Vörustýring

Náðu betri stjórnun með vörustýringu

Vörustjórnunarkerfið í Uniconta er öflug viðbót við Fjárhags- og Birgðakerfi og býður upp á fjölda möguleika. Hægt er að virkja þessa möguleika eftir þörfum rekstrarins hverju sinni.

Fyrirtæki sem nota vörustjórnunarkerfi ná bættri yfirsýn og aukinni hagkvæmi í birgðastýringu og innkaupum. T.d. má halda utan um rekjanleika á rað- og lotunúmerum og reikna raunvirði innkaupa og sölu.

Virkni

Birgðavörutexti

Vörulýsing í Uniconta getur verið að allt að 60 stafir. Ef þú þarft lengri vörulýsingu eða vörulýsingu á erlendu tungumáli þarftu að virkja vörustjórnun í Uniconta og nota vörunafnaflokk. Í vörunafnaflokki getur þú sett upp vörulýsingu sem er allt að 1.000 stafa löng.

Lotu- og raðnúmer

Lotunúmerastýring á vel við um t.d. matvörur sem hafa tiltekna gildislokadagssetningu með athugasemdum. Raðnúmer henta svo vel til að halda utan um dýrar vörur sem gætu þurft ábyrgðarþjónustu.

Uppskriftir (BOM)

Vörustjórnun má nota til að stofna uppskriftir (BOM) og framleiðsluuppskriftir. Uppskriftir má nota til að bæta við gjöldum, eins og áfengisgjaldi, á vöru. Þegar uppskrift er bókuð færast vörur og forðar sem uppskriftin inniheldur út af vöruhúsi. Framleiðslupantanir og framleiðsluuppskriftir eru hluti af framleiðslukerfi Uniconta.

Umreikningur eininga

Birgðakerfið okkur getur umreiknað einingar. Þannig getur þú t.d. keypt inn í kössum og selt í stykkjum.
Fyrst þarf að setja upp flokk eða klasa fyrir umreikning. Undir flokkinn færir þú svo inn línur þar sem stuðlar umreiknings eru tilgreindir. Ekki þarf að slá inn umreikning á milli rúmfræðilegra eininga eins og metra og sentimetra þar sem að þessi hlutfall eru til í kerfinu. Aðeins þarf að setja upp stuðla til að reikna t.d. á milli kassa og eininga.

Þegar búið er að setja upp flokk er hann tengdur við vöru þannig að umreikningur geti átt sér stað. Einnig má skilgreina staðlaðar sölu- og innkaupaeiningar í vöruspjaldi.
Einnig má skilgreina einingar í verðlistum undir Birgðir/Viðhald. Þegar reikningur er bókaður birtast allar reikningslínur með þeirri einingu sem skráð er í vöruspjaldi. Þegar reikningur er endurprentaður endurreiknar Uniconta út frá einingakóða og birtir sölu- eða innkaupsverð á reikningnum. Þannig eru engar breytingar á birgðaskýrslum þar sem allt magn er tilgreint í grunneiningu vörunnar.

Tolla- og vörugjaldakerfi

Vörugjöld má reikna sem "Fasta fjárhæð", "Upphæð á einingu", "Hlutfall af kostnaðarvirði" eða sem "Hlutfall af nettóupphæð": Þá er "Stuðull" sem stýrist af útreikningsreglu tolla- og gjalda.

Hægt er að stýra því hvort eða hvernig vörugjaldið birist á reikningi.

• ”Pöntunarlína” stofnar nýja pantanalínu sem birtir vörugjaldið. Ef valið er vörunúmer birtist það vörunúmer á reikningnum. Færslur bókast þá að viðkomandi vörunúmer.

• ”Innif. í einingarverði” hækkar einingaverðið um "Stuðul" en bókar það ekki sem tekjur. Þrátt fyrir einingaverðið sé hækkað bókast vörugjaldið sérstaklega. Salan er bókuð eins og hún væri án gjalds og gjaldið er bókað á sérstakan "Gjaldalykil" og "Mótlykil". Ef vörugjaldið hefur vörunúmer bókast tekjurnar eftir reglum vörunúmersins.

• ”Fela” þýðir að gjaldið hefur áhrif á fjárhag en ekki á sölureikning. Þessu svipar til þess að nota "Innif. í einingarverði" aðferðina nema að viðskiptavinurinn greiðir ekki gjaldið.

