Aldursgreindar stöður eru aðgengilegir undir Skýrslur í Viðskiptavinum og Lánardrottnum og veita góða yfirsýn yfir gjaldfallnar stöður og væntanlegar greiðslur.
Hægt er að skipta skýrslunni í tvö mismunandi bil. Í reitnum ”Flokkun eftir” velur þú hvort flokkað er eftir Stöðu eða Gjaldfallinni stöðu.
Athugið! Dreifing eftirstöðvanna er aðeins rétt frá og með deginum í dag. Dreifingin getur verið mismunandi aftur í tímann vegna þess að Uniconta lítur ekki á opnar færslur og jafnanir aftur í tímann.
Tækjaslá aldursgreiningarlistans
- Aldursbil
- Fjöldi daga milli dálka í aldursdreifingu. 31 gefur eins mánaðar tímabil
- Fjöldi dálka
- Getur verið allt að 10
- Gjaldmiðlar
- Veljið ef prenta á færslur í tilteknum gjaldmiðli. Birtir aðeins færslur í þessum gjaldmiðli
- Sleppa færslum „Á bið“
- Stilla ef ekki á að taka tillit til eftirstöðva
- Taka dagbók með
- Hér er hægt að velja hvort að telja eigi óbókaðar færslubækur í listunum.
- ATH! Gæta þess að leita að villum í færslubókunum sem á að taka með. Færslubókin verður innifalin ef engar villur eru í henni.
Fyrir „Stöðu“ flokkun er bókunardagsetning notuð til að flokka upphæðina eftir.
Dagsetningarsvæðið er fyllt út með deginum í dag, annars birtist það í rangri mynd í stöðulistanum.
Ef Gjaldfallin staða er valin, flokkar kerfið færslurnar eftir gjalddögum og allar opnar færslur koma fram.
Aldursgreindur listi vinnur á sömu gögnum og skýrslan „Opnar færslur“ í fjárhag en raðar upplýsingunum í dálka.
Athugið! Ekki er hægt að gera flokkun vegna ‘Gjaldfallna staða’ aftur í tímann.
Hægt er að setja upp síu og sía eftir viðskiptavini, lykilnúmeri, aðsetri o.þ.h. Sjá meira hér: Almennt – Sniðmátar