Þetta valmyndaratriði er notað fyrir eins konar áfangareikninga (fyrirframreikninga) á verki.
Hins vegar er mælt með því að nota valmyndaratriðið Stofna reikningstillögu í staðinn, þar sem aðgerðin fyrir áfangareikninga hefur ekki verið uppfærð í nýjustu aðgerðunum í verkeiningunni.
Valmyndaratriðið er hægt að fela með því að fjarlægja hakið í reitnum Notkun ‘Áfangareikningur’ undir Fyrirtæki/Viðhald/Valkostir. Lesa meira hér.
ATH: Ekki á að nota með kerfiseiningunni Sölupöntun eða Reikningstillaga. Þ.e.a.s. aðgerðir verkyfirlitsins. Sölupöntun, Stofna reikningstillögu og Stofna núllreikning, sem og í Verklista. Stofna Áfangareikningstillögu, Stofna reikningstillögu og Stofna núllreikning.
Í þessu verki er búið að gera áfangareikning fyrir 30% af samþykktri upphæð. Í sömu línu er slegið inn hve mikið á að reikningsfæra nú. Það er gert með því að leggja saman það sem á að reikningsfæra ofan á það sem hefur þegar verið reikningsfært. Þ.e. að nú eigi að reikningsfæra 20% þá á að leggja 20% ofan á þau 30% sem hafa þegar verið reikningsfærð. Þ.e. það á nú að standa 50% í Lokið.
Mælt er með því að sérstakar tegundir séu gerðar í Reikningsfærslu áfangareikninga.
Lesa meira um uppsetningu Áfangareikninga hér.
Þegar reikningur er stofnaður skal fylla út ‘Tegund’.
Eftirfarandi reikningsdæmi sýnir niðurstöðu 20% reikningsfærslu til viðbótar sem yrði því 50% samtals.
Í verkfærslur er hægt að sjá útkomuna af Reikningsfærslu áfangareikninga. Það sést að Áfangareikningur sé reikningshæfur þar sem hann verður að mótbóka gegn lokareikningi.
Lesa meira um færslur hér.
Villuboð er varðar áfangareikninga
Villuboð vegna áfangareikninga verks „Færslan er ekki til“
Ef upp kemur villulýsinguna „Villa: Færslan er ekki til“ og „Reiturinn má ekki vera auður (PrCategory)“ er það vegna þess að það þarf að velja Tegund á skjámynd „Stofna reikning“.