„Áður gátum við nánast aðeins leitað að einu vörunúmeri. Með Uniconta höfum við fengið yfirlit yfir vöruhúsið, sem þýðir að við getum þjónustað viðskiptavini á skilvirkari og betri hátt. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að komast að því hvort við höfum t.d. tiltekið dekk á lager – eða ef við eigum annað sem uppfyllir sömu skilyrði. Viðskiptavinir eru ánægðir – og við seljum meira. Þetta getur nánast ekki verið betra win-win ástand.“

Stine Kamper, eigandi Point S viðgerðarverkstæðis

Skráðu þig fyrir ókeypis prófun

Prófaðu Uniconta ókeypis í 30 daga til að kynnast öllum kerfiseiningum og virkni. Eftir 30 daga ákveður þú hvort þú viljir gerast áskrifandi að Uniconta eða ekki.

Sögur viðskiptavina

Lestu meira um hvernig viðskiptavinir okkar njóta góðs af því að nota Uniconta í daglegum viðskiptum sínum.

Uniconta-verðlisti

Uniconta er nútíma ERP kerfi í skýinu á sanngjörnu verði.

Aðgerðir vörustjórnunar

Vöruspjaldið

Innihald uppskriftar er sett upp í vöruspjaldi. Hvert vöruspjald birtir birgðastöðu, tungumál og lengda vörulýsingu, verðlista sem eru virkir, lotu- og raðnúmer, afbrigði og birgðir til ráðstöfunar. Tölfræði vöru og viðskiptavinar má nálgast í vöruspjaldinu, þ.e. hver hefur keypt vöruna og hverjar tekjur, framlegð og framlegðarhlutfall eru. Einnig má sjá birgja vörunnar og hversu margar einingar voru keyptar af hverjum birgja.

Aðgerðir

 • Settu upp verðlista viðskiptavina og tengdu við afslætti og tilboðsverð.
 • Verð eru notuð í sölupöntunum og sölureikningum
 • Settu upp verðlista lánardrottna og tengdu við afslætti
 • Verðin eru notuð í innkaupapöntunum sem ráðlagt innkaupsverð.
 • Vörunúmer viðskiptavina má skrá undir vörunafnaflokkum.
 • Vörunúmer viðskiptavina má birta á skjölum eins og tilboðum og reikningum
 • Virkja má Vörustjórnun ef þú vilt nákvæmt yfirlit yfir stöðu birgða
 • Vörustýring sýnir magn til ráðstöfunar, frátektir, pantað magn og sent magn
 • Birgðafærsla í gegnum birgðabók inniheldur nú færslu á milli vídda
 • Talningarlistar með lotu- og raðnúmerum
 • Uppskriftir með afsláttum í pantanalínum
 • Lyklar fyrir rýrnun og úreldingu er kerfislyklar í fjárhag sem einnig má stýra í gegnum vöruflokka
 • Gildislokadagsetningu má færa inn á lotu- og raðnúmer í birgðabókum.
 • Vöruhús og staðsetningar í uppskriftum
 • Hægt er að setja viðhengi við línur í uppskriftum
 • Í framleiðslu má skrá inn gildislokadagsetningu sem tengist lotunúmeri
 • Hægt er að lesa talningarlista út sem .csv og opna í Excel.
 • Hægt er að leita að vörum eftir strikamerki í talningalista
 • Uppskriftir innihalda reit ’Birta á tiltektarseðli’
 • Þyngd, Ummál og Pakkningar má nú færa inn í uppskrift
 • Útvíkka uppskrift
 • Þú getur sameinað staðsetning og vöruhús
 • Þegar pöntunarlína er stofnuð og lotunúmer valið geta notendur nú séð allar vöruhúsastaðsetningar þar sem lotunúmerið er tiltækt og valið eitthvert þessara vöruhúsa
 • Notendur hafa getað tengt mynd við birgðavöru síðan í útgáfu 83. Nú er einnig hægt að tengja myndir við afbrigði undir „upplýsingar um afbrigði“. Athugaðu að ef aðalbirgðavaran inniheldur ekki mynd þá mun Uniconta ekki athuga hvort afbrigðið sé einnig með mynd
 • Verðlistar hafa nú gátmerki sem hægt er að velja til að ákvarða að Uniconta athugi afsláttarflokkinn áður en hann athugar vöruflokkinn
 • Afhendingardagsetning á frátekningum
 • Afmörkun á endurpöntunarlistanum
 • Uppskriftir per afbrigði
 • Í pöntunarlínum er nú hægt að draga í leitarreit þar sem hægt er að færa inn vörunúmer viðskiptavinar. Þá leitar Uniconta í „vörunafnaflokknum“ til að finna þetta vörunúmer, sem vörunúmer viðskiptavinar
 • Valkosturinn Gjaldflokkur „einu sinni aðeins“ þar sem skatturinn birtist aðeins einu sinni í pöntuninni, jafnvel þótt nokkrar vörur hafi þessa skyldu
 • Velja birgðafærslur
 • Skattlína er með Frá-dagsetningu og Til-dagsetningu ásamt gátreitnum „afhendingardagsetning“
 • Verðlistar innihalda strikamerki. Þegar strikamerki er fært inn í pantanalínu, tilboð og innkaupapantanir leitar Uniconta að strikamerki vörunnar og leitar svo í verðlista. Ef strikamerki finnst færir Uniconta inn vörunúmer, verð, upphæð og afslátt úr verðlistanum. Sama vara getur því haft mörg strikamerki.
 • Vörustjórnun má virkja fyrir einstakar vörur eða allar í einu
 • Ef „Allar vörur“ eru valdar virkjast vörustjórnun fyrir allar vörur af gerðinni „Vara“
 • Vörur af gerðinni „Forði“ fá nota ekki vörustjórnun
 • Vörustjórnun er hægt að nota fyrir „Vöruhús“ t.d. verslun eða verkstæði
 • Staðsetning er viðbót við vöruhús sem skilgreinir t.d. gang, hillu eða tiltekið svæði innan vöruhúss
 • Vörustjórnun fyrir allt að tvö afbrigði t.d. stærð og lit
 • Hægt er að skrá strikamerki og kostnaðarverð á afbrigði
 • Hægt er að velja allar afbirgðissamsetningar með einum smelli
 • Vöruhúsi hefur verið bætt við starfsmanninn. Þegar þessi starfsmaður færir inn pöntun verður þetta vöruhús lagt til í pöntunarlínunni
 • Þarfayfirlitið í vöruhúsinu má sjá „Á lager“.

