Fyrir þá sem vilja vinna faglega býður Uniconta upp á lokareikning. Þar sem hægt er að stofna lokunarfærslur, greint og stemmt af lykla í bókhaldinu.
Lokareikningur er undir Fjárhagur/Árslokavinnslur/Lokareikningur og þar er smellt á „Bæta við“.
Velja
Til að fara í lokareikning skal velja viðkomandi lokareikning og smella á „Lyklar“.
Bæta við
Gefa þarf lokareikningi heiti. Tilgreina til og frá lykla og hvaða tímabil er verið að vinna með.
Númeraröð
Velja númeraröð. Hægt er að stofna sérstaka númeraröð fyrir lokareikninginn.
Ef hakað er við „Handvirk úthlutun“ þarf að slá inn fylgiskjalsnúmer,
annars úthlutar kerfið númerum.
Ef hakað er í „Lokað fyrir lotun“ er ekki hægt að nota úthlutanir og uppsafnanir á lyklum í lokareikningi.
Reikningurinn
Þegar smellt er á „Lyklar“ birtast allir lyklar í lista bókhaldslykla.
Tækjasláin efst á skjánum sýnir hvaða aðgerðir má framkvæma.
Ef tvísmellt er á lykil opnast dagbókarlínur þar sem hægt er að færa inn lokafærslur, vista og skoða breytinguna og nýja stöðu í lokareikningi.
Dálkar Lokareiknings
Lykilnúmer
Fjárhagslykilnúmer frá lista bókhaldslykla.
Lyklaheiti
Lyklaheiti frá lista bókhaldslykla.
Lyklagerð
Lyklagerð frá lista bókhaldslykla.
Kóði
Ef þörf er á „bókhaldskóða“ til að merkja færslurnar er hægt að nota reitinn „Kóði“.
VSK
Útgáfa-89 VSK í lokareikningi
Þegar nýjar línur eru stofnaðar er VSK-kóðinn tekinn frá lyklinum
Þegar fylgiskjalið er bakfært er VSK-kóðinn tekinn frá fylgiskjalinu
Færslubókarlínur nota reitinn VSK (mótlykill). Í reitnum skal bæta við viðeigandi VSK-kóða.
Lesa meira um VSK.
Án uppgjörs virðisaukaskatts
Þrep virðisaukaskatts
Vsk-vinnsla
Yfirstandandi ár
Dálkurinn sýnir opnunarstöðu lokareiknings, það er að segja stöðuna, sem yfirfærist þegar reikningurinn er stofnaður eða þegar hún er yfirfærð seinna.
Breyta
Lokafærsludálkurinn sýnir samtölu færslna á hverjum lykli. Samtalan birtist eftir að útreikningurinn hefur verið gerður.
Ný staða
Dálkurinn sýnir leiðrétta stöðu eftir að lokafærslur hafa verið bókaðar.
Síðasta tímablil
Tölur síðasta árs
Með því að smella á „Snið“ er hægt að sýna alla reiti reikningsins.
Endurflokka
Smella skal á Dagbókarlínur eða tvísmella á línuna.
Hér er hægt að endurflokka.