Það eru þrjár leiðir til að stofna notanda í Uniconta:
- Í gegnum heimasíðuna okkar uniconta.is
- Í gegnum hlekk á heimasíðunni okkar, http://erp.uniconta.com
- Í gegnum heimasíðu endursöluaðila
Þegar farið er í gegnum www.uniconta.is er hægt að stofna notanda og fyrirtæki.
Að neðan er skjáskot af heimasíðunni og þar velur þú Prófa frítt í 30 daga.
Þá opnast neðangreindur skráningargluggi.
Hér slærð þú inn stofnupplýsingar og velur notandanafn og lykilorð.
Mikilvægt er að tölvupóstfang sé rétt slegið inn þar sem að staðfestingarpóstur berst í tölvupósti.
Ekki er nauðsynlegt að velja endursöluaðila í upphafi.
Ef þú stofnar aðgang í gegnum heimasíðu endursöluaðila getur þú ekki valið annan endursöluaðila og þessi reitur birtist ekki á skráningarforminu.
Athugaðu: Fyrirtæki stofnast ekki þó að nafn fyrirtækis sé slegið inn hér.
Eftir skráningu getur notandi notað hvaða tölvu eða spjaldtölvu sem er til að hefjast handa í Uniconta.
Þegar notandi er stofnaður berst tölvupóstur með Innskráningarkenni og Aðgangsorði.
Smelltu á hlekkinn í tölvupóstinum til að setja upp Uniconta.
Innskráning
Þegar að uppsetningu Uniconta er lokið opnast innskráningargluggi þar sem notandanafn og aðgangsorð eru slegin inn.
Þegar þú opnar Uniconta í fyrsta skipti hefur þú þrjá valmöguleika:
- Skoða sýndarfyrirtæki (væntanlegt)
- Stofna fyrirtæki
- Biðja um vefaðgang (að fyrirtæki sem er í Uniconta)
Stofna fyrirtæki
Ef þú stofnar fyrirtæki verður þú sjálfkrafa eigandi þess fyrirtækis. Eigandi hefur ótakmarkaðan aðgang að öllum gögnum og aðgerðum fyrirtækisins og getur veitt öðrum notendum aðgang með eða án takmarkana.
Ef þú ert að byrja í Uniconta getur þú skoðað sýndarfyrirtækið okkar. Þar getur þú skoðað, unnið í dagbókum og pöntunum en ekki bókað.
Þegar þú setur upp fyrirtæki mælum við með því að þú afritir uppsetningu úr staðalfyrirtæki.
Uppsetning og stofngögn
Ef þú hefur valið að afrita úr staðalfyrirtæki eða lesið gögn inn úr öðru fyrirtæki er uppsetningin klár og þú getur byrjað að vinna með gögn.
Veldu fyrirtæki og sjálfgefið fyrirtæki
Ef þú ert með eitt fyrirtæki í Uniconta opnast það sjálfkrafa þegar þú ferð inn í kerfið. Ef þú ert með fleiri fyrirtæki getur þú valið fyrirtæki hér:
Þá getur þú valið hvaða fyrirtæki er sjálfgefið og opnist þannig alltaf þegar þú ferð inn í Uniconta.
Þegar þú smellir á hnappinn sem er í rauða kassanum hér að ofan, opnast gluggi þar sem þú velur fyrirtæki, hakar í sjálfgefið og smellir á Í lagi.
Þá getur þú hafist handa.
Þú getur alltaf farið á milli fyrirtækja án þess að skrá þig út úr Uniconta og þú getur alltaf breytt sjálfgefna fyrirtækinu.