Undir Kerfisstjóri/Allir notendur er hægt að skoða lista yfir alla notendur og fyrirtæki sem þeir eru tengdir við.
Á sama tíma er hægt að stjórna notendunum frá tækjaslánni.
Lýsing á hnöppum í tækjaslá
Bæta við notandi
Hér getur Univisor bætt við nýjum Univisor notanda. Lesa meira.
Athuga að þessi eiginleiki stofnar Univisor notanda (ekki staðlaðan notanda). Þetta ætti aðeins að nota til að bæta við starfsmanni bókara/endurskoðanda (Univisor) sem verður að hafa aðgang að öllum fyrirtækjum sem hafa valið Univisor í fyrirtækjaupplýsingum sínum. Lesa meira um fyrirtækjaupplýsingar hér.
Það er einnig hægt að stofna fyrirtæki þannig að ekki allir ‘Accountant’ Univisor notendur muni hafa aðgang. Lesa meira hér.
Lesa um hvernig Univisor veitir viðskiptavini aðgang að fyrirtækinu sínu hér.
Breyta notandi
Hér er hægt að breyta tengiliðaupplýsingum og innskráningarupplýsingum um notandann. Muna að smella á „Vista“ eftir breytingar.
Undir „Breyta notandi“ er hægt t.d. að Breyta lykilorðinu. Muna að smella á „Vista“ eftir að lykilorðið hefur verið breytt.
Login History
Í “Login History – Innskráningarsaga” er hægt að skoða lista yfir virkni þess notanda sem maður hefur merkt við.
Hér er hægt að nýta sér almennu hnappana í tækjaslánni.
M.a. er hægt að sjá á hvaða hátt notandinn hefur skráð sig inn, hvort það var gegnum PC, MAC eða HTML. Það er líka hægt að sjá hvaða útgáfa af Uniconta var notuð (dæmi; 80, 81, 82 ) til að skrá sig inn með.
Rakning aðgerða notanda
Þetta er skráning á virkni notandans í Uniconta.
Hægt er að nýta sér “Síur” til að raða skráningum og “Snið” til að bæta við reitum sem maður hefur sjálfur fjarlægt.
Aðildarfyrirtæki
Hér er hægt að sjá hvaða fyrirtæki/fjárhag maður er tengdur við. Hér er hægt að nota almennu hnappana í tækjaslánni.
Stofna nýtt fyrirtæki
Hér er hægt að stofna nýtt fyrirtæki þar sem er hægt að afrita uppsetningu frá öðru fyrirtæki. Lesa meira hér.
Snið
Lesa um snið hér.
Viðhengi
Það er hægt að hengja viðhengi við notandann sem merkt er við, minnispunkt eða annað skjal.
Þegar minnispunktur eða skjal er hengt við, er hægt að opna það með því að smella á skjal táknið.
Eyða notanda
Ef starfsmaður hjá bókhaldsfyrirtækinu á ekki að lengur að hafa aðgang að Uniconta, þá skal samstarfsaðili að gera eftirfarandi:
- Velja Kerfisstjóri/ Allir notendur
- Finna þann notanda og setja músarbendilinn á þann notanda
- Smella á Breyta notanda
- Breyta gildinu í reitnum Staða í ‘Deleted’
- Smella svo á Vista
Ath! Notandinn má enn sjá á lista yfir alla notendur, en staðan verður „Deleted“ og viðkomandi notandi getur ekki lengur skráð sig inn í Uniconta.
Ef þú hefur ekki leyfi til að breyta stöðunni í ‘Deleted’, þá gæti það verið vegna notandans, að hann sé eigandi nokkra fyrirtækja, og í því tilviki verður fyrst að flytja þessi fyrirtæki yfir á annan eiganda.
Með því að smella á Aðildarfyrirtæki er hægt að sjá lista yfir fyrirtæki sem þessi notandi hefur aðgang að. Í lista yfir aðildarfyrirtæki er hægt að sjá númer eiganda fyrirtækjanna þannig að hér er hægt að athuga hvort til séu fyrirtæki með núverandi notanda sem eiganda.
Þú getur lesið hér hvernig á að skipta um eiganda fyrirtækis: