Bókun í erlendri mynt Mögulegt er að bóka í erlendri mynt í Uniconta. Ef tilgreindur er gjaldmiðlakóði á lykli, verður upphæðin að vera færð í reitinn fyrir fyrir erlendan gjaldmiðil annars kemur upp villa.
Það eru fjórir dálkar/reitir fyrir gjaldmiðil: ‘Gjaldmiðlar’: Tilgreinir gjaldmiðilskóða reikningsins. ‘Debet (Gjaldmiðlar)’: til að gera debetfærslu í erlendri mynt. ‘Kredit (Gjaldmiðlar)’: til að kreditfærsla sé gerð í erlendri mynt. ‘Upphæð í gjaldmiðli’: til að gera kredit-eða debetfærslu í erlendum gjaldmiðli.
Ef reitir Gjaldmiðils, Debet/Kredit (Gjaldmiðlar) eða Upphæð gjaldmiðils eru ekki sjáanlegir í dagbókinni er hægt að velja þá með því að hægrismella á reitahausinn og ‘Velja dálka’ í listanum og síðan finna dálkana í fellilistanum eða með því að nota flýtivísunarlyklinum ‘ALT-SHIFT-F’. Lesa meira um Snið hér.
Þegar bókað er í erlendum gjaldmiðli eru upphæðir ANNAÐHVORT færðar inn í reitinn ‘Upphæð í gjaldmiðli’ eða þær færðar inn í reitina ‘Debet (Gjaldmiðlar)’ og Kredit (Gjaldmiðlar)’, ekki þarf að færa inn gildi í alla þrjá reitina þar sem ‘Upphæð í gjaldmiðli’ og debet/kredit reitirnir eru fylltir út sjálfkrafa þegar gögn eru slegin inn í einhvern þeirra.
Notandinn getur valið að slá bara inn gildi í reitinn ‘Upphæð í gjaldmiðli’, nota mínusmerki ef það er kredit. Reiturinn ‘Kredit (Gjaldmiðlar)’ verður þá fylltur út sjálfkrafa. Ef upphæð án formerkis er færð inn í reitinn ‘Upphæð í gjaldmiðli’ gefur þetta til kynna að það sé debet, svo reiturinn ‘Debet (Gjaldmiðlar)’ fyllist sjálfkrafa.
Ekkert formerki er krafist ef slegið er beint inn í annaðhvor svæðin ‘Debet (Gjalmiðlar)’ eða ‘Kredit (Gjaldmiðlar)’. Einnig, ef gögn eru færð inn í annað hvort ‘Debet (Gjaldmiðlar)’ eða ‘Kredit (Gjaldmiðlar)’, þá er það gildi sjálfkrafa sett með réttu formerki í reitnum ‘Upphæð í gjaldmiðli’.
Upphæð í gjaldmiðli eru sjálfkrafa umreiknuð í sjálfgefna mynt miðað við gengi þess dags. Allur gengismunur er sjálfkrafa færður á kerfislykilinn gengismunur.. Lesa meira um kerfislykla hér.
Á bókfærðum fjárhagsfærslum er hægt að sjá bæði upphæðir í gjaldmiðli og í gjaldmiðli bókhaldsins. Ábending! Ef bankareikningur er í gjaldmiðli er hægt að stofna sérstaka færslubók til að bóka þennan lykil þar sem Debet(Gjaldmiðlar),Kredit(Gjaldmiðlar) og Upphæð í gjaldmiðli eru sett inn og geymd í sniðinu. Einnig er hægt að stofna nýtt snið, eins og t.d. sem kallast Gjaldmiðill, í dagbók, þar sem gjaldmiðla-reitirnir eru innifaldir. Lesa meira um snið hér. |