Um okkur
ERP og fjárhagskerfi byggt á meira en 35 ára reynslu
Uniconta ERP og fjárhagskerfi byggt á meira en 35 ára reynslu

Byggt á meira en 35 ára reynslu. Uniconta A/S var stofnað af Erik Damgaard.
Erik Damgaard er hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Uniconta A/S og ERP-kerfis með sama nafni. Erik hefur á starfsferli sem spannar yfir 30 ár og hannað kerfi eins og Dynamics AX sem er flaggskip Microsoft í viðskiptalausnum, Dynamics C5 og Concorde XAL. Erik er án efa einn fremsti sérfræðingur samtímans á sviði bókhalds- og viðskiptalausna.
Árið 2002 keypti Microsoft hugbúnaðarlausnir hans fyrir metfé og hafa síðan verið þungamiðjan í vöruframboði hugbúnaðarrisans þegar kemur að bókhalds- og viðskiptalausnum.
Leiðarljós Eriks er að þróa hugbúnað sem er aðgengilegur og einfaldur í notkun án þess að virkni eða tæknilegum möguleikum sé fórnað.
Uniconta byggir á einföldum grunni en svarar jafnframt ítrustu kröfum og miðstýringum sem gerðar eru til bókhaldskerfa. Uniconta byggir á nýjustu fram- og bakendalausnum frá Microsoft.
Hárrétt blanda af nútíma tækni og djúprar þekkingar á viðskiptaumhverfi fyrirtækja gera Uniconta að byltingarkenndri nýjung fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum.
Viltu vita meira?
Ef þú vilt meiri upplýsingar um Uniconta og hvernig þú skiptir yfir, hafðu samband við okkur.
Við svörum um hæl.