Hér erum við dagbók en í þeirri skjámynd eru flestir dálkar og mest þörf á að nota mismunandi snið eftir því hvað er verið að bóka.
Ef þú hægrismellir á fyrirsagnir dálka sérð þú þá möguleika sem eru í boði til að sníða skjámyndina.
Ef þú smellir á Laga dálka sjálfkrafa þjappast dálkarnir eins mikið og hægt er til að koma sem flestum dálkum á skjáinn. Hluti af dálkafyrirsögnum verður þá ekki læsilegur.
Til að fjarlægja dálka úr skjámyndinni smellir þú á viðeigandi dálkafyrirsögn með músinni og dregur upp. Þá hverfur dálkurinn úr skjámyndinni. Þú getur alltaf farið í Velja dálka og bætt honum aftur við.
Til að bæta við dálk hægrismellir þú á dálkafyrirsagnir og smellir á Velja dálka. Þá opnast yfirlit yfir þá dálka sem hægt er að skoða í skjámyndinni. Þú getur smellt á hvaða dálk sem er og dregið hann upp í dálkafyrirsagnir með músinni.
Aðlaga breidd dálka má alltaf gera með því að smella á hægri rönd dálks og draga til þar til að stærðin hentar þér. Þú getur einnig dregið dálka til með því að smella á dálkafyrirsögn og dregið hana á annan stað í yfirlitinu.
Vista, Eyða eða Hlaða sniði
Ef þú vilt vista sniðið þitt smellir þú á Snið í tækjaslánni og velur Vista snið. Þú getur vistað mörg snið og gefið hverju ákveðið nafn.