Það fyrsta sem þú þarft að gera er að stofna notanda. Þetta er gert með því að smella hér
Veldu þjónustuaðila
Hér færðu m.a. möguleika á að velja Uniconta þjónustuaðila. Þú getur valið að fylla út þennan reit og smella á næsta. Ef þú vilt ekki þjónustuaðila í fyrsta lagi,
veldu þá „Nei takk, haltu áfram án þess að velja þjónustuaðila“, og við finnum þjónustuaðila fyrir þig síðar.
Stofna notanda
Fara skal á www.uniconta.is og smella á Prófaðu frítt í 30 daga og skrá inn upplýsingar. Fylgdu eftirfarandi þremur skrefum til að stofna notanda:
1. Þú fyllir út upplýsingarnar þínar:
- Settu inn kenntölu: Hér skrifar þú kennitölu fyrirtækis þíns
- Fyrirtæki: Sláðu inn nafn fyrirtækis þíns hér
- Nafn: Hér skrifar þú þitt eigið nafn
- Tölvupóstur: Hér skrifar þú tölvupóstinn sem þú vilt nota
- Kóði: Hér verður þú að skrifa landsnúmerið fyrir símanúmerið þitt. Fyrir Ísland er landsnúmerið 354 og er þegar fyllt út
- Símanúmer: Hér er útfyllt símanúmer sem á að vera notað
- Land: Hér velur þú landið sem fyrirtækið þitt er í af listanum. Ísland er sjálfgefið valið
- Login-id: Hér velurðu nafnið sem þú notar fyrir innskráningu. Það er það sama og notendanafn.
- Lykilorð: Sláðu inn lykilorðið sem þú munt nota fyrir innskráningu
- Endurtaktu lykilorðið: Sláðu aftur inn lykilorðið frá því áður
2. Samþykkja leyfisskilmála, gagnavinnslusamning og persónuverndarstefnu
Ef þú smellir á „Uniconta leyfisskilmálar, gagnavinnslusamningur og persónuverndarstefna“ geturðu lesið skilmála og skilyrði fyrir notkun Uniconta.
3. Stofna notanda
Þegar búið er að fylla út punkta undir lið nr. 1 og hakað í reitinn við punkt nr. 2 er hægt að smella á „Stofna nýjan notanda“. Þegar þú smellir á þennan hnapp hefur þú nú stofnað notanda þinn.
Uppsetning Uniconta
Nú hefur notandinn þinn verið stofnaður og þú munt fá tölvupóst með þeim notandaupplýsingum sem voru stofnaðar. Tölvupósturinn inniheldur einnig hlekk þar sem þú getur halað niður Uniconta á niðurhalssíðunni okkar.
Á þessari síðu geturðu valið á milli þess að hlaða niður úr Microsoft Store eða Uniconta ClickOnce sem og hvernig á að setja upp Uniconta á Mac.
Stofna nýtt fyrirtæki
Þegar Uniconta hefur verið sett upp og ræst, gefst þér kostur á að stofna nýtt fyrirtæki eða hlaða núverandi fyrirtæki frá t.d. C5 eða e-conomic.
Svona stofnar þú nýtt fyrirtæki
Lesa inn núverandi fyrirtæki
Í Uniconta geturðu flutt inn fyrirtækið þitt frá öðrum fjármálakerfum og bókhaldsforritum.
Lesa meira – smella hér
Byrja
Á heimasíðu okkar höfum við safnað fjölda kennslumyndbanda sem útskýra hvernig á að byrja í Uniconta.
Heimsæktu þetta myndbandasafn – smelltu hér