Fara skal í Viðskiptavinur/Skýrslur/Færslur. Í færslum er hægt að sjá yfirlit yfir allar bókaðar færslur viðskiptavina.
Hnappar í tækjaslánni
Heiti | Lýsing |
Endurnýja | Uppfærir allar færslur og breytingar |
Jafnanir: | Veitir möguleika til að jafna færslur (t.d. greiðslu á móti reikning) eða enduropna þær jafnanir sem hafa verið gerðar. |
Stafrænt fylgiskjal | Opnar glugga með stafrænu fylgiskjali ef fylgiskjal hefur verið hengt við færslu. |
Sía | Hægt að búa til síu eftir dagsetningu, lykilnúmeri, heimilisfangi osfrv. |
Hreinsa síu | Fjarlægir síu |
Snið | Möguleiki er á að vista, eyða, breyta eða sækja vistuð snið. Lesa meira hér |
Færslur fylgiskjals | Sýnir allar færslur sem tilheyra viðkomandi bókun. |
Bókað af | Sýnir notandann sem bókaði upprunalega. |
Reikningur | Fer í reikningasafnið, þaðan sem t.d. er hægt að senda reikninginn aftur með pósti ofl. |
Reikningslínur | Sýnir bókaðar línur á reikningi. |
Innheimtubréfaskrá | Útgáfa-90 Sýnir innheimtubréfaskrá varðandi færsluna sem var valin svo þú getir séð hvenær færslan hefur verið innheimt. Athugið! Hnappurinn birtist aðeins ef hakað er við reitinn Vextir og gjöld undir Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga |
Allir reitir | Birtir öll svæði valinnar færslu, óháð því hvaða reitir eru valdir á skjánum. |
Loka |