Í valmynd fyrirtækis Fyrirtæki/Viðhald/Breytinga-URL er nú hægt að tilgreina URL sem fá skilaboð þegar grunngögnum er breytt. Skilaboðin geta ýmist átt við breytingar á öllum grunngögnum eða breytingar á gögnum í afmörkuðum töflum.
Þegar ný færsla er stofnuð eða uppfærð kallar Uniconta þjóninn á URL með upplýsingum um Fyrirtæki, Töflu, Raðnúmer og Aðgerð.
Með þessu er hægt t.d. uppfæra birgðir og vörunúmer í vefverslun. Í stað þess að uppfæra einu sinni á sólarhring gerist uppfærslan strax. Þetta þýðir að hægt er að uppfæra upplýsingarnar strax frekar en einu sinni á sólarhring.
Hvernig á að nota Breytinga URL
Valmynd í Breytinga-URL
- Bæta við færslu: Bætir við línu þar sem þú getur tilgreint Breytinga-URL
- Eyða færslu: Eyðir valdri línu
- Vista: Vistar Breytinga-URL
- Endurnýja: Uppfærir skjámyndina með síðustu breytingum
- Snið: Breytir sniði formsins. Lesa meira hér.
Stofna Breytinga-URL
Til að stofna Breytingar-URL er gert eftirfarandi:
- Smella á ‘Bæta við færslu’.
- Velja töfluna sem á að vakta breytingar úr valmynd.
- Slá inn URL sem breytingarnar eiga að sendast á.
- Smella á ‘Vista’ til að vista færsluna.
Hér höfum við valið að vakta breytingar á töflu Viðskiptavina (Debtor) og senda breytingar á valið URL Hér höfum við svo sett upp nokkur Breytinga URL en engin takmörk eru á fjölda
Uppsetning á vefþjóni
Ef við gefum okkur að þú sért með vefverslunina www.vefverslun.is/unicontalog færð þú gögn með eftirfarandi hlekk http://www.vefverslun.is/unicontalog?CompanyId=123?Table=InvItem?RowId=543?Key=1000?Operation=Update
Vefþjóninn tekur þá á móti :
- Kenni fyrirtækis (CompanyID)
- Töflu (Table)
- Raðnúmeri (RowId)
- Lykli (Key)
- Aðgerð (Operation)