Fara í Birgðir/Birgðabók
Birgðabókin er notuð til birgðabreytinga, þ.m.t opnunarstöður, skráningar um hagnað /tap, flutning milli vörugeymsla og lok á uppskrift.
ATH. Birgðahreyfingar í birgðabók munu aðeins vera bókaðar í fjárhag ef lykilinn hefur verið settur upp í vöruflokkum og Kerfislykill í bókhaldslyklum eða lyklar eru settir upp í dagbókinni og í dagbókarlínunum.
Í stöðluðum bókhaldslyklum Uniconta hafa 2 lyklar verið stofnaðir til leiðréttingar í gegnum birgðabókina. Lykill 2220 Birgðabreyting – lykilgerð: Vörunotkun – tegund kerfislykils: Birgðabreyting Lykill 7570 Birgðaleiðrétting – lykilgerð: Birgðir – tegund kerfislykils: Endurmat birgða
Í vöruflokknum Flokkur1 undir Birgðabók er lykill 7570 settur inn í Móttaka birgða, (Birgðabók)
Uppsetning á birgðabók
Fara í Birgðir/Birgðabók
Stofna nýja birgðabók með því að smella á “Bæta við dagbók” eða með því að smella á F2 og fylla út reitina í valmyndinni.
Dæmi – stofna birgðabók til að skrá framleiðsluuppskrift sem tilbúna.
Færa inn heiti færslubókarinnar. Ef beðið er um sérstaka númeraröð fyrir færslubókina er ný röð stofnuð með F6 í reitnum Númeraröð og smellt á Bæta við eða F2 til að stofna nýja röð. Eftir að röðin hefur verið stofnuð skal velja hana og smella á Vista.
Lýsing á reitum í uppsetningu birgðabókar: | |
Dagbók | Nafn á dagbók. Hægt að skrá og breyta handvirkt. Allar bókaðar dagbækur og færslur þeirra breytast í samræmi við það. Ef nafni dagbókar er breytt eftir að það er búið að bóka færslur þá mun nafnið breytast allstaðar í kerfinu. Eða með öðrum orðum – breytingar á nafni dagbókar mun ekki valda vandræðum í kerfinu. |
Fastur texti: | Velja hér fastann texta sem mun fylgja öllum færslum í dagbók. |
„Fjárhagslykill“ og „Mótlykill“ | Velja fjárhagslykil og mótlykil hér. Allar færslur munu sjálfvirkt færast á þessa tvo lykla. |
Númeraröð | Númeraröð til útdeilingar fylgiskjalsnúmera í dagbók. Nauðsynlegt er að velja númeraröð en þær finnur þú undir Fjárhagur/Viðhald/Númeraraðir. Mörg færslubókarnöfn geta deilt sömu númeraröð. Athugið: Ef margar færslubækur nota sömu númeraröð og færslubók er ekki bókuð strax og önnur færslubók er fyllt út nota færslurnar sömu númer. Til dæmis, ef skipt er upp bókun á fjárhagsskjölum í margar dagbækur eftir tegund eða notenda, geta þau auðveldlega deilt sömu númeraröð. Ekki nota númeraðar kaup- og sölupantanir í dagbókum og ekki breyta númeraröð eftir að byrjað er að nota dagbók. |
Úthlutun fylgiskjalsnúmers við bókun: | Fylgiskjalsnúmerum er úthlutað sjálfkrafa við bókun eftir “næsta númer” í valdri númeraröð. Þegar dagbókin er bókuð fær hvert fylgiskjal sitt númer sjálfkrafa. Þú merkir svo númerin á pappírsfylgiskjölin eftir á í stað þess að merkja áður eða meðan þú bókar. Þessi aðferðir tryggir að engin göt verði í númeraröðum. Reiturinn Fylgiskjalsnúmer hverfur þá úr dagbókarlínum. |
Bóka allar færslur með sama fylgiskjalsnúmeri | Eins og ofangreind Úthlutun fylgiskjalsnúmers við bókun fá öll fylgiskjöl sama númer. |
Þjappa færslum | Ef þetta er valið munu færslur úr birgðabók verða þjappað. |
Lokað | Dagbókin er lokuð fyrir færslur. Notið ef ekki á að nota dagbókina oftar. Það er ekki hægt að eyða dagbók sem hefur verið notuð til bókunar en hægt að loka henni í staðinn. |
Sjálfvirk vistun | Ef hakað er í sjálfvirk vistun mun dagbókin vera stöðugt vistuð sjálfkrafa. |
Eyða línum eftir bókun | Allar línur eyðast úr dagbók við bókun. Ef ekki er hakað í reitinn eru línurnar áfram til staðar í dagbókinni og hún verður “standandi dagbók” þar sem hægt er að bóka sömu færslur ítrekað með nýrri dagssetningu og fylgiskjalsnúmerum. Þetta hentar vel fyrir fasta liði eins og laun og húsaleigu. |
Bókaðar færslubækur
Hér er hægt að skoða færslubækur sem þegar hafa verið bókaðar og eyða þeim ef þörf krefur. Tímabil verða að vera opin.
Notkun tilvísunarnúmera. Lesa meira. (ísl.hlekkur kemur síðar)