikanum er hægt að jafna nokkrar opnar færslur í einu.
- Sameina viðskiptavin og lánardrottinn, svo þegar stofnaður er lánardrottinn er hægt að velja að fylla út reitinn „Viðskiptavinur“. Þá munu viðskiptavinur og lánardrottinn deila færslunum þannig að hægt er að gera upp reikning frá lánardrottni með reikning frá viðskiptavini.
- Línuafsláttur-% á viðskiptavin/lánardrottinn.
- Móttaka rafrænna reikninga.
- Í pdf-skjali fyrir hreyfingayfirlit, vexti og innheimtubréf er tengill til að skoða reikninginn.
- Allir reikningar sendir með tölvupósti eða rafrænt eru skráðir í skrá.
- Hægt er að safna reikningum sem ekki er að finna í reikningabókinni.
- F7 fyrir flýtireikning og sölupöntunarlínur.
- Möguleiki á að skattur komi aðeins fram einu sinni í pöntuninni, jafnvel þó að nokkrar vörur hafi þennan skatt.
Uppsetning tölvupósts
- Innbyggð tölvupóststýring fyrir reikninga svo hægt sé að senda sem PDF viðhengi
- Hægt er að senda tölvupóst annaðhvort í gegnum póstþjón Uniconta eða póstþjón notanda
- Tengja önnur skjöl við tölvupóst, svo sem söluskilmála og afhendingu
- Setja upp SMTP virkni
- Nota tölvupóst til að senda skjöl til viðskiptavina
Flýtireikningur
- Stofna einfalda reikninga og senda
- Stofna sniðmát – setja inn texta og línuatriði með sniðmátinu
- Þegar þú slærð inn langan texta byrjar Uniconta sjálfkrafa nýja línu og allur textinn prentast á reikninginn
- Prenta reikninga og bráðabirgðareikninga
- Reikninga má senda eða prenta út án þess að þurfa að skoða þá fyrst
- Hengja við skjöl
- Reikningar eru sendir sjálfkrafa með tölvupósti sem er settur upp fyrir reikninga á viðskiptavinaspjaldinu – notendur geta einnig valið að setja inn annað tölvupóstfang við skoðun á reikningnum
- Stofna viðskiptavinaaðgerð í flýtireikningi við hliðina á „Leita“ svæðinu
- „Bæta við afbrigðum“ á flýtireikningum. Það er valið í pöntunarlínunum
Skýrslur
- Talnagögn um viðskiptavin og tímabil m.t.t. framlegð og framlegðarhlutfalli
- Talnagögn vara og viðskiptavinar – hvaða vörur hefur viðskiptavinurinn keypt og framlegð og framlegðarhlutfall
- Reikningasafn – endurprentun, afrit af reikningum, rafræn reikningsviðskipti o.fl.
- Viðskiptavinafærslur eftir viðskiptavini – yfirlit, hreyfingayfirlit, opnar færslur, listi yfir stöður viðskiptavina
- Uniconta Veltitafla tiltæk fyrir tölfræðilega greiningu
- Vaxta-og innheimtubréf
- Prenta út, flytja út í Microsoft Excel og Word, flytja út í CSV skrár
- Hreyfingayfirlit viðskiptavina sýnir „eftirstöðvar“ og samtölu
Skjöl
- Reikningar og kreditreikningar
- Uppfærslur – nýir reitir, listar, aðgerðir og skýrslur
- Uniconta verkfærakista innifalin í grunnpakkanum
- Nýir reitir í viðskiptavinakerfi, t.d. sett upp vátryggt virði, flokkun o. fl.
- Nýjar skýrslur í boði fyrir þá sem þurfa sérhannaðar skýrslur
- Tveir hlutar fyrir rafræna reikninga
- Vörukaupandi, sem í Uniconta er sama og Afhendingarseðill
- Seljandi og sendandi reiknings
Hvað er viðskiptavinur?
Viðskiptavinur er hugtak innan reikninghaldsins sem notað er um þann aðila sem skuldar peninga. Viðskiptavinur er í mörgum tilvikum viðskiptavinur fyrirtækisins sem skuldar peninga fyrir þá þjónustu eða vöru sem fyrirtækið hefur selt viðskiptavininum. Þetta á bæði við um fasta viðskiptavini en einnig önnur fyrirtæki sem hafa keypt sér þjónustuna eða þjónustu sem annað fyrirtæki býður upp á.
Viðskiptavinakerfi sem skapar yfirsýn
Fyrir fyrirtæki er það mikilvægt að hafa yfirsýn á viðskiptavinum sínum. Þetta á bæði við varðandi það hversu mikið viðskiptavinur skuldar fyrirtækinu en einnig almennar upplýsingar um heimilisfang, greiðsluupplýsingar, afsláttarsamninga o.s.frv.
Viðskiptavinakerfið í Uniconta gerir þér kleift að stofna leiðandi yfirsýn yfir allar upplýsingar sem tengjast viðskiptavinum félagsins á einum stað.
Þú hefur möguleika á að lista upp kröfur, setja á innheimtugjöld og prenta vaxtanótur og áminningarbréf.
Bókhaldskerfi með fjölda valkosta
Með bókhaldskerfi Uniconta færðu yfirlit yfir viðskiptavini þína og öllum viðeigandi upplýsingum sem safnað er saman á einum stað. Uniconta hefur einnig fjölda viðbótaraðgerða sem munu nýtast þér.
- Einstök reikningssniðmát
- Endurútgáfa og endurprentun reikninga
- Tilboð, pöntunarstaðfestingar, afhendingarseðlar sent með tölvupósti
- Sameining viðskiptavina
- Viðhengi stafrænna fylgiskjala allra færslna og krafna