Í ákveðnum tilfellum eru kaup og sala á vörum og þjónustu ekki virðisaukaskattskyld. Reikningsfæra má vörur með og án VSK á sama reikningi. Hér förum yfir uppsetningu á vörum án VSK.
Til að gera reikningsfært vöru án VSK þarf eftirfarandi að vera til staðar.
- VSK kóði með 0% inn- og útskatt.
- Vöruflokkur t.d. Án VSK með 0% VSK kóða.
- Vörunúmer sem tilheyra VSK lausa vöruflokknum.
- Viðskiptavina- og lánardrottnaflokkar með veltubókun eftir vöruflokkum.
- Í vöruflokki þurfa sölulyklar að vera tekjulykar og innkauplyklar að vera kostnaðarlyklar.
- Þeir fjárhagslyklar sem tilgreindir eru í vöruflokkum án VSK þurfa að vera með Valfrjálst eða Enginn VSK kóði valið í reitnum Áskilinn skattur..
Hér förum við yfir uppsetningu
- VSK kóði með 0% skatti
- Vöruflokkar án VSK.
- Vörunúmer án VSK.
- Veltubókun eftir vöru (ekki viðskiptavinum og lánardrottnum).
- Uppsetning sölu- og innkaupalykla í VSK frjálsum vöruflokkum.
- Valfrjáls eða Enginn VSK í reitnum Áskilinn skattur á innkaupa- og sölulyklum.
Í neðangreindu dæmi er notast við Frímerki án VSK.
VSK kóðar með 0%
Farðu í Fjárhagur/Viðhald/VSK og settu upp flokk með 0% VSK. Einn fyrir innskatt og annan fyrir útskatt. Veldu fjárhagslykil fyrir inn- eða útskatt í efra þrepi í uppsetningu. Það færist enginn VSK á lykilinn.
Vöruflokkur án VSK
Farðu í Birgðir/Viðhald/Vöruflokkar. Hér höfum við stofnað vöruflokkinn Án VSK.
Sölulykill: 1140, Vörusala án VSK. Gerð lykils = Tekjur. Enginn VSK flokkur. Áskilinn skattur = Enginn VSK kóði.
Innkaupalykill: 2125, Vörukaup án VSK. Gerð lykils = Kostnaður. Enginn VSK flokkur. Áskilinn skattur = Enginn VSK kóði
Færðu nýju VSK kóðana inn í VSK sölu og VSK af innkaupum.
Það þarf ekki að fylla út alla reiti í vöruflokkum ef að sama regla gildir um allar sölur og innkaup. Gildin í flokknum Innlent er þá notuð við öll kaup og sölur.
Í dæminu okkar kaupum við og seljum frímerki og færum því inn stýringar fyrir vörunotkun.
Vörunúmer án VSK
Í Birgðir/Vörur setjum við upp vörunúmerið „Frímerki“ og setjum það í vöruflokkinn án VSK.
Flokkur: Án VSK. Vörunúmerið er notað bæði við kaup og sölu, með 0% VSK kóða fyrir bæði kaup og sölu í vöruflokki vöru án VSK.
Veltubókun eftir vöruflokkum
Til að hægt sé að reikningsfæra vörur og þjónustur í ólíkum VSK flokkum þurfa veltubókunarstillingar í lánardrottna- og viðskiptavinaflokkum að fara eftir Vöruflokkum en ekki Lánardrottna- eða viðskiptavinaflokkum.
Þetta þýðir að reikna þarf út sumar vörur fyrir VSK og aðrar ekki. Eða að reikna þurfi vörur fyrir VSK í mismunandi VSK-flokki.
Sölubókun er sett upp í viðskiptavinaflokkum. Innkaupabókun er sett upp í lánardrottnaflokkum.
Sölubókanir
Veldu Viðskiptavinir/Viðhald/Viðskiptavinaflokkar. Settu þá flokka viðskiptavina sem kaupa vörur og þjónustur í mismunandi VSK flokkum upp þannig að veltubókun stýrist af vöruflokkum.
Veldu viðskiptavinaflokk og smelltu á Breyta hnappinn í tækjaslánni. Veldu svo Vöruflokkar í reitnum Veltubókun:
Innkaupabókanir
Veldu Lánardrottinn/Viðhald/Lánardrottnaflokkar. Hér velur þú bókunarstýringu undir Bókun innkaupa:
Áskilinn skattur á fjárhagslyklum
Athugaðu að þeir fjárhagslyklar sem eru stilltir í vöruflokki sem ber ekki VSK þurfa að vera með Valfrjálst eða Enginn VSK kóði valið í reitnum Áskilinn skattur.