Þar sem að Uniconta er skýjalausn sjáum við um öryggisafritun. Notandi getur hins vegar líka tekið afrit og vistað á tölvunni sinni.Svona tekur þú afrit
Fara skal í Verkfæri/Gögn/Taka afrit. Slegið er inn „Afmörkun dálka“. Þetta er táknið sem aðskilur dálka í skránni sem notandi tekur út sem staðbundið afrit. Best er að nota semíkommu til afmörkunar þar sem að kommur eru notaðar til að afmarka fjárhæðir.
Smella skal á „Taka afrit“ hnappinn efst á skjánum til að hefja töku afrits.
Velja skal áfangastað fyrir öryggisafritið. Velja skal hvar á að vista afritið, á harða diskinn, OneDrive, USB lykil o.s.frv. Slegið er inn nafn fyrir skránna. T.d. AfritUniconta”dagss.”. Þannig er hægt að halda utan um afrit eftir dagssetningum. Næst þegar tekið er afrit man Uniconta hvar gögnin voru vistuð. Ef afritin eru vistuð á hörðum disk eða á USB lykli er mælt með því að taka tvö afrit.
Afritið er ZIP skrá sem samanstendur af mörgum CSV-skrám sem innihalda öll gögn fyrirtækisins. Í hvert sinn sem tekið er afrit eru öll gögn fyrirtækisins vistuð. Ef notandi er með fleiri en eitt fyrirtæki í Uniconta þarf að afrita hvert fyrirtæki fyrir sig. Við mælum með að þau eru vistuð í aðskildum möppum til að forðast rugling.
Hægt er að afrita Stafræn fylgiskjöl með því að fara í Fjárhagur/Skýrslur/Stafræn fylgiskjöl. | Snið Sniðmát Leit |