Fara í Reiknaða reiti
Reikna afsláttarupphæð frá prósentu til upphæðar, í pantanalínum, með því að nota reiknaða reiti í Uniconta.
Ef skoða á afsláttarupphæðina í pöntunarlínunum í stað prósentu er hægt að stofna reiknaðan reit.
- Fara skal í Verkfæri/Reiknaðir reitir
- Velja töfluna sem heitir: DebtorOrderLineClient (Pantanalínur)
- Smella á Reiknaðir reitir
- Smella á Bæta við reitur
- Nefna reitinn
- Færa inn kvaðningartexta
- Velja gerðina: Double
- Í reitinn Forskrift er ritað: (rec.SalesValue * rec.DiscountPct)/100