Allar skjámyndir innihalda lista, yfirlit, stöður, færslur o.fl. sem hægt er að flytja á milli Uniconta og Excel. Með útflutningi getur þú t.d. flutt færsluyfirlit, stöður og ítrekunarlista í Excel og unnið með gögnin þar. Með innflutningi getur þú t.d. flutt færslur inn í færslubók. Möguleikarnir eru fjölmargir.
Flutningur gagna yfir í Excel
Það eru tvær leiðir til að afrita gögn úr Uniconta yfir í Excel.:
- Flytja í opið Excel skjal, flytur eingöngu valdar línur.
- Flytja í nýtt Excel skjal, flytur allar línur í viðkomandi skjámynd.
Í þessu dæmi flytjum við fjárhagsskýrslu yfir í Excel. Förum í Fjárhagur/Skýrslur/Fjárhagsskýrslur, veljum alla lykla og setjum upp tvo dálka með mismunandi tímabilum.
Ýtum á Ctrl+A (velja allt) til að velja allar línur eða höldum inni Ctrl og smellum með músinni á þær línur sem við viljum afrita (línurnar verðar gular í þessu litaþema).
Ýtum svo á Ctrl+C (afrita) til að afrita línurnar á klemmuspjaldið.
Eða smellum á táknið KAfritun á klemmuspjald í verkfæraslánni efst á skjánum.
Flytja í opið Excel skjal
Afritar eingöngu valdar línur. Opnuð Excel skjalið sem þú vilt líma gögnin inn í og ýttu á Ctrl+V (líma), eða hægrismelltu með músinni og veldu Paste úr valmyndinni sem birtist.
Flytja í nýtt Excel skjal
Afritar allar línur úr skjámyndinni. Smelltu á táknið Flytja út í Excel í verkfæraslánni efst á skjánum.
Þá opnast Save As gluggi. Veldu staðssetningu og skráarnafn og smelltu á Save.
Excel skjalið opnast ekki sjálfkrafa en þú getur farið í möppuna þar sem þú vistaðir skjalið og opnað þaðan.
Dálkafyrirsagnir skipta máli í Excel
Fyrirsagnir dálka flytjast úr Uniconta í Excel þannig að þú getur séð hvaða gögn eru í hvaða dálkum. Ef þú ætlar að flytja gögnin aftur í Uniconta þá þurfa dálkafyrirsagnir að vera í skránni sem þú lest inn úr Excel þannig að Uniconta geti sett gögnin þín í rétta dálka.
Í þessu tilfelli höfum við fært fjárhagsfærslur yfir í Excel, taktu eftir dálkafyrirsögnum:
Sem fyrr segir þá verða dálkafyrirsagnir að vera með þeim gögnum sem þú færir í Uniconta úr Excel þannig að Uniconta viti hvar gögnin eiga heima.
Flytja inn úr Excel
Í öllum skjámyndum þar sem hægt er að slá inn (færslubækur og línur) er hægt að flytja gögn úr Excel. Dálkafyrirsagnir og snið gagna í Excel verða þá að vera í samræmi við dálkafyrirsagnir í Uniconta og snið.
Til að tryggja réttar dálkafyrirsagnir er einfaldast að flytja skjámynd úr Uniconta í Excel. Þannig færð þú alla uppsetninguna rétta úr Uniconta og yfir í Excel og dálkafyrirsagnir eru réttur.
Að sjálfsögðu þurfa Excel skjöl og skjámyndir sem flutt eru í Uniconta að vera sömu gerðar, t.d. færslubók í færslubók, birgðabók í birgðabók o.s.frv.
Svona gerum við:
- Afritum öll gögn úr Excel þ.m.t. dálkafyrirsagnir.
- Opnum skjámyndina í Uniconta þar sem gögnin eiga að færast.
- Veljum fystu línuna þar sem gögnin eiga að færast.
- Ýtum á Ctrl+V (líma) eða veljum Klemmuspjaldstáknið í tækjaslánni og veljum Líma úr Excel.
Algeng vandamál með gagnainnflutning í Uniconta:
- Flestar villur stafa af því að snið eða gildi gagna samræmast Uniconta. T.d. getur þú ekki límt rangt lykilnúmer inn, bókstafi í tölureitir eða óþekkta VSK kóða. Þú þarft þá að laga gögnin og reyna aftur.
- Reynt er að líma inn í ranga skjámynd.
- Ekki hefur verið stofnuð ný tóm lína í skjámynd sem líma á inn í.
- Ekki hefur verið valin líma sem líma á inn í.