Undir Kerfisstjóri/Allir notendur er hægt skoða lista yfir alla notendur og fyrirtækin sem þeir tengjast.
Á sama tíma er hægt að stjórna notendunum frá tækjaslánni.
Þessi valmynd er ekki sýnd fyrir notendur með hluverkið „Standard“
Lýsing á hnöppum í tækjaslá
Í tækjaslánni eru almennir hnappar sem koma fyrir í næstum öllum tækjaslám (“Sía“, “Hreinsa síu” og “Snið“).
Sömuleiðis eru hnappar sem eru einstakir fyrir þá valmynd sem maður er í.
Bæta við notandi
Hér getur þjónustuaðilinn bætt við nýjum notanda.
Undir „Bæta við notandi“, er slegið inn tengiliða- og innskráningarupplýsingar (Lykilorð og notandanafn/innskráningarkenni).
Hægt er að breyta hlutverkinu (í ‘Accountant’ eða ‘Reseller’) af þjónustuaðila síðar en er alltaf stofnað sem ‘Staðlað’ í þessarri skjámynd. Lesa meira.
Í reitnum „Staða“ er hægt að velja að loka eða eyða notandanum. Þegar „Staða“ notanda er stillt á „Blocked“ geta þeir ekki skráð sig inn í Uniconta.
Muna að smella á „Vista“ þegar þú stofnar notanda eða eftir einhverjar breytingar.
Ef skráður notandi þarf sjálfstæða áskrift skal lesa meira hér.
Breyta notandi
Hér er hægt að breyta tengiliðaupplýsingum og innskráningarupplýsingum um notandann. Og m.a. einnig breyta lykilorði notanda.
Til að loka á notanda skaltu stilla reitinn „Staða“ á „Blocked“.
Í kjölfarið getur þessi notandi ekki lengur skráð sig inn á Uniconta.
Ef eyða þarf notanda, stilltu reitinn „Staða“ á „Deleted“.
Og ATH hér að ef notandi er „Eigandi“ fyrirtækisins, þá er ekki hægt að eyða notandanum.
Eigandi fyrirtækisins getur undir Kerfisstjóri/Allir notendur breytt notendum og breytt lykilorðinu hér.
Notendurnir geta sjálfir breytt lykilorðinu með því að velja táknið með litla prófílmanninum efst til hægri í forritinu og velja Mínar stillingar.
Á skjánum sem birtist skaltu slá inn núverandi lykilorð og nýtt lykilorð sem þú vilt. Veldu Vista á borðinu til að vista breytinguna.
Muna að smella á „Vista“ eftir breytingar.
Login History
Í “Login History – Innskráningarsaga” er hægt að skoða lista yfir virkni þess notanda sem maður hefur merkt við.
Hér er hægt að nýta sér almennu hnappana í tækjaslánni.
M.a. er hægt að sjá á hvaða hátt notandinn hefur skráð sig inn, hvort það var gegnum PC, MAC eða HTML. Það er líka hægt að sjá hvaða útgáfa af Uniconta var notuð (dæmi; 86, 87, 88 ) til að skrá sig inn með.
Rakning aðgerða notanda
Þetta er skráning á virkni notandans í Uniconta.
Hægt er að nýta sér “Síu” til að raða skráningum og “Snið” til að bæta við reitum sem maður hefur sjálfur fjarlægt.
Aðildarfyrirtæki
Hér getur þú séð hvaða fyrirtæki þú ert tengdur og aðrar upplýsingar t.d. hvenær fyrirtækin voru stofnuð og úr hvaða forritum þessi fyrirtæki voru breytt.
Endurnýja
Þessi hnappur uppfærir allar upplýsingar eftir breytingar.
Áskrift
Hér getur þú stofnað eða breytt áskrift. Lesa meira hér.
Setja sem….
Hér getur þú tilgreint notanda sem bókara/endurskoðanda.
Stofna nýtt fyrirtæki
Hér er hægt að stofna nýtt fyrirtæki þar sem er hægt að afrita uppsetningu frá öðru fyrirtæki.
Plugins
Þetta er listi yfir viðbætur sem þú hefur stofnað.
Skýrslur
Þetta er listi yfir allar skýrslur sem hafa verið stofnaðar. Hægt er að skoða skýrsluna, breyta skýrslu/skýrslum sem þegar hafa verið stofnaðar eða bæta við nýrri skýrslu.
Viðhengi
Það er hægt að hengja viðhengi við notandann sem merkt er við, minnispunkt eða annað skjal.
Þegar minnispunktur eða skjal er hengt við, er hægt að opna það með því að smella á skjal táknið.