Undir Fjárhagur/Viðhald getur Uniconta reiknað út og fært gengisbreytingar á tilteknu tímabili. Mælt er með að gengisuppreikningurinn sé reiknaður út á síðasta degi tímabilsins. Fyrir viðskiptavina-og lánardrottnafærslur er gengisleiðréttingin reiknuð á síðasta degi tímabilsins og er færð til baka daginn eftir. Fjárhagsfærslur eru ekki færðar til baka.
Það gefur mynd sem segir hvernig fyrirtækið ætti að stjórna niðurstöðu ef allar inn-og útborganir eru gerðar á útreikningardegi.
ATH! Muna skal að frumatriði verða að vera stofnuð fyrir árið sem gengisuppreikningur á sér stað.
Skjámyndina verður að útfylla samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum. Aðeins þarf að fylla út lykla þar sem gengisuppreiknings er krafist, t,d, ef ekki er útfyllt fyrir viðskipavin, mun viðskiptavinur ekki vera uppreiknaður. Ef aðeins á að leiðrétta fjárhag, þá er aðeins fyllt út „mótlykill fyrir fjárhagslyklar“. Ef lánardrottnar eiga að vera leiðréttir þarf aðeins að fylla út lyklana 2 fyrir lánardrottna. Fjárhagslyklar eru aðlagaðir á lyklum sem hafa gjaldmiðilskóða settan í bókhaldslykilinn. Þegar ýtt er á Í lagi er gildi reiknað eftir gjaldmiðli frá og með tilgreindri dagsetningu. Þetta gildi er borið saman við gildið í gjaldmiðli fyrirtækisins. Mismunurinn er reiknaður á gengistap- eða gengishagnaðarlykil í rekstri og er færður á móti á uppsöfnunarlykil í efnahagsreikningi.
Í stað þess að slá inn lykilnúmerin hér að ofan er hægt að slá þau inn á viðskiptavina- og lánardrottnaflokkinn eins og sést á skjámyndinni hér að neðan.
ATH! Athuga skal hvort gengisleiðréttingarlykill sé ekki örugglega settur upp sem kerfislykill. Lesa meira hér.
Dagbókin
Keyrslan myndar færslur í almennri færslubók þannig að hægt er að skoða útreikninginn fyrir bókun. Færslurnar í færslubókinni samanstanda af 2 settum af færslum. Sett sem sýnir gengistap/hagnað á tiltekinni dagsetningu og setti sem færir til baka næsta dag.
ATH. Fjárhagur færist ekki til baka.