Fjárhagsáætlanir er hægt að setja í Uniconta og bera saman við rauntölur. Til að setja upp fjárhagsáætlun, er farið í Fjárhagur/Áætlun. Smella á ‘Bæta við áætlunarlíkan’ á tækjaslánni. Setja inn heiti áætlunar og tímabil. Ef fjárhagsáætlun á að vera hluti af annarri áætlun þá er hún valin í reitnum ‘Undirlíkan’.
Einnig er hægt að afrita fyrirliggjandi áætlun með því að smella á hnappinn ‘Afrita áætlunarfærslur’ á tækjaslánni. Setja inn heitið og fjölda mánaða sem á að afrita, eins og sýnt er á skjámyndinni hér að ofan. Einnig er hægt að breyta áætluninni sem verið er að afrita með tiltekinni prósentu í reitnum ‘Breytingarprósenta’. Áætlunin hefur nú verið sett upp. Til að setja inn áætlunarlínur er smellt á ‘Áætlunarfærslur’ í tækjaslánni. Færa þarf svo inn upplýsingar á línuna, Velja ‘Dagsetning’, ‘Til dagsetningar’ og ‘Lykill’. Einnig er hægt að færa inn ‘Athugasemd’. ‘Upphæð’ þarf að setja inn. Velja hvort endurtaka eigi upphæðina sjálfkrafa fyrir tiltekið tímabil í fellivalmynd „Tíðni ítrekunar. Smella á ‘Sýna hermitölur’ í tækjaslánni til að sýna niðurstöður línuatriðanna sem bætt var við. Reitinn ‘Aðlögun %’ er hægt að nota til að bæta við leiðréttingarprósentu tímabils. Skjámyndin hér að neðan sýnir dæmi um hækkun um 5% sem bætt er við í hverjum mánuði.
Hægt er að bæta við nokkrum línum fyrir hvern lykil fyrir valið tímabil. Á skjámyndinni hér að neðan eru t.d. tvö línuatriði fyrir sama tímabil á sama lykli.
Áætlanir er einnig hægt að setja inn sem einstök innlegg á mánuði frekar en endurteknar. Þessa aðferð ætti að nota þegar áætlanir eru notaðar í Mælaborði eða fluttar út í Excel með OData. Einnig er hægt að sameina innsláttaraðferðir eins og sýnt er hér að neðan. Hægt er að prenta niðurstöður áætlunarinnar á fjárhagsskýrslusniði í Fjárhagur/Skýrslur/Fjárhagsskýrslur. Skjámyndin hér að neðan sýnir til dæmis stofnun fjárhagsáætlunarskýrslu í dálkasniði fyrir 2021.
Smella á ‘Stofna’ í tækjaslánni og fjárhagsáætlunarskýrslan er sýnd á eftirfarandi hátt:
| Almennir tenglar Snið |