Allir notendur
Í Allir notendur sérðu lista yfir alla notendur og fyrirtæki sem tengjast þér.
Lýsing á aðgerðum í tækjaslá
Auk hefðbundinna aðgerða eins og Sía, Snið og Breyta eru sérstakar aðgerðir í boði.
Undir “Bæta við notanda” er hægt að bæta við notanda og í framhaldi af því er hægt að fara í valmyndina “Allir notendur” til að tengja notandann við fyrirtæki.
Undir “Bæta við notanda” á að færa inn tengilið og innskráningarupplýsingar (lykilorð og notandanafn)
Undir “Staða” er hægt að velja um að loka eða eyða notanda. Þegar “Staða” notanda er skráð sem “Lokað“, þá getur viðkomandi ekki skráð sig inn í Uniconta.
Mundu að smella á “Vista” þegar notandi hefur verið stofnaður eða eftir breytingar.
Í “Breyta notanda” er hægt að breyta upplýsingum um tengilið og innskráningarupplýsingar fyrir notanda. Munið að smella á “Vista” eftir breytingar.
Undir “Breyta notanda” er m.a. hægt að breyta lykilorðinu. Munið að smella á “Vista” eftir að lykilorðinu er breytt.
Í “Login History – Innskráningarsaga” er hægt að skoða lista yfir virkni þess notanda sem maður hefur merkt við.
Hér getur maður nýtt sér almennu hnappana í tækjaslánni.
M.a. er hægt að sjá á hvaða hátt notandinn hefur skráð sig inn, hvort það var gegnum PC, MAC eða HTML. Það er líka hægt að sjá hvaða útgáfa af Uniconta var notuð (dæmi; 50, 51, 52 ) til að skrá sig inn með. Ef færslurnar birtast ekki sjálfkrafa þarf að velja Endurnýja.
“User Operations – Notandaaðgerðir” er skráning á virkni notandans í Uniconta. Hægt er að nýta sér “Síur” til að raða skráningum og “Snið” til að bæta við reitum sem maður hefur sjálfur fjarlægt.
“Aðildarfyrirtæki” sýnir hvaða fyrirtæki/fjárhag maður er tengdur við. Hér er hægt að nota almennu hnappana í tækjaslánni.
Hér sést að Anna Jónsdóttir er meðlimur að einu fyrirtæki.
“Stofna nýtt fyrirtæki” Hér er hægt að stofna nýtt fyrirtæki þar sem er hægt að afrita uppsetningu frá öðru fyrirtæki.
“Plugins – Viðbætur” er listi yfir viðbætur sem maður hefur stofnað.
“Skýrslur” er listi yfir allar skýrslur sem maður hefur stofnað. Hægt er að vista skýrslu, breyta stofnaðri skýrslu/skýrslum eða bæta við nýrri skýrslu.
“Viðhengi” Það er hægt að hengja viðhengi við notandann sem merkt er við, minnispunkt eða annað skjal.
Þegar minnispunktur eða skjal er hengt við, er hægt að opna það með því að smella á skjal táknið.