Fara í Fjárhagur / Bókhaldslykill
Valmynd bókhaldslykla
Lýsing aðgerða í tækjaslá bókhaldslykla
- Bæta við fjárhagslykli
- Bætir nýjum lykli í yfirlit bókhaldslykla
- Breyta
- Opnar spjald til að breyta völdum bókhaldslykli
- Endurnýja
- Ef búið að er bóka færslur eða bæta við lyklum þarf að endurnýja til að sjá breytingarnar á skjánum.
- Snið
- Lýst undir almennar aðgerðir í leiðbeiningum hér.
- Úthlutanir og Uppsafnanir
- Úthlutanir og uppsafnanir á valdan bókhaldslykil.
- Áætlun
- Fjárhagsáætlun fyrir valin lykil.
- Hreyfingayfirlit
- Birtir reikningsyfirlit fyrir valinn bókhaldslykil. Einnig er hægt að tvísmella á reikningslínuna til að sjá yfirlit fyrir reikninginn sem þú ert á.
- Færslur
- Birtir allar færslur á völdum bókhaldslykli.
- Samtölur lykla
- Birtir samtölur reiknings á mánuði á völdum bókhaldslykli.
- VSK viðsk.v./lánardr
- VSK eftir Viðskiptavini eða Lánardrottni, Rekstrarreikningur
- Allir reitir
- Birtir alla reiti sem hægt er að birta á listanum
Flipinn ‘Breyta öllum’ bókhaldslyklum
Með því að velja ‘Breyta öllum’ er hægt að aðlaga og breyta öllum lyklum í töflunni án þess að þurfa að opna hvern og einn sem tekur talsvert meiri tíma ef gera á miklar breytingar.
- Breyta öllum
- Til að virkja aðrar aðgerðir í tækjaslá. Þarf að smella á ‘Breyta öllum’.
- Bæta við fjárhagslykli
- Bætir nýjum fjárhagslykli við bókhaldslyklana
- Afrita fjárhagslykil
- Afritar valin bókhaldslykil og bætir afrituðu línunni fyrir neðan
- Eyða fjárhagslykli
- Eyðir völdum fjárhagslykli
- Vista
- Vistar þær breytingar sem hafa verið gerðar
Bæta við fjárhagslykli
Til að stofna nýjan bókhaldslykil þarf að fylla út í viðeigandi reiti.
Lýsing aðgerða í tækjaslánni í ‘Bæta við fjárhagslykli’
- Vista: Vistar lykilinn þegar þú hefur fyllt út í viðeigandi reiti
- Hætta við: Eyðir því sem hefur verið slegið inn og lokar glugganum
- Eyða: Eyðir bókhaldslyklinum. Þú færð aðvörun og þarft að staðfesta áður en lyklinum er eytt.
- Sniðmátar (lýsing er í Almennar aðgerðir hér.)
- Snið (lýsing er í Almennar aðgerðir hér.)
Reitir í “Bæta við fjárhagslykli”
Lýsing
Lykilnúmer: Númer á bókhaldslyklinum. Alpha talnaröð. Bæði hægt að nota bókstafi og tölur.
Heiti lykils: Nafn á lyklinum.
Gerð lykils: Hér er hægt að velja um mismunandi gerðir lykils. Lesa meira. Stöðureikningar eru t.d. eignarhlutir, kröfur og skuldir, sem haldið er áfram frá ári til árs og mynda nýtt upphaf á hverju ári. Það er alveg valfrjálst að deila frekari skiptingu bókhaldslykla í eignir, skuldir og viðkomandi undirgerðir. Skipting í tekjutegundir og kostnaðartegundir þjónar tvennum tilgangi; VSK kóða og skýrslugerð. Skýrslur fyrir lyklagerðirnar ‘Rekstur’, ‘Efnahagur’ eða ‘Allt’ er hægt að finna undir Fjárhagur/Skýrslur/Fjárhagsskýrslur. Lesa meira hér.
Kerfislykill: Lesa meira.
Gjaldmiðilskóði: Gjaldmiðilskóði lykils. Til dæmis ef nota á bankareikninga í öðrum gjaldmiðlum sem síðan er hægt að stemma af með bankaafstemmingu.
Leitarheiti: Hér er mögulegt að setja inn t.d. B eða Banki til uppflettingar. Velja verður flipa í færslubókinni eftir að hafa fært inn Leitarheiti.
