Færa má gögn inn og út úr Uniconta með því að afrita (e. copy) og líma (e. paste) á skjótan og einfaldan hátt. Þegar þú afritar gögn úr Uniconta vistast innihaldið á klemmuspjaldinu og hægt er að líma gögnin inn í Excel eða Word og vinna með þau þar. Eins má líma gögn inn í samsvarandi töflu í Uniconta. Þannig getur þú afritað úr sölupöntunarlínum yfir í innkaupapöntunarlínur, ef panta þarf inn vörur skv. sölupöntun – eða öfugt. Ef þú vilt flytja allar samtölur úr bókhaldslyklinum í Excel til að vinna áætlun eða greiningar er einfalt að afrita allan bókhaldslykilinn og líma inn í Excel skjal.
Efst í hægra horninu er klemmuspjald (e. clipboard).
Ef þú smellir á hnappinn getur þú valið Merktar línur, Velja allt eða Líma úr Excel.
Merktar línur. Hægt er að merkjar línur með því að halda inni Ctrl-hnappi lyklaborðsins og smella á þær línur sem þú vilt merkja með músinni.
Velja allt afritar alla ristina. Velur það sem er á skjánum þínum sama hvort það er sýnilegt. Ef þú ert í bókhaldslykli eða viðskiptavinalista þá afritar Velja allt þú allan bókhaldslykilinn eða viðskiptavinalistann með öllum sýnilegum dálkum og þú þarft ekki að skruma í gegnum allan listan niður að síðustu færslu. Þú getur einnig valið þá dálka sem þú vilt hafa með í afritun og falið þá sem þú vilt ekki.
Líma úr Excel færir gögn sem þú afritaðir inn í Excel inn í samsvarandi töflu í Uniconta.
Klemmuspjaldshnappinn má nota í öllum gluggum með færslum, listum, pöntunarlínum o.s.frv. Það er hins vegar ekki hægt að nota hnappinn í skjámyndum sem sýna stakar færslur eða stök gildi eins og valmynd einstakra bókhaldslykla.
Þegar þú hefur afritað gögnin í klemmuspjald getur þú opnað Word, Excel eða Notepad og valið „Paste” (líma) eða haldið inn Ctrl-hnappi lyklaborðsins og þrýst á V. Þannig afritar þú gögn án þess að keyra sérstakan gagnaútflutning.
Klemmuspjaldið býður þér að afrita skjámyndir með ótal línum. Við getum t.d. afritað skjámynd með 47.000 færslum úr Uniconta og límt í Excel á fáeinum sekúndum.
Afritun milli skjámynda í Uniconta
Það sem er í klemmuspjaldinu er líka hægt að líma inn í aðrar skjámyndir Uniconta með vissum takmörkunum.
Hægt er að líma innihald klemmuspjaldsins í allar töflur þar sem þú getur bætt við línum, t.d. færslubækur, pantanalínur, birgðabækur o.s.frv. Eina skilyrðið er að límt sé inn í töflu sem samsvarar þeirri sem þú afritaðir úr. Þannig er t.d. ekki hægt að afrita úr dagbók og líma inn í pöntun.
Innkaupalínur og pöntunarlínur eru samsvarandi töflur. Reikningslínur og birgðafærslur eru líka samsvarandi töflur. Þannig getur þú fundið bókaðan reikning og afritað sölulínurnar í nýja sölupöntun.
Einfalt er að afrita línur úr sölupöntun yfir í innkaupapöntun en það kemur sér vel ef að um sérpantanir er að ræða.
Velja og afrita allt
Að neðan er sölupöntun með vöru sem þarf að sérpanta fyrir viðskiptavin:
Þar sem þessi vara er ekki á birgðum þurfum við að panta hana frá birgja.
a) Smelltu á klemmuspjaldið og Velja allt:
b) Næst stofnar þú innkaupapöntun og ferð í innkaupalínur.
c) Smelltu í fyrstu línuna og ýttu á inn CTRL+V á lyklaborðinu (líma).
d) Nú límist línan í innkaupapöntunina. Aðlagaðu verð og afslátt eftir þörfum.
Afrita eingöngu valdar línur
Ef til vill nægir þér að afrita nokkar línur.
Línur er merktar með því að hægrismella á línu og velja Merktar línur í klemmuspjaldinu.
Hægt er að merkja fleiri línur með því að halda inni Ctrl-hnappinum og smella á þær línur sem þú vilt.