Lotu- og raðnúmer

 • Lotu- og raðnúmer leita að réttu kostnaðarverði
 • Lotu- og raðnúmer – upphafsmagn, talan sem þú vilt að lotu- og raðnúmer hefjist
 • Lotu- og raðnúmer verða að vera einkvæm fyrir hverja vöru

Skýrslur

 • Birgðastaða vöru – reikningar birgða m.v. gefna dagsetningu
 • Til ráðstöfur – birtir birgðir til ráðstöfunar eftir vöruhúsi og afbrigði
  – leit í sölupöntunum – innkaupapantanalínum
 • Endurpöntunarlisti – reiknar pantanatillögur út frá gefnum gildum
 • Frátektir birgða sýna hvað er frátekið, pantað og afhent úr öllum kerfiseiningum þannig að einfalt er að glöggva sig á stöðunni
 • Frátekt uppskrifta, býður upp á niðurbrot uppskrifta í endurpöntunarlista eftir innihaldi uppskriftar
 • Birgðaskýrslur sem birta uppskriftir
 • Vöruhúsi hefur verið bætt við starfsmanninn. Þegar starfsmaðurinn færir inn pöntun verður vöruhúsið lagt til í pöntunarlínunni.
 • Þarfayfirlitið í vöruhúsinu má sjá „Á lager“

Upplýsingar um kerfiseiningar Uniconta

Viðskiptavinur
Verkbókhald
Lánardrottnar
Viðskiptatengsl (CRM)
Birgðir
Mælaborð

EKKI ENN KOMINN Í UNICONTA?

Ef þú ert fastur/föst í fortíðinni eru umboðsaðilar Uniconta til taks að hjálpa þér við innleiðingu og notkun Uniconta. Þannig tryggir þú þér greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu ef þú þarft aðstoð í Uniconta.

Ef þú ert ekki nú þegar í sambandi við einn af umboðsaðilum okkar – ekki hika við að hafa samband strax.

Við mælum alltaf með því að þú ráðfærir þig við einn af Uniconta umboðsaðilum okkar ef þú vilt:

 • Flytja gögn úr öðru bókhaldskerfi inn í Uniconta
 • Laga Uniconta að þínum þörfum
 • Fá samþættingu við önnur kerfi sem þú notar
 • Gera allt sjálf/ur en vantar kennslu eða ráðgjöf

Hafðu samband við Uniconta umboðsaðila

Yfirfærsla áskriftar til Univisor

Ef Uniconta á að framkvæma flutning á einu eða fleiri fyrirtækjum til Univisor verður að fylla út þetta eyðublað: Flytja áskrift. Fyrirtækin verða svo flutt á viðskiptavinalykil þar sem aðeins Univisor hefur aðgang.

Yfirfæra sjálfur áskrift til Univisor

Ef þú færir fyrirtækin sjálfur með því að breyta eigandanum á fyrirtækjunum geturðu gert það án endurgjalds. Lesa meira: Yfirfærsla áskriftar til Univisor
Hér þarftu einnig að muna að segja upp áskriftinni. Þetta ætti að gera hér: Uppsögn Uniconta áskriftar