– Lesa inn eigin bókhaldslykil í Uniconta
Ef nota á eigin bókhaldslykil í Uniconta skal gera eftirfarandi.
Þegar fyrirtækið/fjárhagsbókhald er stofnað er hægt að velja staðlaða bókhaldslykla en fjarlægja þarf hakið í reitnum Bókhaldslykill.
Eigin bókhaldslyklar
Það geta verið útfluttir bókhaldslyklar frá C5, e-conomic eða öðru fjárhagskerfi.
Skráin verður að innihalda a.m.k. eitt lykilnúmer.
Eftirfarandi reiti skal innhalda í bókhaldslykli:
- Lykilnúmer
- Lyklaheiti
- Lyklagerð
- Tímabil/Samtölur
- VSK-gerð
Flytja skal C5 bókhaldslykilinn út og vista sem *.CSV skrá.
Þessi skrá lítur svona út:
Hér er dæmi um bókhaldslykla fyrirtækis
Til að lesa lykilinn inn í Uniconta þarf aðeins að föndra við hann í Excel.
Notaðir eru dálkar B, C, D, K og L. Eyða má öðrum dálkum.
Nú erum við með eftirfarandi dálka.
Dálkur A inniheldur Lykilnúmer
Dálkur B inniheldur Heiti lykils
Dálkur C inniheldur Gerð lykils
Dálkur D inniheldur Útreikning/Samtölu
Dálkur E inniheldur VSK gerð
Laga þarf dálka C, D og E áður en lykillinn er lesinn inn Uniconta.
Dálkur C
Hér þarf að breyta tölum eins og hér segir.
0 | Rekstur |
1 | Efnahagur |
2 | Haus |
5 | Samtala |
Þetta má t.d. gera með eftirfarandi jöfnu:
=IF(C1=0;”Rekstur”;IF(C1=1;”Efnahagur”;IF(C1=2;”Haus”;IF(C1=5;”Samtala”))))
Dálkur D
Í C5 er jafnan sett upp sem lykilnúmerið sem reiknað er frá.
Í Uniconta er samtala skrifuð frá lykli .. til lykils (1005..1799)
Þetta má gera með eftirfarandi jöfnu:
=IF(LEN(D1)>0;CONCAT(D1;”..”;A1);””)
Dálkur E
Setja upp dálk E til að samsvara VSK-kóða Uniconta.
Þá ætti *.CSV skráin að líta svona út:
Flytja bókhaldslykil inn í Uniconta
Fara skal í Verkfæri / Flytja inn gögn
Velja skal töfluna GLAccountClient (Bókhaldslykill)
Smella á Flytja inn.
Slegið er inn 1, 2, 3 og 4 í eftirfarandi reiti og smellt á Fletta til að finna *.CSV skránna með bókhaldslyklinum.
Smella á Hlaða skrá.
Skráin er lesin inn í töflu sem lítur út eins og bókhaldslykillinn mun líta út.
Ef að allt lítur eðlilega út má smella á ‘Kanna uppfærslu’ til að kanna hvort allt sé í lagi.
Ef engar villur koma fram má smella á ‘Stofna’, ‘Uppfæra’ eða ‘Stofna eða Uppfæra’.
Munurinn á þessum aðgerðum er sá að “Stofna” stofnar þær raðir sem eru á skjánum. “Uppfæra” uppfærir þær raðir sem eru til í Uniconta út frá lykilnúmeri. “Stofna eða Uppfæra” uppfærir þá lykla sem eru til og stofnar þá lykli sem ekki eru til í Uniconta bókhaldslyklinum.
Smella skal á aðgerðina sem óskað er fyrir núverandi gögn.
Eftir augnablik er hægt að skoða bókhaldslykilinn í Fjárhagur / Bókhaldslykill.
VSK kóði
Næst þarf að setja upp VSK stillingar.
Þetta er gert undir Fjárhagur / Viðhald / VSK og í samræmi við það sem fram kemur hér https://www.uniconta.com/is/unipedia-is/fjarhagur/kaup-og-sala-an-vsk/