Samtölur lykla
Vista í: Lesa meira.
Virðisaukaskattur
Virðisaukaskattur: Velja VSK-kóða. Lesa um uppsetningu á tegundum VSK-kóða hér.
Áskilinn VSK: Veldu úr eftirfarandi valkostum:
- Valfrjálst: þýðir að allir VSK-kóðar geta verið valdir fyrir færslur sem fara á þennan lykil.
- Áskilinn VSK: þýðir að það verður að vera VSK-kóði í færslum fyrir þennan lykil. ATH! VSK-kóðar á lyklum með “Áskilinn VSK” sem koma fram í bókhaldslyklum:
- Á tekjulyklum með “Áskilinn VSK” er aðeins hægt að nota “Útskatt”.
- Á gjaldalyklum með “Áskilinn VSK” er aðeins hægt að nota “Innskatt”.
- Fasti: þýðir að VSK fyrir þennan lykil verður alltaf að vera VSK-kóðinn sem er valinn á bókhaldslyklum.
- Enginn VSK-kóði: VSK-kóðar mega ekki vera notaðir í færslum fyrir þennan lykil.
Gerðir VSK-kóða og áskilinn VSK hafa engin áhrif á efnahagslykla.Lesa meira um VSK-kóða hér.
Staðalgildi
Hér er hægt að láta Uniconta velja eftirfarandi staðlaða reiti við bókun.
Gerðir mótlykils: Velja þarf staðlaða gerð mótlykils.
Mótlykill: Velja staðlaðan mótlykil.
DB/KR tillaga: Ef DB/KR tillaga er valin, er farið beint í debet / kredit dálkinn meðan á bókun stendur.
Valkostir
Opnunarstaða: Setja inn lykilnúmer ef óskað er eftir að samtalan verði flutt á opnunarreikning annan en þann sem tilgreindur er í kerfislyklum.
Læst í dagbók: Hér skal setja hak ef ekki á að bóka beint á þennan bókhaldslykil.
Lokað.: Ekki hægt að bóka á lykilinn.
Síðuskil.: Ef þetta er stillt verða blaðsíðuskil á eftir lyklinum þegar stöðulisti er prentaður út.
Fela.: Ef staðan á lyklinum er 0 þá mun hann ekki birtast í stöðulista.
Samstæðulykill: Ef á að tengjast samstæðulykli, þá er hann settur inn hér.
Reitur í skattframtali: Ef staða lykils á að koma fram á skattframtali er reitanúmer skattframtals sett hér inn.
Ytra heiti: Ef annað nafn á að koma fram á stöðulista er hægt að setja það hér inn.
Afstemmt: Ef lykill er stemmdur af á dagsetningu, er ekki hægt að bóka á þann lykil á dagsetningu á undan afstemmingardagsetningu.
Staðlaður lykill: Ef land er með sjálfgefinn bókhaldslykil frá yfirvöldum. T.d. Svíþjóð eða Hollandi, er hægt að koma á sambandi milli viðskiptavinar og bókhaldslykils yfirvalda. Dreifingaraðilinn í landinu þarf að hafa hlaðið niður bókhaldslykilinn.
Verkbókhald
Hér er hægt að velja verkbókhald, sem er sett upp í Verk/Verk. Lesa meira hér.
Tegund: Velja tegund sem er undir Verkefni / Viðhald / Verktegund. Lesa meira hér.
Flokkur er áskilinn: Velja hvort verktegund verður áskilinn við bókun.
Notaðar víddir
Þegar víddir eru settar upp er hægt að velja hvort eigi að vera ‘Virkt’, ‘ekki virkt’ eða ‘Áskilið’ á lyklinum.
Virkt: Þegar vídd er stillt á ‘Virkt’ undir lyklinum er hægt að velja víddina og gildið birtist þegar færsla er bókuð.
Ekki virkt: Þegar vídd er stillt á ‘Ekki Virkt’ undir lyklinum er hægt að velja víddina og gildið birtist ekki þegar færsla er bókuð.
Áskilið: Þegar vídd er stillt á ‘Áskilið’ undir lyklinum er ekki hægt að bóka línuna án þess að setja víddina á.
Lesa meira hér.
Víddir
Hér er hægt að velja víddir sem eru settar upp undir Fjárhagur/Viðhald/Víddir. Lesa meira hér.