Í valmynd fyrirtækis Fyrirtæki/Viðhald/Breytinga-URL er nú hægt að stofna URL sem sendir skilaboð þegar grunngögnum er breytt svokölluðum webhooks.
Skilaboðin geta ýmist átt við breytingar á öllum grunngögnum eða breytingar á gögnum í afmörkuðum töflum.
Þegar ný færsla er stofnuð eða uppfærð kallar Uniconta þjóninn á URL með upplýsingum um Fyrirtæki, Töflu, Lykil, RowId og Aðgerð.
Það er einnig hægt að sjá birgðabreytingar með því að nota „InvItemStorage“ töfluna.
Hér má sjá yfirlit yfir þær töflur sem við getum notað URL breytingarnar fyrir. Þar sem þær eru uppfærðar stöðugt verður þú að sjá núverandi skrá í Uniconta.
Með þessu er hægt t.d. uppfæra birgðir og vörunúmer í vefverslun. Í stað þess að uppfæra einu sinni á sólarhring gerist uppfærslan strax.
Hvernig á að nota Breytinga URL
Fara skal í Fyrirtæki/Viðhald/Breytinga-URL
Valmynd í Breytinga-URL

- Bæta við færslu
- Bætir við línu þar sem þú getur tilgreint Breytinga-URL
- Eyða færslu
- Eyðir valdri línu
- Vista
- Vistar Breytinga-URL
- Endurnýja
- Uppfærir skjámyndina með síðustu breytingum
- Snið
- Breytir sniði formsins.
Stofna Breytinga-URL
Til að stofna Breytingar-URL er gert eftirfarandi:
- Smella á ‘Bæta við færslu’.
- Velja Töfluna sem á að vakta breytingar úr valmynd. Sjá töfluna í fellivallista
- Einnig er hægt að sjá hvenær Vinnu er lokið, t.d. Endurútreikningur birgða (Recalc Storage).
- Slá inn URL sem breytingarnar eiga að sendast á. Notaðu mögulega Webhook.site til að prófa á móti.
- Smella á ‘Vista’ til að vista færsluna.
Hér höfum við valið að vakta breytingar á töflu Viðskiptavina (Debtor) og senda breytingar á valið URL.
Hér höfum við svo sett upp ‘Breytinga- URL’, en engin takmörk eru á fjölda.
Uppsetning á Vefþjóni
Ef við gefum okkur að þú sért með vefverslunina www.vefverslun.is/unicontalog færð þú gögn með eftirfarandi hlekk http://www.vefverslun.is/unicontalog?CompanyId=123?Table=InvItem?RowId=543?Key=1000?Operation=Update
http://www.mywebshop.dk/unicontalog?CompanyId=123&Table=InvItem&RowId=543&Key=1000&Action=Update
Vefþjóninn tekur þá á móti :
- Kenni fyrirtækis (CompanyID)
- Töflu (Table)
- Raðnúmeri (RowId)
- Lykli (Key)
- Aðgerð (Operation)
Prófaðu Webhook þinn
Til að prófa uppsetningu veftengils geturðu notað Webhook.site.
Farðu á þessa vefsíðu og fylgdu leiðbeiningunum þar.